Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 23
KONUR Á VINNUMARKAÐNUM
Ég hóf nám í Sjúkraliðaskóla íslands
veturinn 76—’77 en fyrri menntun mín og
störf voru metin 68 punktar, þannig að ég
lauk sjúkraliðanáminu á um einu ári.
} dag þurfa konur að hafa lokið 2ja ára
námi á hjúkrunarbraut og svo rúmu ári í
Sjúkraliðaskólanum til að öðlast full rétt-
|udi sem sjúkraliðar. En Sjúkraliðaskólinn
. fur í samvinnu við Námsflokka Reykja-
víkurborgar boðið upp á 2ja ára nám þar til
undirbúnings. Jafnframt er Sjúkraliðaskól-
'nn eina stofnunin á þessu sviði sem metur
úsmóðurstarfið til launaflokka.
Aður hafði ég unnið alhliða störf á
®imavistarskóla og í verslun en fann svo
varð að verða mér úti um einhverja
n9menntun til að komast út á vinnumark-
'nn. Ég hafði ekki komið inná sjúkrahús
®ma sem gestur þegar ég fór að vinna
r sem sjúkraliði en starfið höfðaði til mín.
9 hafði áhuga á að vinna með fólk en ekki
auða hluti. Það fann ég best á meðan ég
Va^ í verslun.
Starfið sjálft er yndislegt en starfsmatið
murlegt. Karlmenn hafa heldur ekki lað-
st Því sjálfsagt launanna vegna.
Sjúkraliðastarfiö er vaktavinna sem á
vel við mig persónulega, þó það fari ekki
vel með heilsuna. Vinnuvikan er 40 tímar
og síðan bætast við aukavaktir. Að jafnaði
hef ég unnið 50% yfirvinnu sl. 3 ár eða um
60-70 tíma á viku til að láta enda ná sam-
an. Ég er fráskilin og á uppkomna dóttur
og er að reyna að vera sjálfstæð og ábyrg
manneskja. Að ætla svo að framkvæma
eitthvað eins og að kaupa sér íbúð kallar á
tvöfalda vinnu. Launin eru það lág. En svo
má líka segja að ég hef getað unnið svona
mikið af því ég er ein.
Sjúkraliðastarfið er fólgið í allri almennri
hjúkrun og að vera tengiliður sjúklingsins
við hjúkrunarfræðinga og lækna. Þegar
viðkomandi manneskja getur ekki sinnt
sínum þörfum sjálf tökum við við. I þessu
starfi er engin ein vakt eins. Þarfir sjúkling-
anna eru svo misjafnar og hjúkrunin fer
eftir ástandi sjúklingsins hverju sinni og
hvort hann er fær um að hjálpa sér eitt-
hvað sjálfur eða ekkert. Þar taka sjúkralið-
ar við tímabundið. Við hver vaktaskipti er
gefin skýrsla svo næsta vakt viti hvað hafi
gerst með sjúklingana síðustu 16 tímana
og framhaldsmeðferð geti haldið áfram.
Því þetta er hópvinna sjúkraliða, hjúkrun-
arfræðinga og lækna og það verða að
vera jákvæð og góð tengsl þar á milli. En
það er auðvitað fyrst og fremst sjúklingur-
inn sem er persónan sem allt snýst um.
Sjúkraliðastarfið er mjög tilbreytingaríkt
og fyrir mig er mjög gott að hafa það á til-
finningunni að geta skiptu um hjúkrun þ.e.
flutt mig á milli deilda, því hjúkrun er svo
margskonar t.d. geðhjúkrun, öldrunar-
hjúkrun eða handlæknishjúkrun.
Nú virðast vera að opnast möguleikar á
framhaldsmenntun fyrir sjúkraliða sem
stéttin hefur mikinn áhuga á.
En þetta er mjög hefðbundið kvenna-
starf, því það hefur jú verið viðtekið að það
er konan sem á að bera umhyggju fyrir
heilsu barna, gamalmenna og fólki yfir-
leitt. Maður hefur það á tilfinningunni að
konur eigi að gera þetta án launa eins og
húsmóðirin heima hjá sér annast börn sin
og maka launalaust. Sjúkraliðar eru starfs-
menn ríkis og borgar og er litið á þau sem
fórnarstörf sem en ekki störf sem konur
eigi að þiggja laun fyrir.
23