Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 4

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 4
Þaö er því Ijóst aö ef frumvarpið verður aö lögum, þá munu margar konur hækka í launum við það að taka fæðingarorlof og enn aðrar komast í launamanna tölu um tíma — en spurningin er: eiga einhverjar konur að lækka í launum við það að eign- ast barn? Nú erum við komnar í vanda því í þessum efnum er um tvö ósamrýmanleg sjónarmið að ræða. Annars vegar að allar fæðandi konur, sama hvað þær annars gera í lífinu fái þessa upphæð eða ein- hverja aðra, allar sömu krónutölu. Hins vegar, að engin kona sé sett skör lægra launalega við það að eignast barn og það starf hennar metið minna en það sem hún gerir úti á vinnumarkaðnum. Þessi tvö sjónarmið eru ósamrýmanleg vegna þess að því fer fjarri að sömu laun séu greidd fyrir öll störf í þessu þjóðfélagi (sem ég þarf varla að taka fram) og vegna þess að því fer fjarri að nokkuð örli á slíkri stefnu hjá þeim sem með launamál fara þ.e. hjá launþegasamtökum landsins (sem er ef til vill meiri ástæða til að taka fram). Annan hvorn kostinn verður að velja og við Kvennalistakonur völdum þann kost að konur lækkuðu ekki í launum við töku fæð- ingarorlofs fyrst og fremst vegna þess að með því erum við að fá það viðurkennt að störf þau er lúta að umönnun og uppeldi barna eru engu síður mikilvæg en störf á hinum almenna vinnumarkaði og að for- eldrahlutverkið er a.m.k. jafn mikils viröi og fyrirvinnuhlutverkið í krónum talið. Það er vonandi óþarft að taka það fram að þetta viðhorf er gagnstætt ríkjandi viðhorf- um okkar karlkynjaða þjóðfélags. Hins vegar finnst mér rétt, með fyrra sjónarmið- ið í huga, að setja þak á fæðingarorlofs- greiðslur þannig að þær fari ekki upp fyrir ákveðna upphæð. Gerði ég grein fyrir því í framsöguræðu með frumvarpinu og mun flytja tillögu þar um við aðra umræðu þess. Með þessu erum við að leitast við að ná fram jöfnun á tveimur sviðum í einu. Ann- ars vegar jöfnun á krónutölu fæðingaror- lofsgreiðslna og hins vegar jöfnun gilda, þ.e. að þjóðfélagið sem heild meti umönn- un barns ekki minna en nokkurt annað starf sem fæðandi kona hefur með hönd- um. Mín skoðun er sú að bæði þessi sjón- armið séu mjög mikilvæg í fæðingarorlofs- málum og að hvorugu sé hægt að kasta fyrir róða vegna hins. Og mín skoðun er einnig sú, að það sé engin ástæða til að refsa nokkurri konu fyrir að taka sömu laun fyrir vinnu sína og karlinn við hliðina á henni (hver var að tala um sömu laun fyrir sömu vinnu?). Málið snýst ekki um að hafa á móti því að konur hafi mannsæmandi laun, heldur snýst þaö um að fá því til leiðar komið að allar konur fái mannsæmandi laun fyrir störf sín. Bestu kveðjur Sigríður Dúna ÞIÐ ER UÐ Á RANGRIBRA UT Reykjavík 21. mars '84. Vera, konur í kvennahúsi! Ég sit hér með nýjasta tbl. af Veru fyrir framan mig, og verð að fá að koma þeirri skoðun minni á framfæri að þið séuð á rangri braut. Þetta blað er ekki eins og það sé skrifað af konum, fyrir konur. Það er skrifað af karlrembukonum fyrir karl- rembukonur þ.e.a.s. konursem eru í fyrsta lagi nú þegar ,,meðvitaðar”, öðru lagi gáf- aðar og þriðja lagi uppskafnar. Hvernig er þessari kvennabaráttu yfirleitt háttað?Hvaða konur viljiþið