Vera - 01.04.1984, Qupperneq 35

Vera - 01.04.1984, Qupperneq 35
Við hugsum... í gegnum mœður okkar Sérherbergi eftir Virginiu Woolf. Útgefandi: Svart á hvítu 1983. Þýðandi: Helga Kress. Virginia Woolf segir að það sem fái góða bók til að lifa af sé heiðarleikinn. Það sem einkenni hana sé að hún framkalli og geri sýnilega þá óljósu mynd sem blundar í huga lesandans. Og hún lýsir þeirri tilfinn- 'hgu sem grípur lesandann þegar þetta 9®rist. „Þegar maður framkallar hana Þannig og sér hana lifna hrópar maður í hrifningu: En þetta er það sem mér hefur alltaf fundist, alltaf vitað og alltaf þráð! Og Það sýður upp úr af æsingu og maður lok- ar bókinni með lotningu eins og hún væri 6itthvaö mjög dýrmætt, hjálparhella sem haegt er að leita til svo lengi sem maður lif- lr- • ■” (bls. 102) Nákvæmlega svona varð mér innan- brjóst þegar ég las Sérherbergi. Það var h16!" bæði sterk og skemmtileg upplifun að esa hana. Þess vegna var ég líka meira en ús að skrifa um hana í VERU. En ég hefði ^snnski betur látið það ógert. Þegar til kastanna kom fannst mér allar mínar setn- Jhgar svo fáfengilegar og að ég gæti í 6sta falli varpað óljósri skuggamynd af úkinni á þessi blöð. En ég get þó hvatt ykkur til að lesa hana og lofað ykkur því að þið verðið ekki sviknar. Vitsmunalegt frelsi Sérherbergi er ritgerð sem var upphaf- lega samin sem fyrirlestrar sem Viginia Woolf hélt við tvo breska kvennaháskóla haustið 1928. Efni fyrirlestranna var ,,kon- ur og skáldsögur” en Virginia leitar víða fanga til að komast að kjarna þess máls. Hún skiptir bókinni í sex kafla. Kaflarnir hafa enga yfirskrift en í rauninni má segja að fyrsti kafli fjalli um fátækt kvenna, ann- ar kafli um karlaveldið, sá þriðji um lífsskil- yrði kvenna, fjórði um konurog skáldskap- arhefðina, fimmti um það hvernig konur skrifa og í þeim sjötta og síðasta dregur hún saman niðurstöður sínar um konur og skáldsögur, sem eru eitthvað á þessa leið: „Vitsmunalegt frelsi er háð efnislegum hlutum. Skáldskapur er háður vitsmuna- legu frelsi. Og konur hafa alltaf verið fá- tækar, ekki bara í tvö hundruð ár, heldur frá fyrstu tíð. Konur hafa búið við minna vitsmunalegt frelsi en synir þrælanna í Aþenu. Konur hafa sem sagt ekki haft möguleika á við hund til að semja bók- menntir.” (149-150) Og í framhaldi af þessu kemst hún að þeirri niðurstöðu að það sé nauðsynlegt fyrir konur samtíðar- innar og framtíðarinnar að vera fjárhags- lega sjálfstæðar og hafa sérherbergi, þar sem þær geti dregið sig í hlé frá daglegu amstri heimilanna, ef þær eiga að geta skapað bókmenntir. Kvennamenningin Með miklum rétti má segja að Virginia byggi á hugmyndafræði kvennamenning- arinnar. Hún segir t.d. „að við hugsum til baka í gegnum mæður okkar ef við erum konur.” (106). Hún leggur áherslu á að gildismat, viðhorf, sjónarhorn, tungutak og stílbrögð kvenna sé öðruvísi en karla. Konur verði að finna sér eðlilegan farveg fyrir þetta í bókmenntunum og það sé til- gangslaust að leita sér hjálpar hjá miklum karlrithöfundum. Konur geti í besta falli lært af þeim einstök brögð og lagað þau að sínum notum. Setningar karla og viðhorf séu klunnaleg vopn í höndum kvenna sem þær hljóti að hrasa með. En það er ýmsum erfiðleikum bundið fyrir konur að hugsa til baka í gegnum mæður sínar, sérstaklega þar sem við vit- um ekki hvað formæður okkar hugsuðu. Þó fortíð kvenna sé jaf n löng og karla þá er hún falin af sagnariturum allra tima. Þeir hafa aldrei hirt um að halda henni til haga eða skrá hana á spjöld sögunnar. Mikið 35

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.