Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 33

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 33
Thc N<'W W’ inaV'—W.-isi* p»iy. j C’- pí» luOlÍW HV.V^Töuuu. AUSTUR-ÞÝSKALAND________________ Enska tímaritið Sparerib sagði nýlega (í febrúar) frá tveimur austur-þýskum kon- um, Ulrike Poppe og Bárbel Bohley, sem nú sitja í fangelsi vegna baráttu sinnar fyrir friði og voru í hungurverkfalli þegar tímarit- ið kom út. Enn var ekki vitað hversu langa fangelsisvist þær myndu hljóta, en gert var ráð fyrir allt frá tveimur og uppí tólf ár. Árið 1982 voru þær Bárbel og Ulrike í hópi hundruða kvenna, sem skrifuðu for- seta Austur-Þýskalands, Erich Honneck- er, til að mótmæla þá nýjum lögum, sem iögðu herskyldu á herðar konum á „neyð- artímum”. Þær skrifuðu m.a.: „Við konur viljum rjúfa vítahring ofbeldisins. . . við konur lítum ekki á herskyldu kvenna sem spor í átt til jafnréttis kynjanna heldur sem mótsögn við tilveru okkar sem kvenna.” Konurnar voru beðnar að draga undirskrift sína til baka og spurðar hver hefði samið bréfið fyrir þær (sicl). Eiginmenn voru vin- samlegast beðnir um að hafa betra eftirlit með eiginkonum sínum! Síðan þetta gerð- ist hafa konurnar þó haldið uppi andófi sinu gegn vígbúnaði bæði austantjalds og vestan og fengið að vera nokkurn veginn i friði fyrir yfirvöldum landsins. Handtaka þeirra Ulrike og Bárbel nú k°m í kjölfar fundar þeirra meö Barböru Einhorn, sem erfeministi frá NýjaSjálandi °9 hefur um langt skeið unnið að þýðing- um og rannsóknum á ritverkum austur- Þýskra kvenna. Barbara er virk í friðar- hreyfingum kvenna í Vestur-Evrópu og hún var sömuleiðis handtekin eftir fundinn en sleppt að viku liðinni. Á fundi sínum rasddu konurnar um væntanlega útgáfu hasklings, sem koma á út í Englandi og Se9ja frá friðarbaráttu kvenna í austan- 'jaldslöndunum. Yfirvöld í Austur-Þýska- landi héldu því fram að handskrifaðir Punktar Barböru frá fundinum brytu í bága V|ð þarlend lög um gagnasöfnun og gætu verið nýttir til að rýra virðingu Austur- ^ýskalands út á við! í nóvember s.l. eða löngu fyrir hand- tökuna, sá Bárbel fyrir að yfirvöld myndu láta til skarar skríða gegn friðarhreyfing- unum austantjalds. Hún skrifaði: „Okkur hefur tekist að efla hugrekki og vonar- neista og hvorugt verður rifið niður núna, janvel þó svo sumar okkar muni enda í fangelsi. Við sitjum ekki inni fyrir þá sök að hafa unnið gegn friði í Austur-Þýskalandi heldur vegna þess að við höfum starfað í þágu friðarins þar. Það er ekki hægt að loka alla inni í fangelsum. E.t.v. verður bannað að konur geti safnast saman í hópa til að tala saman og leita ráöa hver hjá annarri en banni þeir fimm hundruð konum að tala saman, munu miklu fleiri finna ieiðir til að halda baráttu okkar á lofti.” (Spare Rib hvetur í frétt sinni allar konur til að skrifa austur-þýskum yfirvöld- um og skýra þeim frá því að þær Bárbel og Ulrika berjist fyrir sama málstað og konur um allan heim og fara fram á að þeim verði sleppt úr haldi. Spare Rib gefur heimilis- fang austur-þýska sendiráðsins i London, við á íslandi gætum einfaldlega skrifað því í Reykjavík.). KÍNA Kínverskur kvensjúkdómalæknir og kona að auki, gat ekki orða bundist á þingi kollega sinna, sem haldið var í Þýskalandi nýlega: „Undarlegt að