Vera - 01.04.1984, Side 31
Ég nota það efni sem hentar hverju sinni
Rúna Þorkelsdóttir heitir ung
úiyndlistarkona sem sýndi á Kjar-
valsstöðum fyrir skömmu. Hún
stundaði nám við textíldeild Mynd-
lista- og handiðaskólans á árunum
1971—76. Fór þá utan og stundaði
ym tíma nám í Stokkhólmi og síðar
1 Amsterdam, en þar er hún búsett
um þessar mundir. Rúna hefur hald-
'ú einkasýningar hér á landi og tekið
Þátt í samsýningum á öllum Norður-
löndunum, í Bandaríkjunum og
Sviss.
VERU datt í hug að spjalla lítils
háttar við hana um konur og mynd-
''st, ísland og Holland og sitt hvað
fleira.
— Nú er textíll mikið kvennasvið inn-
ar> myndlistar. Er hann litinn sömu aug-
um og aðrar listgreinar?
..Nei, það er ekki litið á mann sem
^únstner ef maður vinnur eingöngu í textíl
Ueldur frekar sem hannyrðakonu. Annars
V|nn ég ekki sérstaklega í textíl þó ég sé
^enntuð sem slík. Ég nota bara það efni
Sern hentar hugmyndinni hverju sinni t.d.
^aPpir, þráð eðaeitthvaðannað. Hinsveg-
ar niá segja að ég vinni alltaf með þennan
..strúktúr” þ.e. sjálfan vefinn þó ég vinni
'd- í pappír. Því eins og maður segir: Eitt
s'nn vefari ávallt vefari. Sjálfur þráðurinn
6r barna ekkert aðalatriði.
~~ Hentar textíll þá ekki þínum hug-
^yndum?
,,í rauninni er vinnuaðferðin svo hæg-
geng að hún hentar ekki í nútímaþjóðfé-
lagi. Þessi hraði í nútímaþjóðfélagi og svo
það að sitja mánuð eftir mánuð og vefa,
það passar bara ekki saman. Það vantar
þessaspennu sem er í hugmyndum I upp-
hafi og þú reynir auðvitað að ná. Maður
verður bara leiður á hugmyndinni.
— Nú notar þú nær eingöngu fyrir-
myndir úr náttúrunni í verk þín. Heldur
þú að ísienskur bakgrunnur skipti þar
einhverju máli?
,,Ég finn a.m.k. fyrir sterkum tengslum
við landslag og náttúru. Hér er bara ein
borg og strjábýlt svo þú hlýtur að verða fyr-
ir allt öðrum áhrifum hér en t.d. í stórborg.
í Bandaríkjunum er allt svo stórt og þar
mála menn stór málverk. í Hollandi gera
menn gjarnan smáverk og tæma þá mögu-
leika sem eru á útfærslu lítillar hugmynd-
ar. Það er þessi nýtni sem ræður ríkjum. í
Hollandi búa menn svo þröngt að það er
ekki hægt að hugsa stórt.
— Finnst þérvera munurá þeim tæki-
færum sem myndlistarmenn fá hér á
landi og í Hollandi?
,,Það eru náttúrulega miklu fleiri gallerí
og söfn þar en hér. En það eru líka margir
að fást við list í Hollandi og því fleiri sem
slást um hituna. Ef gallerí tekur þig upp á
sína arma þá er þér borgið og það sér um
þig. Aö vísu taka þeir þá 30-50% af sölu-
andvirði verkanna. En það er ekki hægt að
ganga inn í gallerí í Hollandi, panta sal og
sýna verk sín eins og hér. Þetta er allt und-
ir galleríinu sjálfu komið. Neyðarúrræði
listamanna sem vilja koma verkum sínum
áframfæri hefur því verið að „kraka” hús,
þ.e. yfirtaka auð hús, og nota þau sem
menningarmiðstöðvar.
— Hafa konur og karlar sömu mögu-
ieika á að koma verkum sínum á fram-
færi í Hollandi?
„Nei. Ef við tökum t.d. listasöfnin þá er
gríðarlegur munur á hlut kvenna og karla.
Það er undantekning ef maður rekst þar á
verk eftir konur. Maður rekst helst á verk
eftir konur í þeim galleríum sem sýna textíl
en samt er mjög stór hópur karla kominn
þar inn. Hvað varðar málverk og skúlptúr
þá man ég tæplega eftir að hafa rekist á
kvenmann í þeim hópi á Borgarlistasafn-
inu í Amsterdam.
— Hvernig er það þegar opinberir að-
ilar eru að setja upp samsýningar. Er þá
munað eftir konum?
„Nei, alls ekki. Hvorki hér heima né
erlendis. Þarna er einmitt gengið óskap-
lega framhjá konum. Þegar verið er að
efna til samsýninga á því sem er að gerast
í myndlist í dag, þá er eins og konur séu
alls ekki með. Þær séu bara ekki að fást
við myndlist. Þegar verið er að velja á sam-
sýningar þá gleymist yfirleitt að bjóða kon-
um og það er ekki einu sinni litið á verk hjá
þeim.
— Er þá aðstaða kvenna til listsköp-
unar önnur en karla?
„Já, maður þarf t.d. að sanna mun
meira en karlmaður að maður sé kúnstner.
Þetta er fjandi erfitt þegar það hentar
manni ekki að reka áróður fyrir sjálfum sér.
31