Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 25

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 25
•Jýsingar að þú sért? dæmi nefna konurnar af skartgripaauglýs- 'ngum, þar sem karlmaður hefur orðið: ’.Konan mín er gimsteinn og þarf rétta um- gjörð” eða ,,18 karata konaþarf 18 karata Qull”. Hér er verið að leika sér að þeirri hugmynd og því viðhorfi að kona sé neysluvara, sem geti gengiö kaupum og sölum, varningur, sem karlmenn ættu að geta leyft sér. 3. Konur hugsa bara um heimilisstörf Þessi uppskrift er „eðlilega” aðeins not- uð þegar auglýsa þarf heimilistæki. Kon- an, sem kemur fram er oftast ó-sexy enda frátekin (gift) og út frá því er gengið að til- vera hennar sé helguð umönnun heimilis- ins eingöngu. Konur einar bera ábyrgð á vinnunni inni á heimilinu og hafa ekki önn- ur áhugamál. Þýsku konurnar eru þó ekki á því að heimilistækjaauglýsingar þar sem konur koma fram þurfi endilega að vera kvenfjandsamlegar, heldur er það undir Því komið hvort t.d. húsmóðurstörfin séu sýnd sem léttvæg tómstundaiðja. Verstar Þykja þeim auglýsingarnar þar sem eigin- uiaðurinn færir konu sinni heimilistæki að 9jöf og þá sem hrós eða jafnvel ástarjátn- 'ngu. En dæmi um slíkt þekkjum við auð- vitað hér heima, jólagjafaauglýsingar ’.handa henni” eru tilaðmynda oft í þess- um dúr. 4. Konur sem dæmdar eru úr leik Þessi uppskrift færir sér í nyt viðhorf 9agnvart konum, sem ekki þykja gjald- 9engar lengur, þ.e. þær sem ekki falla að smekk karlanna. Oft eru þessar auglýsing- ar í formi brandara og þá á kostnað kon- unnar, sem er eitthvað á þessa leið: eldri en fertug og því ónýt, tengdamamma, feit, i°ðin, taugaspennt, ófær um að skilja taeknina. . . 5. Spennitreyja >>réttrar” fegurðar Þessi uppskrift gerir ráð fyrir því að þaö sé karlmannsins að skera úr um fegurð ^onunnar, því sé honum best treystandi til að gefa henni góö ráð í formi gullhamra eöa athugasemda. Vellíðan konunnar skiptir þá litlu máli. Hárið á aö vera skilki- J^júkt, líkaminn léttur, hrukkulaus, hár- laus, lyktarlaus. Þýsku dæmin sem nefnd eru koma orðrétt úr slíkum auglýsingum: "Konan min veit að árin gera mig meira sPennandi en hana aðeins eldti”, ,,Stúlk- aa min hefur svo mjúka húö”, „Konan mín 9etur gert sig sem nýja á fimm mínútum — ^eö fimm mínútna maskanum frá x”. 6. Kvenfrelsi Þessi aðferð notfærir sér frelsisbaráttu kvenna, oft með því að skopast að henni eða misskilja hana vísvitandi. Orðið frelsi er á góðri leið með að verða vinsælasta orðið í undirfataauglýsingum: „Frjálsar konur velja saumalausa brjóstahaldarar” „Njóttu fengins frelsis í nærbrókunum frá x”. „Hin nýja kona þarf nýtt ilmvatn”, „Nýja konan hefur ekki tíma til að sitja undir hárþurrkunni, hún tekur hana með sér” og hin nýja athafnakona geymir rúllu- járnið í skrifborösskúffunni til að vera nú ávallt reiðubúin! Orðrótt úr gallabuxna- auglýsingu þýskri: „Frelsun bakhlutans. Allir bossar ættu að hafa sömu tækifæri til að njóta sín í síðbuxum. Þess vegna eru okkar buxur sniðnar eftir mjúku lín- unni. . 7. Kallabrandarar um konur Þessar auglýsingar færa sér í nyt brand- ara, oft hálf-klúra, sem ku ganga Ijósum logum í karlafélögum af ýmsu tagi, svo sem í knattspyrnudeildum drengja, á Lyons-fundum eða bara við barinn, þegar stelpurnar heyra ekki til. Þýsku dæmin nefna t.d. auglýsingu um úr: Ijósmynd af konu, klæddri engu nema svörtum silki- sokkum og fimm úrum, texti: „Það er eng- inn munur á konum og klukkum, í báðum tilfellum getur sekúndubrot ráðið úrslit- um.” Auglýsing fyrir veggfóður: „Hvaða munur er á veggfóðri og konum?” Svar: „Maður ætti að skipta á veggfóðri á þriggjaárafresti.” Fyrirwhisky: „Lángifta mannsins er fólgið í öllum hinum konun- um, sem hann giftist ekki — fyrir slíkum spakmælum verður að skála í besta whiskyinu.” Nokkrar þessara uppskrifta munu koma öllum kunnulega fyrir sjónir, aðrar síöur. íslenskar auglýsingar eru hreinasta hátíð miðað við þaö sem blasir við utanlands, ekki aðeins í dagblöðum, tímaritum og út- varpi, heldur einnig á risaspjöldum víðs vegar um borgir og sveitir. En séum við betur settar að þessu leyti, enn sem komið er, þeim mun meiri ástæöa til aö sporna við fótum áður en íslenskir auglýsinga- hönnuðirlæra af starfsbræðrunumerlend- is, sem þróaö hafa meðsér „fullkomnari” aðferðir. Notkun fyrrtalinna forskrifta allra má telja fjandsamlega. Raunar er til ofur ein- föld aðferð til að sjá í hendi sér, hvort aug- lýsing notar konur á „rangan” eða „rétt- 25

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.