Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 28

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 28
Verkakona — eftir þýsku listakonuna Káthe Kollwitz, en hún baröist m.a. fyrir bættum getnaðarvörnum og frjálsum fóstureyöingum. vinnuleysi og húsnæðisskortur þess vald- andi að börn voru oft á tíðum óvelkomin. í sveitunum var hægt að notast við vinnuafl barna, í bæjunum var erfiöara að finna þeim verkefni, þaö varð að sjá þeim far- borða og það varð sífellt dýrara að eiga og ala upp börn (hugsið ykkur fjölskyldu í dag með 10-12 börnl). Kvenfrelsisbaráttan haföi sín áhrif í vissum hópum og þeir möguleikar sem konum opnuðust drógu úr vilja þeirra til að eiga mörg börn. Það var auðvitað hagsmunamál karla að eiga færri börn, því þá gekk þeim betur að sjá fyrir fjölskyldunni. Frá 1880 og langt fram á þessa öld voru takmarkanir barneigna mikið deilumál (enn stritast þeir við í páfagarði). Fræðsla um getnaðarvarnir var sums staðar bönn- uð, það fólk var fangelsað sem reyndi að kenna öðrum. Kirkjan og læknar ásamt stjórnvöldum álitu getnaðarvarnir mjög óæskilegar og guði lítt þóknanlegar, menn óttuðust úrkynjun og sjálfstortímingu heilla þjóöa og ekki var fátítt að kvenrétt- indahreyfingunni væri kennt um allt sam- an. Inn í deilurnar fléttuöust líka há- móralskar spurningar um það hverjum það væri í hag að takmarka barneignir. Fyrstu tilraunir til að fræða almenning um takmarkanir barneigna svo vitað sé voru gerðar í Englandi um 1820. Þar voru að verki forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar sem gáfu út bækling. Hann var bannaður og þeir sem að honum stóðu eða dreifðu voru fangelsaðir (t.d. John Stuart Mill sem síðar skrifaöi bókina Kúg- un kvenna). Baráttan fyrir takmörkunum barneigna tengist mjög ákveönum per- sónum enda þurfti töluvert hugrekki til að leggja nafn sitt við þann „ósóma”. Það má nefna konur eins og Annie Besant, Stellu Browne og Marie Stopes í Englandi og Margaret Sanger og Emmu Goldmann í Bandaríkjunum. Sumar þeirra lentu i fang- elsum vegna þess að þær vildu hjálpa fá- tækum, útslitnum margra barna mæðrum og kenna fólki notkun getnaöarvarna. Þessar konur nutu stuðnings róttækra lækna og ýmissa annarra sem sáu í getn- aðarvörnum möguleika til að breyta kjör- um karla og kvenna. Andstaðan kom frá verkalýðsforystunni, læknum, kirkjum og stjórnvöldum svo sem áður segir og það er merkilegt hve þessi „yfirvöld” voru á önd- verðum meiði við almenning. Karlar og konur streymdu til fræðslufunda, bækling- ar sem gefnir voru út seldust í stórum upp- lögum. Langar biðraðir mynduðust við stöðvar þar sem fræðsla var veitt (þar til lögreglan lokaði), þörfin og viljinn var geysilegur. Vopn í höndum karla Mótrökin voru af ýmsu tagi. Verkalýðs- forystan sagði að það væri einkamál hvers og eins hvort hann ætti mörg börn eða fá, það ætti ekki að gera fræðslu um getnað- arvarnir að pólitísku máli (breski Verka- mannaflokkurinn). í Þýskalandi komu fram þau rök meðal sósíalista að barneign- um ætti ekki að fækka, heldur ætti að breyta efnahagskerfinu og uppræta mis- skiptingu auðsins. August Bebel sem skrifaði merka bók um frelsun kvenna áleit t.d. getnaðarvarnir hreint út sagt and- styggilegar. Verkalýðsforystan sá fyrir sér að verkalýðnum myndi fækka hlutfallslega og þarmeð myndi dragast að hann næði þeim völdum sem hann ætlaði sér. Kvenréttindakonur færðu fram önnur rök svo sem vænta mátti. Þær sögðu sem svo að getnaðarvarnir væru enn eitt vopn- ið í höndum karla til að kúga konur, þeir væru gerðir ábyrgðarlausir. Þeir gætu stokkið út um borg og bý, stundað vændis- hús eða fengið konur til við sig án þess að standa skil gerða sinna. Þær sögðu að sið- ferðinu væri hætta búin, en það var hluti af þeirra baráttu að kynin ættu að standa jafnfætis siðferðilega, þ.e. karlar ættu að sýna af sér hófsemi, bíða þar til kæmi í hjónabandið eins og „heiðvirðar” konur gerðu. Kynlífsbindindi væri besta leiðin til að draga úr barneignum (þarna komu læknar með þau mótrök að bindindi væri heilsunni beinlínis hættulegt). í augum margra kvenna var kynlifið ill nauðsyn, gjaldið sem þær greiddu fyrir efnahags- legt öryggi (hversu öruggt sem það svo var). Konum var takmörkun barneigna feimn- ismál eins og geta má nærri á þessum tím- um Viktoríu drottningar sem löngum hafa verið kenndir við tvöfalt siðgæði. Þess verður að minnast að kvenréttindakonur 19. aldarinnar settu ekki spurningamerki við hlutverk kvenna sem eiginkonur og mæður, takmarkanir barneigna voru því í andstöðu við hugmyndafræði þeirra. Greinilega var fáum konum Ijóst hvílíkir 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.