Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 38
Eftir u.þ.b. klukkustundar akstur ívestur
frá London er komiö til Newbury, ósköp
venjulegrar breskrar borgar. En í útjaöri
hennar er Greenham Gommon, sem nú er
Nató-svæði, sem geymir 96 af 464 kjarna-
flaugum, sem búiö er að koma fyrir eða
stendur til aö koma fyrir í Evrópu.
í ágúst 1981 settust konur aö fyrir utan
giröinguna og þar hafa þær haft fasta bú-
setu síðan til þess að mótmæla gereyðing-
arvopnum og hernaðarstefnu. Greenham
Common kvennabúðirnar eru ekki aðeins
friðarbúðir, þær hafa einnig orðið tákn
kvennabaráttu og samstöðu kvenna í bar-
áttunni fyrir nýjum og betri heimi, þar sem
annað verðmætamat ríkir. Gagnkvæm
ábyrgð og virkni allra í búðunum er grund-
vallaratriði. Engin fámennisstjórn fær að
þrífast þar.
Ég kom til Greenham sunnudagseftir-
miðdag í mars s.l. Ég stoppaði stutt en
þessari heimsókn mun ég seint gleyma,
svo sterk áhrif hafði hún á mig. Þarna
blöstu við andstæð hugmyndakerfi í verki.
Annars vegar ógrímuklædd hernaðar-
hyggjan og valdbeitingin og hins vegar
seiglan og baráttuþrek hins vopnlausa og
friðsama, sem lætur ekki kúga sig. Sumar
konurnar í búðunum hafa búið þar frá upp-
hafi. Aðrar koma og dvelja um stundarsak-
ir.
Hvort heldur, er þá verða konurnar að
búa við ótrúlega frumstæð skilyrði. Þær
mega ekki tjalda til langframa eða reisa
neins konar varanleg mannvirki. Þá gripu
þær til þess ráðs, að sveigja trjágreinar
- hengdu yfir þær plast og teppi til þess að
búa sér skjól — þessi fyrirbæri kalla þær
„benders” — bogana. Á að líta líkist þetta
hrúgöldum, en þær reyna að gefa þessu
kaldranalega umhverfi líf — þó ekki sé
nema með pappírsblómum. Allur matur er
eldaður sameiginlega yfir opnum eldi.
Konurnar búa ekki aðeins við líkamlegt
harðræði — þær eru ofsóttar af lögreglu,
sem beitir hundum og hestum til að
sundra hópnum við mótmælaaðgerðir.
Dómskerfinu er beitt gegn þeim, þannig
að fastur liður í daglegu lífi þeirra er að
mæta fyrir dómstólum vegna ákæra t.d.
Sei£la
Hi nna
frið-
sör^u
um óspektir og ólögmæta umferð á landi.
Nú á dögunum voru tvær af Greenham
Common konunum hér, þær Toma og
Vicky, svo vafalaust hafa margar ykkar
hlustað á þær á fundum. Þeim sem vilja
fræðast meira um Greenham konurnar vil
ég benda á bók sem heitir „Greenham
Women Everywhere”. í þeirri bókerfjallað
um drauma, hugmyndir og mótmælaað-
geröir kvennanna. Bókin er á ensku, gefin
út af Pluto Press.
Guðrún Jónsdóttir.
38