Vera - 01.04.1984, Page 20
Sátu konur í Sjálfstæðisflokknum
aðgerðalausar?
í þessu máli hlýtur maöur aö reikna meö aö allur
borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi vitaö
hvaö var aö gerast. Nema því sé þannig fariö aö vinstri
höndin viti ekki hvaö sú hægri gerir. Er hart til þess aö
vita ef konur í Sjálfstæðisflokknum hafa setið aögeröa-
lausar meöan þessu fór fram. Ef jafnréttisbarátta
kvenna er þeim einhvers viröi eiga þær að verja ávinn-
inga hennar og þaö felst m.a. í því aö halda í þær þrjár
konur sem eru forstöðumenn stofnana borgarinnar.
Þær eiga að hvetja þessar konur til dáöa, styöja við
bakið á þeim leynt og Ijóst og reyna að hafa áhrif á þá
flokksbræöur sína sem vilja fækka þeim.
Niðurstaöa þessa máls er hin dapurlegasta og mikiö
áfall fyrir skipulagsmál borgarinnar og jafnréttisbaráttu
kvenna. Þaö er þó huggun harmi gegn aö Sjálfstæðis-
menn skuli nú sjá réttmæti faglegra sjónarmiöa Guö-
rúnar Jónsdóttur varðandi skipulag gömlu hverfanna,
þó þeir hafi ákveðið að viröa þau aö vettugi viö skipulag
Skuggahverfis. Betra er seint en aldrei. Umhverfis-
verndarmenn og íbúar gömlu hverfanna hljóta líka aö
fagna því aö skipulag þessara hverfa skuli nú vera í
góöum höndum Guðrúnar Jónsdóttur.
Kvennaframboöiö þakkar Guðrúnu aiúð og atorku-
semi í starfi aö skipulagsmálum borgarinnar og óskar
henni alls hins besta í nýju starfi.
Sólrún Gísladóttir.
Hvers virði er
Fjalakötturinn
Nú um nokkurt skeið hefur Fjalakötturinn,
Aðalstræti 8, verið til umfjöllunar í borgarkerf-
inu. Ástæðan er sú, að eigandi hússins hefur
sótt um leyfi til bygginganefndar Reykjavíkur
að rífa húsið og reisa nýtt á rústum þess. Fjala-
kötturinn hefur áður komist í hann krappann
og sioppið með skrekkinn, en nú bendir ýmis-
legt til að yfirvöld telji að hans níu lífum sé lok-
ið. Bygginganefnd hefur samþykkt niðurrifið
fyrir sitt leyti (Kvennaframboð og Alþýðu-
bandalag á móti) en borgarstjórn á enn eftir að
segja sitt síðasta orð. Menntamálaráðuneytið
virðist svo algeriega ætla að þvo hendur sínar
af þessu máli.
Nokkuö stór hópur manna hefur á undanförnum ár-
um barist fyrir lífi Fjalakattarins þegar aö honum hefur
verið vegiö. Þessi hópur hefur nú stofnað meö sér sam-
tökin ,,Níu líf” til aö vinna aö varðveislu kattarins.
Þó einstaklingarnir innan þessara samtaka hafi mis-
munandi skoöanir á flestum þjóðmálum, þá eiga þeir
þaö sameiginlegt aö þeim finnst vænt um Fjalaköttinn.
Því hefur stundum verið haldiö fram aö þetta sé undar-
leg árátta. Þaö sé tilfinningalegt gönuhlaup aö vilja
halda í gamalt hró sem sé komið aö fótum fram sökum
elli og hrumleika. Ekki ætla ég mér þá dul aö vita hvaö
öllu varðveislufólki býr í brjósti, en þó langar mig aö
nefna hér nokkur atriði sem ég hygg aö vegi þungt.
Sagan býr í húsum
Fyrst vil ég fullyrða aö engum finnst vænt um fúaspýt-
ur, ekki einu sinni danskar, þó því hafi stundum veriö
haldiö fram af niðurrifsmönnum gamalla húsa. Mörgum
finnst hins vegar vænt um hiö gamla svipmót Reykja-
víkur og um lifandi minnismerki genginna kynslóöa.
Á tyllidögum gortar landinn gjarnan af því aö hann sé
afkomandi „söguþjóðarinnar” og skírskotar þá til ís-
lendingasagnanna. En sagan er ekki bara í bókum, hún
er allt í kringum okkur og býr ekki hvað síst í gömlum
húsum. Ef viö viljum eiga lifandi vitnisburö um sögu ;>
okkar þá verðum viö aö varöveita hús, rétt eins og aörar
minjar. Þau voru umgjörðin um líf og starf þess fólks
sem hér lifði á undan okkur, þau eru vitnisburðum um
handbragö þess og hugmyndir. Þau eru því partur af
menningararfi okkar sem viö eigum aö flytja komandi
kynslóðum en ekki leggja í rúst.
Þetta ættu þeir að skilja sem ræöa um aukna íslands-
sögukennslu í grunnskólanum. Besta kennslan hlýtur
aö vera fólgin í því aö nemendur sjái hlutina meö eigin
augum. í samanburði viö það er bókstafurinn dauöur.
í dag efast enginn um aö norskar stafkirkjur eru part-
ur af norskum menningararfi. Norömenn eru stoltir af
þessum kirkjum sem þeim hefur tekist aö varðveita og
túristar, t.d. íslendingar, skoöa þær fullir aödáunar. En
svo hefur ekki alltaf veriö. í lok síöustu aldar stóð til að
rífa þessar kirkjur og byggja nýtt á rústum þeirra en þá
tókst mönnum, sem höföu auga fyrir gildi þeirra, aö
koma í veg fyrir þaö. Nú eru þessar kirkjur tengdar
sjálfsímynd norðmanna órjúfanlegum böndun.
Fjalakötturinn er í dag þaö sem norskar stafkirkjur
voru í lok síöustu aldar. Saga hans nær allt aftur til
1750. Þá stóö þar sem hann er nú geymsluhús Innrétt-
inganna, en á vegum þeirra voru gerðar fyrstu tilraunir
meö innlendan iönaö hér á landi. Eftir því sem tímar liðu
fram og þarfir, hugmyndir og efnahagur eigenda húss-
ins breyttust, var byggt viö húsiö og í sína endanlegu
mynd var þaö komið 1896.
íslensk leiklist og kvikmyndalist á rætur sínar að rekja
til þessa húss. í bakbyggingu þess var innréttaður leik-
hússaluráriö 1893 og var hann nefndur Breiöfjörössal-
ur eftir Valgarð Breiðfjörð eiganda hússins. Áriö 1906
voru hafnar kvikmyndasýningar í salnum og stofnaö
fyrsta kvikmyndahús landsins „Biograftheater Reykja-
víkur”.
Upphaf kvikmyndalistar
20