Vera - 01.12.1985, Qupperneq 2

Vera - 01.12.1985, Qupperneq 2
MÁLGAGN K VENFRELSISBA RÁTTU Heyrst hefur, aö þaö sé farið aö örla á nýjum körlum, sem hafi hugsað tvisvar um sitt hlutskipti. Þeir ku ósáttir viö þá karlímynd, sem haldið hefur verið á lofti og óánægðir með þann stakk, sem körlum er sniðinn rétt eins og konur eru með sinn. í þessari Veru er leitað svara hjá karlmönnum um þetta; þeir eru spurðir hvernig þeim líði, hvort þeir ,,eigi í basli við kröf- unaum karlmennskuna", hvort þeirséu ,,bældirog einmana" eins og einn viðmælenda Veru orðar það hér í blaðinu. í þeirri réttlætisleit, sem við erum í, skipta allir máli. Sá ár- angur, sem við væntum af kvennabaráttu, felur í sér breyting- ar ekki aðeins á okkar hlutskipti, heldur einnig á hlutskipti karla og þeirra viðhorfum í okkar garð. í lok kvennaáratugar er mikið rætt um það, hvert næsta skref kvenna geti verið, hvað taki nú við. Minna er taiað um hitt, sem ekki skiptir þó litlu máli, það hvað karlar hugsi sér að gera. Einhver kann að spyrja hvort það sé ekki hlutverk annarra en Veru að leita svara hjá karlmönnum! Þessu er svo til að svara að jafnframt því að krefjast þess að fá að skilgreina okk- ur sjálfar, hljótum við að krefjast þess fyrir allra hönd. Og ef það er rétt, að margir karlar telji sér hafa verið þröngvað í stakk, sem hentar þeim ekki — hvernig vilja þeir þá hafa snið- ið á þeim nýja? Það er karlanna að svara því. Og ef marka má svör þeirra karla, sem hafa orðið í þessari Veru, verður ekki annað sagt en a.m.k. sumir karlar séu farnir að prjóna við þær lykkjur, sem kvennahreyfingarnar fitjuðu upp á! Ms VERA 7/1985 — 4. árg. Útgefendur: Kvennaframboðið í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Símar: 22188, 21500, 13725 í VERU núna: 3—5 Lesendabréf 6—9 Karlar karla um boðskap póstkorta 10—15 Er Eyjólfur aö hressast? um karlímyndina 16—17 Sumir gráta einir meö aöstoö Bakkusar rætt viö Jóhönnu Sveinsdóttur um bók hennar 18—20 Samtaliö endalausa Ásdís Skúladóttir segir frá 22 Skrafskjóöa Gyða Gunnarsdóttir skrafar 24—25 „Aö hanna föt veitir mér útrás“ rætt við Sigrúnu Guðmundsdóttur 26—27 /Evi og ástir kvendjöfuls úr bók Fay Weldon 28—33 Borgarmál 34—39 Þingmál 40—41 Um leiklist 42—47 Um bækur 48—49 Um hljómplötur Mynd á forsíðu: Svala Sigurleifsdóttir Ritnefnd: Gyða Gunnarsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Guðrun Kristmundsdóttir Ragnhildur Eggertsdóttir Magdalena Schram Sólrún Gísladóttir Sigríður Einarsdóttir Kristin A. Árnadóttir Útlit: Kicki, Guðrún K. Malla Starfsmaður Veru: Kicki Borhammar Auglýsingar og dreifing: Hólmfriður Árnadóttir Ábyrgð: Guðrún Ólafsdóttir Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Solnaprent Ath: Greinar í VERU eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endi- lega stefna útgefenda.

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.