Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 16

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 16
I Samkvæmt þessu er hægt að draga þá ályktun að erfitt muni reynast fyrir konur í nánustu framtíð að haslasér völl I heimi tækn- innar og spurningin er hvernig staða þeirra muni koma til með að verða á sviði hinnar nýju tækni, þ.e. tölvutækninnar. Þau viðhorf sem virðast ríkjandi gagnvart konum í sambandi við tæknistörf verða því miður ekki afmáð á einni nóttu. Breytingar á viðhorfum þurfa að eiga sér stað þannig að auðveldara verði fyrir konur að sækja inn á svið tækninnar. Hugmyndir Louise Waldén um tæknikunnáttu kvenna. Þegar sumir setja jafnaðarmerki á milli hugmynda kvenna og hugvísinda og hugmynda karla og tækni, sér Waldén það sem margþætt viðfangsefni. Þess vegna eru niðurstöður hennar að hluta til frábrugðnar hugmyndum Berner. Waldén telur að gegnt hinu tæknilega sjónarhorni standi mannlegt sjónarhorn, sem bæði karlar og konur geta verið aðilar að. Fleiri mannlegir þættir í tækni- menntun gætu að hennar áliti gert hina tæknilegu sýn á heiminn víðari og um leið flóknari þegar til lengri tíma er litið. Hún telur einnig að það gæti glætt skilning á því að ekki er alltaf til ein og aðeins ein lausn á tæknilegum eða félagslegum vandamálum, að maður getur ekki einu sinni reiknað og mælt sig fram til svara á s.k. tæknilegum vandamálum og að mat og mannleg tengls eru álíka mikilvæg og hagkvæmni í hugsun. Waldén nefnir að á móti áhrifum frá karlamenningu, takmörkun og skilningi sem karlaveldið hefur í för með sér, standi takmörk og skilningur kvennamenningarinnar. Hér eru, segir Waldén, kventæknimenn mikilvægar með reynslu sina úr heimi kvenna. En svo lengi sem þær eru í miklum minnihluta er talið betra aö þær velji frekar þá stefnu að halda náðu marki, sem gerir þeim eigin tilveru mögulega. Waldén bendir á, að konur sem fara i æðri tæknimenntun velji sérstakan veg. Þær eru, segir hún, settar í aðstöðu þar sem þær eru taldar frábrugðnar í tveimur heimum. í kvennaheimi vegna þessa starfsvals og í tækniheiminum vegna kynferðis síns og þær eru í minnihluta í báðum. Hvaö gera konur svo til þess að draga úr þeim átökum sem þetta hefuf í för með sér? Waldén dreguf upp tvær mismunandi stefnúr til þess að sýna hvernig konur geta nálgast þessi markmið. Önnur stefnan er, að telja sig vera sérstakar og öðruvísi en aðrar konur. Hin stefnan, sem Waldén nefnir, er algjör andstaða þeirrar fyrri. Hún segir að sumar konur komi í veg fyrir að ,,vera öðruvísi” með því að aðskilja sína tvo heima, þ.e. telja sig konu í einkalífi kvenna- heimsins og án kyngreiningar í tækniheiminum. Grundvallaratriði þess að konur í heimi tækninnar geti byrjað að ræða mikilsverðar spurningar er, að reynsla þeirra frá kvenna- , menningu verði viðurkennd. Waldén telur líklegt að í dag sé léttara fyrir karlmenn með tæknimenntun að koma fram með ný sjónar- mið vegna þess að þeir þurfa hvorki að afneita né verja kynferði sitt. Þær spurningar sem Waldén setur fram eru hvort mögulegt sé fyrir konur að samræma reynslu sína úr kvennamenningu þeim vinnuaðfeðum og skilyrðum sem eru ráðandi innan tækninnar. Hún spyr einnig hvernig hægt sé að gera konum mögulegt að ná bæði sterkari tæknilegri sjálfsmeðvitund og út frá því að skapa annars konar tækni. Waldén telur að ef þetta gæti gerst væri hægt að breyta afstööunni til verðmæta og konurnar myndu leggja sitt af mörkum til þess að einnig sé litið á tæknina sem afurð kvenna. Hún telur þetta vera erfiða aðstöðu en einnig eins konar áskorun. Einmitt manneskjur segir hún, sem eru á mörkum tveggja heima hafa möguleika á þekkingu, sem getur þýtt raunverulega breytingu í átt að heimi með manneskjulegum formerkjum. Almennt er vitað að störf þau er konur gegna eru ekki metin eins að verðleikum og störf þau er karlar gegna. Meðan þetta við- horf rikir og endurmat hefur ekki átt sér stað á störfum kvenna, er nauðsynlegt að hefja markvissa innrætingu meðal t.d. foreldra, á leikskólum og í skólakerfinu og rjúfa hið hefðbundna uppeldis- munstur. Því Ijóst er að ef störf kvenna væru metin meir að verð- leikum hvað varðar laun og virðingu þá myndu karlar eflaust ekki veigra sér við að sækja I þau. Æskilegasta formið væri auðvitað það að hlutfall karla og kvenna væri svipað í hinum ýmsu störfum. Ljóst er að við er að etja tvo hluti, sem við þurfum að breyta, en gæti reynst erfitt. Annars vegar að fá konur til að láta meira að » sér kveða á tæknisviðinu, t.d. með breyttum viðhorfum til uppeldis og til kvenna er koma inná hið hefðbundna tæknisvið karla, og hins vegar að berjast fyrir því, að kvennastörfin verði meira metin en þau eru nú. En spurningin er hvaða leiðir eru árangursríkastar að markmiðinu, sem er jöfn staða kynjannaá öllum sviðum mann- legs lífs. Þýtt og endursagt úr ritunum: Kvinnovetenskaplig tidskrift nr. 3 útgefið af Forum í Lund 1982. Women and Technological Change, útgefin af Scarecrow Press Metuchen, 1978. Sveinbjörg Júlia Svavarsdóttir. ,,Á litlum verkstæðum mætti framleiða afurö- ir sem í verksmiðjunum eru framleiddar með ' óþolandi einhæfri og sljóvgandi vinnu, af fólki i sem neyðist til starfans, mánuð eftir mánuð. Ef slík verkstæði væru í íbúðahverfunum, vel tækj- i um búin, og fólk gæti komið þangað hvenær sem er, gætum við í hverjum mánuði eytt nokkr- \ um tíma í að sauma okkar eigin föt eða smíða > húsgögnin okkar og endurbæta þau. ,,Á þenn- ■ an hátt gætum við náð á okkar vald þeim hlutum I sem í umhverfi okkar eru”. . .” 16

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.