Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 2

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 2
A undanförnum árum hefur átt sér staö byltingar- kennd þróun á sviði tölvutækni og sjálfvirkni. Ljóst er að sú þróun á eftir að hafa gífurlegar þjóðfélags- breytingar í för með sér, þjóðfélagsbreytingar sem enn verður ekki séð fyrir endan á. Vinna alls þorra fólks mun taka miklum stakkaskiptum, ný störf verða til, önnur leggjast af. í skrifstofu- og þjónustugreinum þar sem konur eru í miklum meirihluta gætir áhrifanna mest um þessar mundir og er því einnig spáð að svo muni verða í nánustu framtíð. Rnnsóknir, erlendis, þar sem tölvuvæðing er lengra á veg komin en hér, hafa sýnt að konur hafa orðið hart úti í kjölfar hennar, ekki einungis hvað varðar starfsöryggi, heldur hefur einnig komið í Ijós að tölvuvæðing hefur fest enn frekar í sessi hina hefðbundnu verkaskiptingu kynjanna. Ennfremur hafa nú nýlega borist fréttir af því að vinna við tölvuskerma geti valdið fósturskemmdum eða fósturláti hjá konum og munu nú í gangi erlendis nokkuð víðtækar rannsóknir hvað þetta varðar. Af framansögðu má sjá að hér er um að ræða mál sem skiptir konur miklu og því mikilvægt að þær eigi þátt í skipulagningu og ákvarðanatöku á þessu sviði. I Ijósi þessa vekur það vægast sagt furðu að sá starfshópur sem skipaður var s.l. haust af félags- málaráðherra til þess aö gera könnun á áhrifum nýrr- ar tækni á íslenska atvinnuvegi skuli einungis skip- aður körlum. Könnun á íslenskum vinnumarkaði sýnir svo ekki verður um villst að kjör kvenna í skrifstofu- og þjón- ustugreinum hafa farið versnandi miðað við kjör karla, undanfarin ár. Það virðist því einsýnt að konur geta ekki treyst á forsjá atvinnurekenda eða verka- lýðsforystu hvað varðar nauðsynlegar aðgerðir í þessum málum. Konur verða því enn sem fyrr að taka málin í sínar hendur og standa sameiginlega að stefnumótun og kröfugerð í þessum efnum. Þær verða að leita leiða til þess að nota tölvuvæðingu í eigin þágu, út frá eig- in forsendum og gildismati og snúa við þeirri þróun að félagsleg og efnahagsleg staða kvenna í íslensku þjóðfélagi fari versnandi ár frá ári. Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir. VERA 2/1984 APRÍL Útgefandi: Kvennaframboðiö í Reykjavík Sími 22188 og 21500 Ritnefnd: Guörún Jónsdóttir Helga Haraldsdóttir Helga Thorberg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Magdalena Schram Sigríöur Fanney Ingimarsdóttir Auk þess unnu að þessu blaði: Salvör Gissurardóttir Sonja Jónsdóttir Sigurbjörg Aöalsteinsdóttir Forsíða: Valdís Óskarsdóttir Útlit: Solla, Gerla, Helga, Malla Ábyrgaöarmaöur: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Auglýsingar og dreifing: Guörún Alfreösdóttir Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Solnaprent Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgö höfunda og eru ekki endilega stefna Kvennaframboðs- ins í Reykjavík. Áskriftasímar: 21500 og 22188

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.