Vera - 01.04.1984, Blaðsíða 32
Þaö þarf svo mikla frekju til að koma sér á
framfæri.
— Nú býrö þú með manni sem er aö
fást við myndlist. Fáið þið sömu athygli
þegar fólk kemur að skoða verk ykkar?
„Þegar fólk kemur á vinnustofuna okkar
til að skoða þá vill ansi oft gleymast að
skoða mín verk. Stundum er ég einfald-
lega ekki spurð að því hvað ég sé að gera.
Ég er bara kona mannsins míns. En þetta
er kannski svolítið einkennandi fyrir Hol-
land. Fjölskyldumunstrið er svofast þar og
flestar konur eru heima að gera fallegt í
kringum sig. Enda er atvinnuleysi þar í
kringum 17%. Mér finnst þetta betra hér.
Það eru allir virkir einhvers staðar, allir að
fást við eitthvað hvort sem það eru konur
eða karlar.
— Finnst þér viðhorf Hollendinga til
fjölskyldunnar vera annað en viðhorf ís-
lendinga?
„Já, það er allt svo óskaplega planað
hjá þeim. Þeir eignast ekki börn fyrr en
þeir hafa eignast bíl og einbýlishús, helst
upp í sveit. Enda er ekki hægt að búa með
börn í Amsterdam. Það er ekkert pláss,
ekkert gras og engir leikvellir; bara götur
og bílar. Það miðast einfaldlega ekkert við
það að fólk eigi börn þar, og ef svo er þá
eru konurnar eins og í fangelsi. Það er
ekkert hægt að fara með börnin. Svo eign-
ast Hollendingur í hæsta lagi tvö börn. Ég
held ég hafi aldrei komið inn á heimili í Hol-
landi þar sem eru fleiri en tvö börn. Hol-
lendingar eru líka óskaplega hissa á þess-
um íslendingum sem þarna búa og eign-
ast börn án þess að tilveran sé öll skipu-
lögð. Ég get tekið sem dæmi að það var ís-
lensk stúlka að eignast sitt annað barn i
Amsterdam ekki alls fyrir löngu. Ljósmóð-
irin sem tók á móti barninu var í fyrsta
skipti í starfi sínu að taka á móti barni núm-
er tvö hjá konu í Amsterdam.
geg og isg
NY HANDBOK
um vinnutœkni
Best er að byrgja brunninn áöur en
barnið er dottið ofan í hann segir máltækið
og má heimfæra það upp á margt. Það
getur t.d. vel átt við þegar talað er um fyrir-
byggjandi aðgerðir gegn óþægindum og
sjúkdómum vegna vinnu. Rétt vinnutækni
er einmitt mikilvægur fyrirbyggjandi þáttur
hvað þetta varðar og þegar kemur út bók
um vinnutækni fyrir hjúkrunarfólk þykir til-
hlýðilegt að geta þess í VERU þar sem
stærstur hluti hjúkrunarfólks er konur.
„Vinnutækni fyrir hjúkrunarfólk” er eftir
sjúkraþjálfarana Guðlaugu Björgu Páls-
dótturog Þórunni Sveinsdóttur. Höfundar
ætla bókinni tvíþætt hlutverk, annars veg-
ar að vera hjálpargagn í kennslu í vinnu-
tækni fyrir þá er stunda hjúkrunarstörf og
hins vegar er hún hugsuð sem handbók á
deildum til upprifjunar. Bókin skiptist í tvo
hluta: í fyrra hlutanum er gerð grein fyrir
uppbyggingu líkamans og þar skýrð ýmis
mikilvæg atriði sem hafa þarf í huga við
vinnuna, s.s. vöðvar og vöðvaspenna,
hlutverk bláæðapumpu, fætur og réttur
skófatnaður. í fyrrihlutanum eru einnig
kynntar þær grunnhreyfingar sem öll
vinnutækni byggist á, rætt um líkamsþjálf-
un og kenndar nokkrar léttar æfingar. í síð-
ari hlutanum eru svo verklegar æfingar
þar sem hverju ákveðnu verki er lýst bæði
með mjög skýrum texta og myndum sem
sýna allar hreyfingar.
Þessi bók er athyglisvert framtak til
vinnuverndar á íslandi þar sem hér er um
að ræða fyrstu íslensku handbókina um
vinnutækni. Er vonandi að þetta sé aðeins
upphafið og að í kjölfarið fylgi fleiri upplýs-
ingarit um vinnuvernd.
sfi
32