Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 12
Brot úr erindinu sem Lilja Ólafsdóttir hélt á
ráðstef nu Jaf nréttisráðs og Skýrslutæknifélags
íslands.
Eitt aöaleinkenni vinnumarkaðarins í öllum iðnvæddum
löndum er kyngreining starfa. Karlar og konur skiptast að
mestu leyti í aðskilda hópa og samkeppni á milli þessara
tveggja arma er oft mjög lítil. Oft er einnig talað um skiptingu
vinnumarkaðarins í hálauna- og láglaunasvið.
Hálaunahlutinn
Góðir tekjumöguleikar
Tilfærslur í störfum upp á við
Áhrif á eigið starfssvið
Áhrif á umhverfið
Ákvarðanataka
Láglaunahlutinn
Lág laun
Litið svigrúm að „vinna sig upp”
Áhrif á starf og umhverfi lítil
Störf oft ótrygg
Það fer víst ekki fram hjá neinum í hvorum þessara hópa
konur eru fjölmennari. Ef einhver er samt í vafa nægir að
minna á nýjustu kannanir hérlendis sem sýna að laun kvenna
á besta vinnualdri eru sambærileg við unglingsstráka og karla
á ellilífeyrisaldri. Því er haldið fast fram að það séu einmitt
störfin sem falla undir láglaunaskilgreininguna sem fyrst
veröa fyrir áhrifum tölvuvæðingarinnar. Þaö er því fólkið sem
vinnur þau störf sem fyrst og fremst missir vinnu sína og það
hefur jafnframt minni möguleika til tilfærslu.
Það er til
leið út
úr ógöngunum
„E.t.v. er ástæða til bjartsýni, þetta er jú ekki
fyrsta tæknibylting mannkynssögunnar og hinar
hafa ekki gert út af við samfélögin. En óneitanlega
hafa tæknibyltingar komið niður á miklum fjölda
manna um stundarsakir, þótt hingað til hafi þegar
til lengdar lét, skapast fleiri störf og nýjar starfs-
greinar og þannig komist á jafnvægi á nýjan leik.”
Þetta sagði Lilja Ólafsdóttir m.a. á ráðstefnu
Skýrslutæknifélags íslands og Jafnréttisráðs um
„áhrif tæknibyltinga á atvinnulífið með tilliti til
jafnréttis kynjanna.” Lilja er deildarstjóri þjón-
ustudeildar Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkur-
borgar. Hún var fús til að rabba við VERU um
„tölvubyltinguna”.
ÞRÓUNIN
— Hvenær fór tölvubyltingin að hafa veruleg áhrif á störf
manna?
Það má segja aö það hafi byrjað fyrir svona 10 árum, en nýrri
tækni hefur þó miklu lengur verið tekið hér með fögnuði. Allt frá
stríðsbyrjun hefur veriö mikla vinnu að hafa og oft verið meira
framboð af vinnu en fólki, það hefur því þótt gott að fá tækni í stað
fólks.
Lengi vel hefur þetta ekki komiö niður á fjölda starfsfólks t.d. á
skrifstofum. Það hefur alltaf verið nóg af öðrum verkefnum. S.l.
10 ár hefur þó verið fækkun á starfsfólki á stórum skrifstofum, en
ekki þeim litlu því þar hafa ekki verið peningar til að koma upp
hugbúnaði og tölvum. Þetta er aö breytast. Það hefur ekki verið
mikið um uppsagnir á þeim stöðum sem ég þekki til heldur hefur
ekki verið ráðið í þær stöður sem hafa losnað.
— Er til nóg af fólki sem kann til verka þegar tölvur eru
annars vegar?
Þvi miöur vantar vel menntað fólk í þessum fræðum, en mennt-
unarleiðin er aðallega í gegnum tölvunarfræðina við Háskóla ís-
lands. Þar er þó aðaláherslan lögð á stærðfræöi en minna á
skipulagningar- og stjórnunarþáttinn.
— Hvaö meö tölvunámskeið?
Með því að fara á tölvunámskeið kíkir fólk inn um skráagatið á
tölvuheiminum, sem er ágætt, en það er erfitt að finna námskeið
12