Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 6

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 6
8. MARS ALÞJÓÐLEGUR 1 Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars s.l., efndu konur til mót- mælagöngu og aðgerða í kjölfar þeirra. Söfnuðust konur saman á Hallærisplaninu kl. 17.00 með kröfuspjöld og borða þar sem bent var á það launamisrétti sem kon- ur búa við. Gengu konur síðan fylktu liði, við taktfastan undirleik á potta og pönnur, út Aðalstræti, framhjá Alþingishúsinu, út Pósthússtræti og niður á Lækjartorg. Var gerður stuttur stans fyrir framan Alþingis- húsið, raustin brýnd og þingmenn leiddir í allan sannleik um vilja kvenna í kjaramál- um. Þegar komið var niður á Lækjartorg tók hópur kvenna sig til og fór inn i matvöru- verslun til aö kaupa það sem til þarf í grjónavellinginn sem Steingrími finnst svo góður. Þegar konurnar áttu að greiða fyrir vörurnar neituöu þær að greiöa nema 2/3 af verði þeirra, enda eðlilegt þar sem kon- ur hafa að meðaltali aðeins 2/3 af launum karla. Þær buðust sem sagt til aö greiða sinn hlut en ekkert umfram það. Til að út- skýra sinn málstað dreifðu þær dreifiriti inni í versluninni og til vegfarenda fyrir ut- an þar sem segir m.a.: ,,Á undanförnum árum hafa konur ítrek- að bent á það misrétti sem hér ríkir á kjör- um karla og kvenna. — Viö höfum gert Kröfur um úrbætur en án árangurs. — Við höfum bent á, að réttindamál kvenna standa verr en karla. — Við höfum bent á, að félagsleg staða kvenna er lakari en karla. — Við höfum bent á launamisréttið og þá staðreynd að konur bera að meðaltali aðeins 2/3 af launum karla úr býtum fyrir vinnu sína. Þetta þýðir t.d. að unn- in ársverk karla skiluðu þeim 5.666 kr. hærri mánaðarlaunum árið 1982 en unnin ársverk kvenna. 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.