Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 29

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 29
mmmmm 'Sp^:-ss [—!^n'S- ‘ N°r«firði I934) '"""— rnöguleikaropnuöust meötilkomugetnaö- arvarna, en enn þann dag í dag má spyrja hvort getnaðarvarnir hafi ekki reynst körl- um drjúgt vopn þótt ávinningar kvenna séu miklir? Fóstureyöingar á dagskrá Fyrri heimstyrjöldin setti strik í barna- reikninginn eins og svo marga aðra, en segja má aö í þann mund sem hún skall á hafi getnaðarvarnir veriö mjög almennar, an viöhorfin gagnvart þeim blendin. Eftir aö styrjöldinni lauk skipuðust veöur í lofti, smám saman fengu getnaöarvarnir viður- kenningu og umræðan beindist aðallega að fóstureyðingum. Byltingin í Rússlandi °9 hin róttæka félagsmálalöggjöf sem þar var sett hafði töluverð áhrif á viðhorf fólks annars staðar. (Sovétríkjunum voru leyfð- ar fóstureyðingar, hjónaskilnaðir voru auðveldaðir, barnaheimili og félagsleg Þjónusta af ýmsu tagi átti að létta alda- gömlu oki og kúgun af konum. Þeir sem börðust fyrir breyttum viðhorfum í Evrópu horfðu mjög í austurátt, en í Sovét höfðu lögin miður heppilegar afleiðingar í för með sér. Sagnfræðingurinn Bernice Glatzer Rosenthal telur að rússneskar kon- ur og samfélagið í heild hafi alls ekki verið undir þessi lög búin, þau hafi oft haft þver- öfug áhrif og komið illa niður á konum. í borgarastyrjöldinni myndaðist upplausn, karlar hlupu að heiman, kröfur um frjálsar ástir á ábyrgð kvenna (ef þær neituðu voru Þær sakaðar um smáborgaraskap) gerðu u^örgum konum erfitt fyrir, fóstureyðingar voru notaðar sem getnaðarvörn sem var Þó alls ekki ætlunin (dæmi um það hvernig !ög geta virkað í þveröfuga átt þótt hugs- unin hafi verið góð). Fram til 1936 geisuðu miklar umræður um slökun á fóstureyðingalöggjöfum, við- horf lækna breyttust verulega og þeir tóku virkan þátt í fræðslu og umræðu. Sum staðar var lögum breytt þ.e.a.s. það var ekki lengur glæpur að framkvæma fóstur- eyðingu ef mikið lá við, t.d. var sett mjög frjálslynd löggjöf í spánska lýðveldinu sem varð þó að engu við valdatöku fasista- stjórnar Francós. Hér á landi voru sam- Þykkt lög um þungunarvarnir og fóstur- eyðingar 1935 sem skylduðu lækna til að fræða fólk um getnaðarvarnir, en þau verkuðu þannig að verulega dró úr fóstur- eyðingum! 1936 snéri Stalín .og hans kompaní viö blaðinu í Sovét og bannaði fóstureyðingar nema líf lægi við, og þá 9erðu kommúnistaflokkar i Evrópu það sama og hættu að berjast fyrir breyttum 'ógum. >>The baby boom” Eftir síðari heimstyrjöldina var rekinn ^ikill áróður fyrir barneignum, konur voru reknar heim í eldhúsin og að vöggunum ^heð þeim árangri að til varð það fyrirbæri Sern kallað er ,,the baby boom” (barn- ei9nasprengjan). Fæðingum stórfjölgaði la nt * Evrópu, Bandaríkjunum sem hér á landi, en síðan fór þeim aftur að fækka og konur enn á ný að færa fót út fyrir þröskuldinn. Um 1960 leit svo hin um- deilda pilla, — auðveld í notkun en með aukaverkanir, dagsins Ijós ásamt lykkj- unni o.fl. Nýjar getnaðarvarnir hafa haft gífurleg áhrif (enn ókönnuð) bæði á fjölda fæðinga og ekki síður á líf kvenna. Frá þeim tíma hefur fæðingartíðni kvenna þ.e. hvað kon- ur fæða mörg börn að meðaltali farið stöð- ugt lækkandi, fjölskyldur verða minni og minni. Margt veldur, en þeir sálmar verða að bíða. Hvort sú þróun heldur áfram veit enginn, ekki verður beinlínis sagt að ver- öldin brosi við börnum um þessar mundir. Eitt skulum við þó hafa í huga. Sá réttur sem við höfum til að ráða yfir eigin líkama er ekki ýkja gamall. Sagan margsannar að auðvelt er að snúa blaðinu við. Lög hafa verið sett sem ýmist leyfa eða banna fóst- ureyðingar, konum er ýmist gert erfitt eða auðvelt fyrir með efnahagslegum ráðstöf- unum, að vera úti á vinnumarkaðnum. Konur eru ýmist hvattar eða lattar til barn- eigna. Þá má deila um það hvað getnaðar- varnir hafi fært konum og hvort þær séu nógu góðar, en á meðan við ráðum því sjálfar hvort við eigum börn eða ekki erum við á réttri braut og þann rétt skulum við verja. Kristín Ástgeirsdóttir 29

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.