Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 19

Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 19
ÁFALL fyrirjafn- réttisbaráttu kvenna Guðrún Jónsdóttir, sem verið hefur for- stöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur í 5 ár, lét af störfum þann 1. apríl s.l. Eins og við var að búast mun karlmaður taka við starfi hennar. Þar með hefur konum, sem eru forstöðumenn stofnana borgarinnar, fækkað úr þremur í tvær. Lengi getur vont versnað. Ljóst er að Guðrún hafði áhuga á að gegna þessari stöðu áfram en forysta Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn, með Davíð Oddsson fremstan í flokki, lagði allt kapp á að losna við hana. Astæðan er einfaldlega sú að Guðrún tekur fagleg sjónarmið fram yfir „pólitíska leið- sögn” borgarstjóra ískipulagsmálum. Borgarstjóri virð- ist þeirrar skoðunar að embættismenn séu best geymd- ir í hans vasa og þeir sem afþakka vistina verða að víkja. Skúlagötumálið aðdragandinn Flestum er eflaust í Ijósu minni tillaga Sjálfstæðis- flokksins að aðalskipulagi Skuggahverfis. Tillaga sem gekk út á það að stórfyrirtæki við Skúlagötu fengju að byggja háhýsi á lóðum sínum, án tillits til þeirrar byggö- ar sem fyrir er í Skuggahverfi. Var óskum og mótmæl- um íbúanna í engu sinnt. Borgarskipulag Reykjavíkur varaði við þessum fyrirætlunum og lagði fram tillögu um hvernig standa mætti að aukinni íbúðabyggð í hverfinu, án þess að gæði umhverfisins yrðu fyrir borð borin. Ekki líkaði borgarstjóra þessi afstaða og segir í opinberu bréfi til formanns skipulagsnefndar að stofnunin og starfsmenn hennar hafi tekið „eindregna hlutdræga af- stöðu í málinu, sem lengra gekk en innan embættis- skyldu þeirra rúmaðist.” Með þessum orðum er mjög ómaklega vegið að starfsfólki Borgarskipulags, og þá sérstaklega Guð- rúnu Jónsdóttur þar sem þau voru einungis að vinna verk sem þeim var falið af skipulagsnefnd Reykjavíkur, en sú nefnd er jafnframt stjórn Borgarskipulags. Með réttu hefði borgarstjóri því átt að skamma sína flokks- menn í skipulagsnefnd, ef einhver átti skammir skildar. í bréfi borgarstjóra kemur einnig fram mjög undarleg- ur skilningur á því í hverju embættisskylda starfsmanna borgarinnar sé fólgin. Verður ekki annað séð en að hún sé fólgin í því að segja ekki annað en pólitískur meiri- hluti borgarstjórnar vill heyra hverju sinni. Leggst lítið fyrir alla þá kappa sem fylla raðir embættismanna borg- arinnar, ef pólitískur undirlægjuháttur er þeirra hlut- skipti (sama hver er í meirihluta). Guörún Jónsdóttir telur hins vegar að hennar embætttisskylda sé að vera faglegur ráðgjafi borgaryf- irvalda í skipulagsmálum og því beri henni skylda til að segja kost og löst á hverju máli og draga ekkert undan. Þá sé síöan pólitíkusanna að taka ákvarðanir og þeim er að sjálfsögðu í sjálfsvald sett hvort þeir fara eftir hennar ráðleggingum eða ekki. Skoðanir hennar og Davíðs Oddssonar fara sem'sagt ekki saman í þessu máli og þarna stendur hnífurinn í kúnni. Eftir á að hyggja þá sýnist manni að Skúlagötumálið hafi verið aðdragandinn að því sem koma skyldi, þ.e. að nýr forstöðumaður yrði ráðinn að Borgarskipulagi Reykjavíkur. LJÓSmyndR°S"»e*urRagnars2?r Guðrún dæmd úr leik Nú er Ijóst að Guðrún Jónsdóttir sótti ekki um stöðu forstöðumanns þrátt fyrir að hún hafi lýst því yfir við borgarráð, 6 mánuðum áður, að hún óskaði eftir endur- ráðningu. En það er líka jafn Ijóst að ákveðinn hópur manna í Sjálfstæðisflokknum vann að því að dæma hana úr leik sem umsækjanda til að losna við þau póli- tísku átök sem af umsókn hennar hlytust. Það var mjög líklegt fyrirfram, og hefur nú komið í Ijós, að Guðrún Jónsdóttir yrði hæfust umsækjenda. Frammi fyrir því vildi Sjálfstæðisflokkurinn ekki standa. Með því að hafna Guðrúnu hefðu þeir gert sig seka um pólitíska stöðuveitingu og kynjamisrétti að auki. Þetta hefði kostað flokkinn mikil pólitísk átök sem eflaust hefðu dregið dilk á eftir sér langt út fyrir borgarstjórn. Það var því mjög nauðsynlegt fyrir orðspor og ásjónu Sjálfstæðisflokksins að koma í veg fyrir að Guðrún Jónsdóttir sækti um stöðuna. Annars hefðu þeir lent í vondum málum. Til að dæma Guðrúnu úr leik sem umsækjanda var henni því boðið það verkefni að deiliskipuleggja gömlu hverfin. Átti Guðrún fárra annarra kosta völ en að taka því boði þar sem vinnuskilyrði hennar sem forstöðu- manns voru orðin afleit og fátt benti til þess að hún fengi áframhaldandi ráðningu. Hún átti undir högg aö sækja hjá æðsta embættismanni borgarinnar, — borgarstjóra —, hafði ekki frið til að sinna embættisskyldu sinni án þess að sitja undir ámæli, gengið var framhjá henni í ýmsum skipulagsmálum og fagleg þekking hennar að engu höfð í öðrum. Og einsog ég hef fyrr sagt, þágetur vont lengi versnað. 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.