Vera - 01.04.1984, Page 30

Vera - 01.04.1984, Page 30
I VOGARSKALUM RÉTTLÆTISINS Gluggað í lögfræðilegt mat á konum Varla á flæðiskeri stödd svona bráðfalleg! Karl og kona hefja sambúð eftir árs við- kynningu. Þau eignast barn saman. Bæði vinna utan heimilis, hún fyrir kvennalaun- um, hann fyrir karlalaunum. Eftir þriggja ára sambúð slitnar upp úr sambandinu. Konan gerir til þess kröfur fyrir dómstól- um, að „(karlinn) greiði henni fyrir vinnu- framlag hennar á heimili þeirra og beri þá að hafa í huga fjárframlög hennar til heim- ilishaldsins, framfærslu dóttur þeirra og þá aðstoð, er hún veitti honum við að eign- ast íbúð og nýja bifreið og að auki viður- kennda skuld”. Ágreiningsefnið kom þris- var fyrir bæjarþing Reykjavíkur en endan- lega voru konunni dæmdar kröfurnar og staðfesti Hæstiréttur þann dóm. í rauninni eru málskjöllin þess virði að birta þau í heilu lagi hér, svo fróðleg sem þau eru leik- mönnum en við látum okkur nægja þessi orð, sem eru lögmanns stefnanda (karls- ins) og rökin gegn því að honum verði gert að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni peningana: „Ekki virðist endilega haft hjónaband fyrir augum (þ.e. við upphaf sambúðarinn- ar). Um ástarsamband aðila, á þessum tíma, liggur ekkert fyrir og engin heimild til að ganga út frá einu eða neinu í þeim efn- um. Enda var sambúðin af öðrum toga - spunnin, sem nú skal greint. Það er vita- skuld, að hugtakið sambúð hefur margar merkingar, mörg tilbrigði, þó ekki falli und- ir þá skilgreiningu, sem hér á við, í sam- bandi við fjárgreiðslu eða bætur. í því til- viki, sem hér liggur fyrir, var einungis um að ræða matarfélag, eins konar heima- vistarsamning, annað ekki. Þykiröðrum málsaðila sem á sig halli, hefir hann sönnunarbyrðina, enda var stefnanda innan handar að afla sér sannanir, ef um slíkt hefði verið að ræða. Ég mótmæli því afdráttarlaust — sem röngu og allsendis ósönnuðu, að stefndi (hann) skuldi stefn- anda (henni) neitt frá þessum viðskiptum” nema skuldina sem viðurkennd var og upphæðin tilgreind. Síðar í álitsgerð lögmannsins: „vita- skuld verður að gera allnokkrar kröfur eða skilyrði þess, að fjárgreiðslur komi til greina. Sambúðin þarf að hafa verið blí- vanleg, reiknað með henni til frambúðar. Mynd Rebecca Horn ÞAÐ ER EKKI nægilegt, þóttfólktaki sam- an um stundarsakir, svo sem til að geta gefið barni, sem komið er af stað (utan sambúðar) betri þjóöfélagslegan status, að því er fólkinu finnst. Sambúðin þarf að hafa varað svo lengi, að gengið verði út frá, að hlutaðeigandi hafi, ef svo má segja, misst af strætisvagni í lífinu, giftingarlega og/eða atvinnulega, svo sem vegna ald- urs, heilsufars o.s.frv.” og síðan: „Það er staðreynd í málinu, viðurkennd eða ómót- mælt, að stefnandi (hún), rýfur sambúð- ina, flytur burt að eigin frumkvæði og án nægilegs tilefnis og tekur síðan upp sam- búð með öðrum manni.” — „Hitt er svo kannsi ekki málsatriði, en má gjarnan koma fram, að því fer fjarri, að stefnandi (hún) hafi farið illa út úr þessum málum, eða sé á nokkurn hátt á flæðiskeri stödd, hún er á besta aldri, hraust og vel á sig komin á allan hátt, bráðfalleg kona, vel menntuð, og góða atvinnumöguleika - enda í fastri tiltölulega vel launaðri stöðu og svo framvegis. Sambúðarslitin hafa því ekki valdið henni röskun á stöðu og hög- um.” Sjá Hæstaréttardóma 1982, bls. 1121/ 1122. Þegjandi húsmóður er best að lifa! Kona nokkur lenti í bílslysi og varð fyrir töluverðum meislum. Náði hún sér eftir þau að hluta en að hluta ekki því að mati lækna var um aö ræða varanlega örorku sem nam 5%, eða eins og segir í greinar- gerð: „Byggist varanleg örorka á radd- breytingu, sem veldur henni stöðugum óþægindum’’. Höfðað var skaðabótamál á hendur bílstjóranum, sem slysinu olli og tryggingarfélagi hans og féll dómur, kon- unni í hag, sem síðan var áfrýjað til Hæsta- réttar, sem staðfesti úrskurö bæjarþings. Lögmaður stefndu hafði m.a. þetta að segja til stuðnings því að um engar bætur skyldi vera að ræða: „Mat á örorku hljóti að verða að byggj- ast á mati á því, hvað starfsorka hafi skerst eða hvort meisli séu fallin til þess að skerða starfsorku. Þess vegna sé víst, að hér sé ekki um neina örorku að ræða í rétt- um skilningi orðsins, þar sem starfsorka stefnanda (konunnar) hafi í engu skerst, né heldur sé þreytan í hálsi stefnanda til þess fallin að skerða starfsorku hennar. Stefnandi sé húsmóðir á litlu heimili og hæfni hennar til húsmóðurstarfa tengist á engan hátt rödd hennar. Færa megi rök fyrir hinu gagnstæða, að þá gangi slík störf best, þegar húsmóðir tali fæst.” - (Undirstrikun Veru). í niðurstöðu dómsins eru þessi rök þó hrakin á svofelldan hátt: „Ekki verður fallist á það, að stefnandi geti sjálf haldið óþægindum af slysinu í skefjum með því að tala minna og að þá gangi húsmóðurstörfin einnig best. Beit- ing raddarinnar er slíkt grundvallaratriði í húsmóðurstörfum, að fallast ber á mat læknis, að stefnandi hafi hlotið varanlega örorku vegna þessara óþæginda, en um tímabundna örorku er ekki deilt.” (Hæstaréttardómur, 1. mars 1983.). 30

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.