á þessu sviði lækn- isfræðinnar skuli karlmenn vera í meiri- hluta hér á Vesturlöndum, þessu er heldur betur öðru vísi háttað í Kína. Kvensjúk- dómar og fæðingalækningar eru kvenna- fög þar eystra og það er aðeins á allra síð- ustu árum, sem einn og einn karl hefur slæðst inn í þessar sérgreinar. Þeir eiga þó erfitt uppdráttar, því konurnar vilja helst ekki fara til annarra en kynsystra sinna, þegar eitthvað bjátar á i þessum efnum.” LONDON Loksins hillir undir áreiðanlega getnað- arvörn, sem ekki byggist á aðskotahlutum eins og lykkjunni eða breytingum á hor- mónajafnvægi líkamans eins og pillan. Lengi hefur verið vitað að egglosi fylgja breytingar á líkamshitastigi. Gallinn er sá, ætli konur að treysta á þessa náttúruað- ferð sem getnaðarvörn, að hitabreytingar koma þegar egglos hefur átt sér stað. Þessiaðferð, þ.e.aðbúasértil hitakort yfir mánaöartímabil og reikna síðan út eftir því hvenær egglos verður, er hvergi nærri örugg og krefst talsverðs sjálfsaga. En nú hillir sem sé undir nýjaog einfalda náttúru- aðferð. í rannsóknarstofnun Boots-Celltech lyfjaverksmiðjanna í London er verið aö vinna að því að undirbúa einfalt tæki til nota fyrir konur, tæki sem segir fyrir um egglos með viku fyrirvara. Tæki þetta verður afar einfalt í notkun, smábox og í því spjald sem skiptir lit sé því difið í þvagprufu og litur spjaldsins gefur til kynna hvort von sé á egglosi eða ekki, — sem sagt jafn einfalt í notkun og þungunar- prófið, sem margar konur þekkja. Enn er þetta ágæta tæki ekki markaðs- hæft, en áfram er unnið að því að einfalda það í notkun svo „hvaða kona sem er geti notað það”, eins og þeir segja í tímaritinu The Economist en þaðan er þessi frétt fengin. Áætlað er að boxið góða komi á markað- inn innan tveggja ára. Rannsóknarmenn þeir, er að þessu vinna, telja þessa aðferð fullkomlega örugga, en leggja á það áherslu að hún vari konur aðeins við því hvenær frjógvun geti átt sér stað, síðan sé það notenda að hafa hemil á losta sínum. ÞÝSKALAND „Frítt i leigubílafyrir konur um nætur” er krafa kvennasamtaka í Vestur-Berlín. Að baki kröfunni liggur sú staðreynd að kon- um er ekki óhætt að fara ferða sinna að næturlagi í borginni; nauðgunum og morðum á konum fer þar óðum fjölgandi. Samkvæmt reglugerð um almennings- þjónustu í Berlín, er borginni skylt að kosta leigubíla undir þá, sem ekki geta nýtt sér þjónustu almenningsvagna, t.d. lamaða og fatlaða. Hið sama virðist gilda um kon- ur, þ.e. þeim er ómögulegt aö fara í strætó eða í lestir eftir sólsetur vegna hættu á árásum. Græningjar í borgarstjórn Berlín- ar hafa gert tillögu um ókeypis leigubíla fyrir konur og er málið til afgreiðslu þar um þessar mundir. (Þetta leiðir auðvitað hug- ann að tillögum Kvennaframboðsins um næturakstur strætó vegna ofbeldis gegn unglingsstúlkum í Reykjavík. Þær voru öllu hógværari í borgarstjórn hér en fengu litlu framgengt. Hvað skyldu þeir hafa sagt ef farið hefði verið fram á leigubílaakstur á kostnað borgarinnar? Þess má svo geta i þessu sambandi, að borgarstjórn sam- þykkti nýlega að hefja tilraunaakstur strætó til og frá Loftleiðahótelinu, væntan- lega fyrir ferðamennina. Þá var nú ekki verið að horfa í „gífurlegan” kostnað- inn. . .!). 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.