Vera - 01.04.1984, Qupperneq 34

Vera - 01.04.1984, Qupperneq 34
Nýlega frumsýndu Vorkonur Alþýöu- leikhússins nýtt íslenskt verk eftir Nínu Björk Árnadóttur, „Undir teppinu hennar ömmu”. Vorkonur Alþýöuleikhússins er hópur kvenna sem ákvað að stofna kvennaleikhús og er þetta fyrsta sýning þeirra. Verkið er byggt á síðasta hluta Ijóðabókar Nínu Bjarkar „Svartur hestur í myrkrinu”, ,,Fugl óttans”, sem kom út hjá Mál og menningu 1982. Kvennaleikhús hlýtur aö hafa að mark- miði að sýna líf kvenna og vitund séð með augum kvenna og unnið af konum. Þessu markmiði ná Vorkonurnar þar sem þær flytja verk eftir konu, leikstjóri og leikarar eru konur og leikmynd og tónlist eru verk kvenna. Reyndar fá Vorkonurnar aðstoð karla við hljóð og lýsingu. Hvernig tekst svo til? Hvernig sjá og túlka konur aðrar konur? Amman kúgar í leikritinu ,,Undir teppinu hennar ömmu” eru tveir pólar. Á öðrum pólnum er amman sem þykist vera sjúklingur til að geta haldið Lóu dóttur sinni hjá sér. Á hin- um pólnum eru aðrar konur verksins, Lóa, Didda systir hennar og Systa, dóttir Lóu ásamt konunum í martröð Lóu, Manneskj- unni, Lóu og Lillu o.fl. Amman fær Lóu til að hætta að sinna áhugamálum sínum og vinnu til að geta haft hana hjá sér. Amman kúgar Lóu, bæði með því að skammta henni áfengi og með því að hafa alið á ótta hennar við kynlíf og ógeði á því. Hún reyndi einnig að kúga Diddu en tókst það ekki og því hatar hún hana. Hinar konurn- f ar eru vanmáttugar, þær ráða hvorki við innri aðstæður sínar né hvernig þær eigi að staðsetja sig í samfélaginu. Togstreita við að velja sér hlutverk hrjáir þær og hvað sem þær velja virðist það alltaf vera versti kosturinn. Þessar konur reyna að standa saman en geta þó ekki, sökum eigin veik- leika, veitt hver annari styrk. En í martröð- inni fær Lóa stuöning og öryggi hjá Manneskjunni. Amman lokar Lóu inni (ekki eiginmaður- inn) og notfærir sér fórnfýsi hennar og óöryggi með sjálfa sig. Það er því kona sem kúgar konu og kúgunartæki hennar eru, auk uppgerðarveikinda, áfengi og kynlíf. Amman skammtar Lóu vín úr flösku sem hún felur undir teppinu sínu. Didda virðist einnig leita huggunar i víni, þótt hún sé ekki eins langt leidd og Lóa. í martröð Lóu er svo ein konan, Jóna, drykkjusjúkl- ingur. í uppgjöri mæðgnanna (ömmunar, Diddu og Lóu) er böl þeirra og óhamingja rakin til kynlífs. Amman gat ekki notið kyn- lífs og ræktaði með dætrum sínum ótta og viðbjóð á því. Didda gerir uppreisn gegn móður sinni með því að sofa hjá hverjum sem er, en Lóa bugast. í martröð Lóu kem- ur fram persónan Lilla, sem segir að mað- urinn sinn berji sig og nauðgi síðan en samt saknar hún kynlífsins. Konum hafa verið innprentaðar alls kyns goðsagnir um kynlíf og eiga þær mikinn þátt í kúgun kvenna. Áherslan sem lögð er á kynlíf og drykkju í verkinu og úrvinnslan á þeim þáttum er þó engan veginn nægilega út- færð til að verða trúverðug. Höfundur: Nina Björk Árnadóttir Leikstjóri: Inga Bjarnason Leikmynd og búningar: Guörún Svava Svavarsdóttir Tónskáld: Mist Þorkelsdóttir Flytjendur tónlistar: Guörún Birgisdóttir og Hákon Leifsson Ljós: Árni Baldvinsson Hljóömaður: Hákon Lelfsson Lelkarar: Slgurjóna Sverrisdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Sólveig Hall- dórsdóttir, Anna S. Einarsdóttir, Margrét Ákadóttir og Kristín Bjarnadóttir. Karlaraddir: Hákon Leifsson, Guömundur Ólafsson og Þórhallur Sigurðsson. Þessir tveir pólar sem birtast í verkinu rekast harkalega á og eru ósamræman- legir að okkar dómi. Annars vegar vald konu sem hún beitir til að kúga aðrar kon- ur. Þarna er dregin upp mjög neikvæö mynd af konum þar sem konur eru konum verstar og hjá körlum fái þær amk. eitt- hvað út úr lífinu. Hins vegar eru konur sem leita að sjálfumleika en eru óöruggar og vanmáttugar. Þeim virðist hins vegar að með samstöðu muni takast að lifa af. . . .góð og gölluð Vorkonurnar sýna í ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Sviðið er lítið og setur þröngar skorður. Guðrúnu Svövu hefur tekist ein- staklega vel að vinna leikmynd sem fellur vel að aðstæðum. Hún sýnir konurnar í mismunandi stöðum með einfaldri leik- mynd og látlausri og notar liti á umhverfi og búningum til að undirstrika stöðu kvennanna og hlutverk í verkinu. Daufir og dökkir litir eru ráðandi, enda flestar kven- persónur verksins kúgaðar. Systa, dóttir Lóu er klædd gulu sem sýnir sterklega að hún er bjartasta vonin í verkinu. Ljóðrænn texti verksins gerir miklar kröfur til flytjenda og ekki brugðust Vor- konur í því efni. Leikur þeirra var í öllum til- vikum góður, textaflutningur og túlkun með því besta sem gerist í íslensku leik- húsi. Sýning Vorkvenna er í senn góö og göll- uð. Sýningin sjálf, leikur, leikmynd og tón- list, eru sérlega áhrifarík, og leikkonurnar fóru allar vel með hlutverk sín. Verkið er hins vegar gallað. Ekki hefur tekist sem skyldi að vinna gott leikrit úr góðri Ijóða- bók. Vinnukonan sem flytur formálann, og amman eru persónur sem ekki eru í Ijóða- bókinni og það vantar samræmi og teng- ingu milli þeirra og annarra persóna. Efn- istökin eru ekki nógu markviss þannig að áhorfandinn situr uppi með tvær ósættan- legar hugmyndir að sýningu lokinni. H.H. og S.E. 34

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.