Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 17

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 17
VINNUUMHVERFI OG Það er vitað mál að vinnuumhverfi ræður miklu um hvernig starfsmönnum líður á vinnustað. Þar hafa margt að segja húsgögn, vinnustellingar, vinnurými, andrúmsloft, hiti, raki, hávaði, titring- ur og svo mætti lengi telja. Athygli manna hefur æ •ueir beinst að bættu vinnuumhverfi. Þegar ger- bylting á borð við tölvubyltinguna verður í at- vinnuháttum er eðlilegt að augu manna beinist að því vinnuumhverfi sem hin nýja tækni skapar. Ljóst er að með tilkomu tölva munu mörg erfið og sóðaleg störf hverfa og þar með störf þar sem vinnuumhverfið er slæmt, mikil mengun, mikið líkamlegt álag. En jafnframt koma ný eða breytt störf þar sem setið er fyrir framan tölvuskjá meira eöa minna allan daginn. Mi'/t i Vinnuaöstaöa konu á skrifstofu áriö 1892 Vinna við tölvuskjái er oft mjög einhæf og krefst mikillar einbeit- 'ngar. Mjög mikilvægt er því aö vandað sé til allrar vinnuaðstöðu. Hér skulu nefnd nokkur atriði: Stólar þurfa að vera þægilegir og stillanlegir svo að setið sé rétt við vinnuna. Vinnurými þaf að vera rumt og hæfa því verkefni sem unnið er við. Lýsingu þarf mjög að vanda, almenn lýsing þarf aö vera dempuð en nota þarf sérlýs- !n?u á handrit og lyklaborð. Gæta þarf þess að Ijós speglist ekki 1 jölvuskjánum og því þarf m.a. að passa uppá að dagsbirta frá 9luggum komi á hlið við tölvuskjáinn. Einnig má nefna að mjög jos og skær föt geta speglast í skján um og því rétt að velja klæðn- aö með tilliti til þess. Skjár og lyklaborð eiga að vera aðskilin og *skilegt er að hægt sé að stilla hæð skjásins, snúa honum og alla. Texti á skjánum þarf að vera skýr og myndin má alls ekki °kta. Einnig þarf hæð og halli lyklaborðsins að vera rétt þannig a° ásláttur sé sem áreynsluminnstur. TOLVTJR Álag á augu Vinna við tölvuskjá gerir miklar kröfur til augans. Augun þurfa að laga sig að mismunandi fjarlægðum og Ijóma frá hlutum í um- hverfinu. T.d. er handritið sem lesið er af mun Ijósara en skjárinn og fjarlægð frá auga til handrits er önnur en fjarlægðin frá auga til skjás. Af þessum sökum þykir ráðlegt að fólk sem vinnur við tölvuskjái fari á hverju ári í sjónpróf, þar sem tekiö er mið af þvi að unnið er við tölvuskjá. Er þetta þeim mun mikilvægara eftir því sem fólk er eldra. Þurfi sá er vinnur við tölvuskjá á gleraugum að halda duga ekki venjuleg lesgleraugu heldur þarf að nota gler- augu sem eru sérstaklega gerð fyrir þær fjarlægðir sem vinnan krefst. Fólk sem notar linsur þarf í mörgum tilfellum einnig að nota hjálpargleraugu. Erlendis t.d. í Kanada og í Svíþjóð hafa komið fram tillögur um aö vinnuveitandi leggi starfsmanni til þessi sér- stöku gleraugu ef hann þarfnast þeirra. Reglugerö — hvíld Vegna þess hve vinna við tölvuskjái er einhæf og krefjandi er mælt með að reynt sé eftir föngum að tengja vinnuna öðrum störf- um þannig að hægt sé að skipta um störf. Jafnframt eru víða regl- ur um að fólk sem vinnur við tölvuskjái fái reglulega hvíld og einn- ig hafa komiö fram tillögur m.a. í Kanada um að ekki skuli unnið við tölvuskjái lengur en fimm klukkustundir á dag. Þó hefur þótt ástæða til þess að benda á að regluleg hvíld kemur ekki í staðinn fyrir góðan aðbúnað við tölvuvinnu og öfugt. Fósturlát og fósturskemmdir Á síðustu árum hafa birst skýrslur þar sem þvi er haldið fram að samband sé á milli vinnu við tölvuskjái og fósturláts og fóstur- skemmda og eru ástæður þess taldar vera útgeislun frá tölvu- skjánum. Skýrslur þessar hafa að vonum vakið athygli og hafa mörg verkalýðsfélög erlendis beint þeim tilmælum til ófrískra kvenna að forðast vinnu við tölvuskjái. Einnig hafa víða verið sett- ar fram kröfur um að ófrískar konur eigi rétt á að vera færðar til í starfi þannig að þær þurfi ekki að taka þá hugsanlegu áhættu sem fylgir þessari vinnu. Þrátt fyrir þessar skýrslur hefur vísindamönnum ekki tekist að mæla eða sýna fram á neina geislun frá tölvuskjám, sem hugsan- legageti valdið skemmdum áfóstri. Nú munu vera í gangi erlend- is nokkuð víðtækar rannsóknir á þessu sviði en þar mun þekking- arskortur á orsökum fósturskaða og fósturláta vera vísindamönn- um fjötur um fót. Hér verða konur að krefjast þess að lögð verði mikil áhersla á að þessarar þekkingar verði aflað, en jafnframt að hún verði notuð af sanngirni og skynsemi. Hér er um að ræða ákaflega viðkvæmt þekkingarsvið, sem undir engum kringum- stæðum má misnota. Upplýsingabæklingur Hér skal að lokum bent á að Vinnueftirlit ríkisins mun vera með í sniðum bækling til leiðbeiningar um vinnuaðstöðu og vinnu- tækni við tölvur og mun hann vera væntanlegur fljótlega. SFI 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.