virkja tilþátt- töku? Hvaða augum lítið þið konur sem sökum aðstæðna og jafnvel áhugaleysis hafa engan áhuga á þeirri kvennabaráttu sem þið eruð fuUtrúar fyrir? Konursem fara út í búð og kaupa Eros eða Sannar sögur en dytti aldrei í hug að kaupa Veru. Konursem fara ísaumaklúbba og ,,diskútera” náung- ann, hafa áhuga á fegurðarsamkeppnum og missa ekki einn einasta þátt af Dallas. Ég held því miður þið Utið þær nákvœmlega sömu augum og karlar. Ykkur finnst þið langtyfirþær hafnar. Hér í borg eru margar konur sem hafa eingöngu verið heimavinn- andi, hafa aldrei verið innan um ,,meðvit- aðar” konur og eru langt ífrá ,,meðvitað- ar” sjálfar, en eru engu minni konur fyrir því. Langar ykkur ekkert að höfða til þess- ara kvenna? Draga þær út ur skelinni og einangruninni og virkja þær í þessa bar- áttu? Þessar konur eru oft langþreyttar og niðurdregnar en forðast ykkur samt í lengstu lög. Afþví þið talið ekki þeirra mál. Vera t.d. er þurrt og leiðinlegt blað. Eruð þið yfir það hafnar að hafa eitthvað skemmtilegt ásíðunum? Hvað með vel unn- ið og skemmtilegt viðtal við venjulega konu út í bæ sem á trúlega aldrei eftir að marka nein spor í söguna. En merkileg á sinn hátt engu að síður. Hvað með eina smásögu eftir konu í hverju blaði? Eða hugleiðingar konu um lífið og tilveruna? Hafið þið gert ykkur greinfyrir því að ótrúlega stór hluti kvenna les aldrei leiðara í blöðum, aldrei fréttir eða fréttaskrýingar, yfirleitt helst ekki neitt nema fólk í fréttum? Á ekki að reyna að höfða til þessara kvenna? Mæta þeim á miðri leið og gera kvennabaráttuna að- gengilega fyrir alla konur í hvaða aðstöðu sem þær nú kunna að vera? Eitt af þvísem skilur okkur konur frá körlum er einmitt þetta tilfinningalega, huglæga, að koma auga á öll litlu smáatriðin sem skipta svo miklu máli, þora að vera tilfinningavera sem finnur til. Vera er bara þurr upptalning, þurr fræðsla sem höfðar ekki nema til lítils hóps kvenna. Á að láta hinar eiga sig? Sjálf er ég 27 ára, fjögurra bara móðir með börn á aldrinum eins og hálfs árs til átta ára. Cœti verið meira stöðnuð og sljórri en ég er. Hef bara verið heppin að vera úti á vinnumark- aðinum meira og minna allan tímann. Kannski er ég ,,hálf-meðvituð". En ég vil að hinum sé líka sinnt. Efþið talið við börn þá talið þið mál sem þau skilja. Reynið að fara ögn niður af stallinum og koma til móts við allar þær konur sem þurfa á ykkur að halda, bjóðið þær hlýlega velkomnar í kvennahóp sem virðir og er annt um allar konur en heldur ekki á loft útvöldum hópi og síðan ekki söguna meir. Virðingarfyllst, Edda Jóhannsdóttir Jörfabakka 18, R. Kæra Edda! Mikið kom bréfið þitt ónotalega við mig. Satt aö segja þá leið mér mjög illa eftir lest- ur þess. Ekki vegna þess að þú gagnrýnir VERU harkalega og teljir hana á rangri braut. Sú gagnrýni á fullan rétt á sér. Mér leið illa vegna þess að mér fannst þú heiftúðug í garð okkar sem skrifum í VERU. Það hefur komið fyrir mig að karl- menn, sem telja sig pólitíska andstæðinga mína, kalli mig öllum illum nöfnum og ég hef tekið því eins og hverju öðru hundsbiti. En það særir mig þegar kona, sem ég tel mig eiga samleið með, gerir slíkt hið sama. 4

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.