Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 22

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 22
viö erum stelpur, sem viö lærum aö vera konur. Þrátt fyrir þetta er enn lítið vitaö um unglingsstelpur og oröiö unglingur er nokkuð sem vekur upp hugmyndir af ungl- ingspiltum fremur en stúlkum. Margir félagsfræöingar hafa valið sér unglingsár sem sérsvið, en áhugi þeirra hefur einkum beinst að drengjamálefnum, oft þeim hópum drengja sem eiga viö vandamál aö stríöa eöa valda samfélaginu vanda, svo sem teddy-boys, punkar- ar, knattspyrnuáhorfendur, skemmdarseggir o.s.frv. Lítill áhugi hefur veriö á stúlkunum nema þá sem kær- ustum strákanna, sem horfa óvirkar á þeirra verk. í þau skipti sem unglingsstúlkur veröa félagsfræðingum rannsóknarefni, hefur þaö helst verið vegna lauslætis stúlknanna (eöa möguleika á lauslæti þeirra) sem er álitið mikiö vandamál (jafnvel þó svo stúlkurnar séu lauslátar meö strákunum, sem þó komast hjá því aö vera fordæmdir fyrir vikið.). . .” í skýrslunni er fariö oröum um tvöfalt siðgæöi sem er undir því komið hvort kyniö á í hlut. í framhaldi af því er fjallað um athuganir og meðferð dómstóla á afbrota- unglingum, þar sem sama sagan gildir, þ.e. aðrar regl- ur gilda um stráka en stelpur. Kynbundin viöhorf, segir skýrslan, verða til strax við fæðingu barns og undir þau er ýtt hvar sem borið er niður, í uppeldi, í skólum, i fjöl- miðlum og auglýsingum. Síöan segir: ,,Um þaö leyti sem stúlkan nær táningsaldri hefur henni verið ætlaöur staður, hún hefur verið stööluö í kvenímynd, sem er dýrkuð en lítils metin og því er þaö ekki undarlegt þótt margar ungar stúlkur skorti sjálfstraust og meti sjálfar sig og aðrar konur lítils. Aö auki getur þaö ekki farið fram hjá stúlkunum aö karla eru betur launaöir, eru álitnir mikilvægari og stunda áhugaveröari störf. Konur eru til aöstoöar og karlar eru almennt hærra metnir en konur. Og þaö er af þessari ástæöu, sem þaö er svo mikilvægt að stúlkur njóti sérstakrar umönnunar í æskulýðsstarfinu. Eigi konur aö meta sjálfar sig meira og taka virkari þátt I samfélaginu, er nauðsynlegt að gefa stúlkum tækifæri til aö þroska sjálfstraust sitt og eigin hugmyndir og læra að sjóndeildarhringur kvenna Hvernig farið var að Flestar stúlkurnar, sem tekið hafa þátt I þessu sér- staka stúlknastarfi, hafa veriö á aldrinum 14-19 ára en þó hafa sumar veriö miklu yngri og nokkrar eldri. Allt starf fór fram I litlum hópum. Stúlkunum var gefið tæki- færi til aö hafa hönd í bagga meö skipulagi og verkefn- um. Mikil áhersla var lögö á aö láta stelpunum líða sem best og starfiö meö hverjum hóp byrjaöi oft á nokkurs konar kjaftakvöldi án dagskrár, I því augnamiði aö stelp- urnar kynntust og geröu sér grein fyrir að stelpur geti treyst hverri annarri og strákarnir væru ekki bráönauö- synlegir! Stúlknahóparnir inntu ýmislegt af hendi, sem viö lest- ur skýrslunnar virðist augljóst aö betur fer á aö gera án stráka. Það voru t.d. heilbrigðismálakvöld, þar sem tal- I I I I aö var um líkamann, um kynlíf og getnaðarvarnir o.þ.h. og var fenginn læknir til aö svara spurningunum og skýra út. Starfskynningar til handa þeim, sem voru aö Ijúka skóla (samsv. grunnskóla) voru ítarlegar, vinnu- staðir heimsóttir og kjör og starfsmenntun skýrö. Stúlk- urnar höfðu t.d. margar ákveöiö aö veröa sýningarstúlk- ur, flugfreyjur, klinikdömur eöa einkaritarar en fengu nú tækifæri til aö kynnast þessum störfum, ræða viö konur sem stunduöu þau, fylgjast náiö meö á vinnustað og ræöa síöan um gildi starfanna og ástæöur þess, aö þeim fannst þau svo eftirsóknarverð. Þá voru haldin „rithöfundanámskeið”, þar sem skrifaðar voru sögur og Ijóð og þótti stelpunum nýnæmi I því aö hugsanir þeirra og þaö sem þær aðhafast væri taliö nógu merki- legt til aö færa til bókar á þennan hátt. Annaö hefð- bundnara tómstundastarf fór einnig fram, svo sem Ijós- myndun, ferðalög, skák, borötennis og íþróttir ýmis konar. Viröist sem margt af þessu hafi I augum stelpn- anna áöur veriö eitthvaö til aö horfa á strákana gera, en ekki gera sjálfar. ■ I | í það heila tekiö var unnið aö því meðvitaö að ýta und- ir sjálfsvirðingu stelpnanna, gera þeim Ijóst að þær heföu jafnan rétt á viö strákana til aö leika sér, vinna hugsa og tala. Sú vitneskja ein, aö heilt kvöld heillar fé- lagsmiðstövar væri ætlað stelpum einungis varð þeim I fyrstu til undrunar og umhugsunar en ýtti um leiö undir meðvitund um að strákarnir réðu því sem næst yfir öllu því sem þar var annars á boðstólum. Lögö var áhersla á aö stelpurnar aðstoöuöu hverja aðra I verkefnunum til aö efla gagnkvæmt traust og samhygð. Eitt af því sem starfsmenn tiltóku sem góöan árangur eftir þriggja ára starf meö stelpunum var: „Okkur þykir það hafa gildi aö vinna með stúlkum I hópum sem sérstaklega eru settir á fót fyrir þær. Slíkir hópar efla sjálfstraust stúlknanna og auövelda þeim að læra og byggja upp hæfni sína auk þess sem mörg málefni fá frjálslegri umfjöllun I ein- kynja hópi. Hóparnir veröa til þess aö stúlkurnar meta sitt kyn betur og þeir vinna gegn því viðhorfi að kvenna- samkomur séu eitthvað verra og leiðinlegra en bland- aöar samkomur. Viö erum ekki þeirrar skoðunar aö ein- kynja hópar séu eina aðferðin til aö ná til stúlkna en þeir eru ákjósanleg aöferö engu aö síður, ekki síst þegar fjallaö er um málefni sem varöa stúlkur fremur en drengi. (Hiö sama á vitanlega viö um drengjahópa líka). Frekari upplýsingar Lengra verður skýrsla Veru ekki. En starf af þessu tagi vekuróneitanlegatil umhugsunar um þáæskulýðs- starfsemi sem fram fer hér á landi. Þær hugmyndir sem fram koma I frásögn Lindu og I skýrslunni, eru þess virði aö yfir þeim sé velt vöngum af starfsmönnum félags- miöstööva, kennurum, foreldrum o.fl. Á þaö skal að síð- ustu bent, aö eintak af skýrslu starfshópsins er til I Kvennahúsinu reiðubúið til lestrar hverjum þeim, sem vill vita meira. ms I I I

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.