Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 24

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 24
Hvað halda þessar ai „Raunar er til ofur einföld aö- ferö til aö geta séö í hendi sér hvort auglýsing notar konur á „réttan” eöa „rangan” hátt, sú aö snúa auglýsingunni upp á karlmann. „Heit og mjúk í morgunsárið” gæti þá orðiö „Sætur og stinnur á miö- nætti”. . . ” Hlutverk auglýsinga er aö selja okkur vörur. Um þaö verður tæpast deilt. Mark- mið þeirra er aö fullvissa okkur um, aö ein- mitt þetta fremur en hitt þyrftum viö aö eignast. Þeim mun fleiri tegundir, sem til eru af vörunni, þeim mun heitar veröur í auglýsingakolunum. Og hér mætti líklega bæta við: því ónauösynlegri sem varan er, þeim mun haröari verður slagurinn. Algjör- ar gerviþarfir þurfa mestrar auglýsingar viö, en nauösynjavörurna minnstrar. Hér á landi þykir t.d. lítil ástæöa til aö sannfæra okkur um kosti kúamjólkur enda aðeins um eina tegund aö ræöa og aðeins um einn seljanda og eitt vöruverö að ræöa. Nú mætti ætla að öruggasta leiðin til aö vekja kaupkennd okkar væri einfaldlega aö koma á framfæri sem ýtarlegustum upplýsingum um vöruna. Svo er þó ekki. Upplýsingin ein nægir ekki. Og í staö hennar er okkur seld varan meö aðstoð mynda, slagoröa, oröaleikja, ímynda, stööutákna; innsýn inn í þann heim, sem varan gæti veitt okkur. Auglýsingar stóla á hugsanatengsl, tilfinningar, drauma og vonir, ekki á fróðleik um vöruna. Út frá því er beinlínis gengið, að þegar um er að ræöa einar tíu til tuttugu tegundir, sé það ekki igrunduð og rökstudd ákvöröun sem ráöi valinu. Heldur hitt, að ákveðið vöru- merki hafi fest sig í huganum svo góöum tökum aö frammi fyrir úrvalinu stingi það ómeðvitað upp kollinum í huga kaupand- ans. Þaö er markmiö auglýsingarinnar að planta þessu fræi í hugann, koma vörunni svo í mjúkinn hjá væntanlegum kaupanda aö einatt, heyri hann, segjum, góös kaffis getiö, komi honum nafnið xyz í hug. Vandi auglýsandans er því aö finna réttu leiðina til aö vinna velvild okkar. Söluaðferð Aðferðirnar eru auðvitað ótal margar. Ein er t.d. sú aö vekja kátínu. Þessa dag- ana er á ferðinni kaffi-auglýsing í sjónvarp- inu, sem þykir smellin og eftirminnileg og vís til að grafa vel um sig. (Og svo skulum viö ekki gleyma hlut barnanna í skotmarki seljandans; mamma, mamma, kauptu kaffiö sem þjófurinn drekkur!) Önnur að- ferö, og sú, sem hér er til umræðu, er brúk- un kvenmannsins; þaö, aö nota konu, annað hvort í pörtum eöa heilum skrokk- um, til aö vekja athygli á og selja varning af öllu hugsanlegu tagi, virðist talið óbrigö- ult. Allt frá sólarlandaferðum til hillusam- stæðna er selt meö konum. Og þá virðist tímabært aö spurjasem svo: hvaða ímynd, hvaöa hugsanatengsl, hvers konar viöhorf er verið að selja með þessu móti? Og aö síðustu hvers vegna hafa kvenfrelsiskonur lagt sig í líma við aö berjast gegn slíkri notkun kvenna í auglýsingum. Hvaö er það, sem viö skilgreinum „kvenfjandsam- legt” i þessum efnum? Hvernig Viö gætum byrjaö á því að velta fyrir okk- ur, hvernig konur eru nýttar í þessum til- gangi. Hópur þýskra kvenna, sem tók sig til við að greina auglýsingar, sem þær töldu kvenfjandsamlegar, komst að þeirri niðurstöðu að um væri aö ræða 7 megin uppskriftir, sem auglýsingahönnuöir styddust viö. 1. Kynferðislega aðgengilegar konur í auglýsingum, sem fara eftir þessari uppskrift, er konunni lýst sem kynferðis- legu leikfangi karla og ávallt upplagöri til leikjanna. Þessi ímynd er notuö mest allra < forskrifta og liggur raunar aö baki flestra hinna ef vel er aö gáö. Ágætt dæmi um þetta er íslensk auglýsing um morgun- brauö frá reykvísku bakaríi: Dulítið daöurs- lega brosandi ung kona býöur barmafylli af bollum undír yfirskriftinni: „Heitog mjúk í morgunsáriö.” Óþarft ættiaðveraaðorð- lengja þau hugsanatengsl sem þarna er verið aö spila á. Auglýsingar af þessu tagi einskorða sig síöur en svo viö heila skrokka heldur er partur og partur gjarnan notaður, sem tákn fyrir heila konu. Iðulega er ýjað aö „notagildi” og yfirráðum karl- anna yfir konunni, enda ein megin for- senda þessarar forskriftar. 2. Kona og varningur lögð að jöfnu Konan í auglýsingunni rennur saman viö þaö sem seljast skal, t.d. eru sameigin- legir eiginleikar nefndir. Ágætt dæmi um þessa uppskrift er líklega hillusamstæöu- auglýsingin, þar sem kona, klædd þannig aö hún sýnist raunar nakin; „mjúka lín- an”. Stúlkan eöa hillurnar? Af sömu teg- und eru auglýsingar þar sem t.d. stúlkur prýöa hljómflutningstæki, eöa bíla: „hand- hægir, láta vel aö stjórn. . Annaö þýskt 24

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.