Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 21

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 21
Hvaö getur borgin gert? Ég hef aöeins drepiö hér á örfá atriði úr merkilegri sögu þessa húss til aö gefa lesendum hugmynd um fyrir hvaö þaö stendur í sögu Reykjavíkur. Húsiö er einn af þeim fáu vitnisburðum sem viö eigum um stórhuga framkvæmdir innlendra manna, því stórhugur var þaö aö byggja slíkt hús meöan stór hluti þjóöarinnar bjó enn ' torfbæjum. En allt kostar peninga, ekki síst varðveisla og viöhald Fjalarkattarins. Og borgaryfirvöld bera einmitt fyrir sig peningaskorti. Þau segja að þaö muni kosta þau 12-20 milljónir að eignast Fjalaköttinn, — allt eftir samnings- lipurö eiganda, — og ca. 44 milljónir að setja hann í upp- runalegt horf. Þetta eru miklir fjármunir en borgin á ódýrari kosta völ. í þeirri tillögu aö skipulagi Kvosarinnar sem nýlega hefur veriö lögð fram, er gert ráö fyrir þriggja til fjögurra hæöa nýbyggingu á Hallærisplaninu. Sú lóö er í eigu Reykjavíkurborgar og hver fermetri af henni hlýtur að vera jafn miklis viröi og hver fermetri af Aöalstræti 8. Mætti því vel hugsa sér að borgin reyndi aö ná maka- skiptum viö eiganda Fjalakattarins; hún eignaðist lóð- ina Aöalstræti 8 og hann planið. Þaö myndi ekki kosta borgina nein fjárútlát, borgin léti eina lóö og fengi aöra jafnstóra. Af báöum þessum lóðum fengi borgin fast- eignagjöld þegarfram líðastundir. Undanfarin fimm ár hefur hún hins vegar veitt 75% afslátt af fasteignagjöld- um af húsinu Aðalstræti 8 vegna þess hve eiganda þess hefur reynst erfitt aö nýta þaö. Endurbyggingin gæti líka oröiö borginni aö kostnað- arlausu. Samtökin ,,Níu líf” hafa lýst því yfir að þau vilji kaupa húsið og gera þaö upp á eigin kostnað. Hafa þau nú þegar fariö fram á viðræöur viö eiganda hússins um hugsanleg kaup. Meö góðum vilja og samstilltu átaki má því bjarga Fjalakettinum án þess aö þaö verði nokkrum ofviöa. Þaö sem máli skiptir er að viö leggjumst öll á eitt um aö lengja lífdaga Fjalakattarins og gera hann aö gæludýri Reykvíkinga um ókomin ár. Sólrún Gísladóttir n T— roarg- ^v/frU heíur n Seljahverft, a ar o.s.frv. Un\. af henni l»rl sem y ungiir»9^m- S.I. sumar kom hingað í heimsókn ensk kona, Linda Scott, og var að kynna sér kvennabaráttu, stöf í þágu friöar, málefni kirkjunnar og æskulýðsstörf hér á íslandi 7~ svo eitthvað sé nefnt. í Ijós kom aö Linda vann við ymislegt forvitnilegt í sínu heimalandi m.a. viö félags- s'örf í þágu unglinga Lundúnaborgar. Hún sagöi okkur, að undanfariö heföi hún ásamt fleirum beint kröftum Slnum aö sérstöku verkefni á sviöi æskulýðsmála, nefnilega tómstunda- og félagsstörfum handa stelpum e'ngöngu. Þetta þótti okkur í meira lagi athyglisvert, síst þar sem þessi vinna var á vegum borgaryfir- vslda og kirkjunnar og því sýnt að slík opinber yfirvöld V|öurkenndu, að eitthvaö alveg sérstakt þyrfti að gera ynr stelpurnar. Linda lofaöi að senda okkur skýrslu um Þessi mál og núnaer skýrslan komin. Er hún mikil lesn- 'n9 enóa skrifuð m.a. til að réttlæta æskulýðsstarf af Þessu tagi og sem rökstuðningur fyrir frekari fjárfram- °gum. En i upphafi er gerö grein fyrir tilurö æskulýös- s'arfsemi af því tagi sem um ræðir: II i i i i i i i ■i ■ BH I I ■ | Strákarnir njóta góös, stelpurnar lítils Árið 1976 létu Lundúnahverfin Hammersmith & Ful- ham gera könnun á nýtingu unglingastarfsemi í hverf- unum meö tilliti til skiptingar kynjanna. Niðurstööurnar sýndu, aö mestum hluta fjármuna, tækja, aöstööu og vinnutima starfsfólks var varið í tíma drengjanna og aö stúlkur bæru mjög skaröan hlut frá boröi. Ljóst var, aö ætti unglingastarfið i hverfinu að nýtast báöum kynjum, þyrfti að gera eitthvað sérstakt bara fyrir stelpurnar. Skipuð var nefnd til að koma með tillögur og uppástung- ur og árangurinn varö sá aö gerö var áætlun um sér- stakt stelpna-prógram, er skyldi vara í þrjú ár. Tveir starfsmenn í fullu starfi voru ráðnir en að auki var stólað á sjálfboöavinnu. Aö baki starfsmönnunum stóö nefnd- in, en hún var fjölmenn og skipuð mjög ólíku fólki. Sem hugmyndafræði til grundvallar starfinu sam- þykkti nefndin þessa ályktun: Konur og stúlkur í samfélagi okkar ,,Eftir því sem kvennahreyfingunni hefur vaxið fiskur um hrygg hin síðustu ár og lög um jafnrétti kynjanna hafa veriö sett í auknum mæli, hafa konur jafnframt spurt hvernig á því standi aö konum er skipaður svo lág- ur sess í samfélaginu. Þessi spurning hefur hrundiö af stað miklum áhuga á lífi og tilveru kvenna og orðið grunnur aö könnunum og kenningum, sem oft draga heföbundin viðhorf til kvenna í efa. Kannanir hafa beinst aö konum og ungum stúlkum, því það er þegar I I I I I I I I I 21

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.