Vera - 01.04.1984, Page 13

Vera - 01.04.1984, Page 13
sem veitir fólki starfsmenntun. Þú verður ekki forritari þótt þú lær- ir einföldustu undirstööuatriði í forritunarmálinu BASIC, það á eft- 'f aö greina allt sem þarf að gerast, koma skipulegri röð á hlutina. Akveða hvað á að fara í tölvu, hvað á að gera áfram í höndunum o.s.frv. Þegar að forrituninni sjálfri kemur hefur því mjög mikil vinna þegar farið fram. Að fara á þessi grunnnámskeið og halda aö maður verði kerfisfræðingur er sambærilegt við það að fara á vélritunarnámskeið og halda að maður verði blaðamaður. Tækn- ln hefur líka auðveldað störf forritara, en skipulagningin og akvarðanatakan standa eftir og þar standa konur illa að vígi vegna þess að þeim eru sjaldnast falin störf á því sviði. Konur skortir líka sjálfstraust — enda hvernig á annað aö vera? Þær fá yfirleitt hvorki hvatningu í uppeldi né í starfi. Mörg kvennastörf hverfa alveg á næstunni, ég nefni bara tal- símaverði sem dæmi því öll símskipti eru að verða sjálfvirk. Bank- arnir eru líka að taka upp meiri sjálfvirkni og handvinnslan hverf- ur, en í henni eru aðallega konur. FRAMTÍÐIN — Hvað finnst þér um þessa þróun? Mér finnst alveg nauðsynlegt aö taka upp sjálfvirkni t.d. í iðn- aði. Afköstin aukast, gæðin verða meiri og varan verður í senn ódýrari og samkeppnishæfari. Þetta er þróun sem stjórnast ekki fyrst og fremst af mannkærleika, en það er ekki þar með sagt að þetta sé eitthvað hræðilegt. — En þetta hlýtur að valda atvinnuleysi? Það þarf alls ekki að vera. Ef stjórnmálamenn færu að taka hlut- verk sitt alvarlega sæu þeir að hægt væri að kortleggja þróunina. Þaö er hægt að gera sér grein fyrir því hvað þessi þróun verður hröð t.d. næstu 20 árin, hvað margir koma út á vinnumarkaðinn — og gera gagnráðstafanir. Fara að sinna því sem hefur verið vanrækt, mér dettur í hug fyrirbyggjandi heilsugæsla, uppeldis- mál, mál aldraðra og mörg önnur störf sem eru óunnin. Eins ætti fólk að geta gengið inn í menntakerfið og aflað sér starfsmennt- unar sem hefði tilgang. Ég legg mikla áherslu á að fólk vinni en geti ekki bara hirt at- vinnuleysisbæturnar sinar, það eyðileggur einstaklinginn og ef þú eyðileggur hann eyðileggur þú þjóðfélagið. Þess vegna er það af hinu góða að skapa fólki viðfangsefni sem það leysir í skiptum fyrir lífsviðurværi í stað þess að híma aðgerðarlaust og hirða bæt- ur. Ef tölvutæknin borgar sig skilar hún ekki minni framleiðni og á því að vera áfram hægt að framfleyta þessum 230 þúsund sál- um. — Hvað með styttingu vinnutímans? Jú, mér finnst að það eigi frekar að fjölga fólki og að ekki verði unnið meira en 8 tíma á dag. 6 tímar á dag væri auðvitað ennþá betra, en í allri þeirri óreiðu og silagangi sem hér ríkir held ég bara að það sé ekki hægt. Stjórnmálamenn taka sjaldnast ákvarðanir fyrr en á síðustu stundu og fjöldi fólks vinnur varla fyrir kaupinu sínu á meðan beðið er eftir skipunum að ofan. Svo fer allt á fullt og lögð er nótt við dag til að Ijúka verkefnunum. — Það á a.m.k. að vera hægt að vinna sér inn frí. HH ~—fTa=‘) ...,, T, <T^T\. “n r^“ >>Hvað yrði um vinnuagann, afkastamóralinn , ^ sarnkeppnisandann ef allir vissu að tækni- er mögulegt að lifa stöðugt betra lífi, sam- ■í- ÞVI að æ minna er unnið, og að rétturinrr Ullra launa þarf ekki lengur að vera eingöngu 6lrra sem hafa heilsdagsvinnu?. . .” ,,Til þess að ríkjandi samfélagsform haldi velli er eins gott að halda fólki ómeðvituðu um þessa hluti. í stað þess að segja landslýð aö ekki sé lengur þörf á að vinna svo mikið, er því sagt að ,,atvinnuleysi sé óhjákvæmilegt”. í stað þess að segja að frístundir verði fleiri er sagt að „atvinnutækifærin verði færri”. . Andrés Gorz: Gullöld atvinnuleysinsins

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.