Vera - 01.12.1985, Page 15

Vera - 01.12.1985, Page 15
sem ég hef búiö meö hafa líka afneitað sínu hefðbundna kyn- hlutverki og fariö sínar leiöir." — Þú segir að þú hafir hafn- að hefðbundnu karlhlutverki, hvernig líta aðrir á það? „Sem aumingjaskap. Sem óframfærni og aumingjaskap. Flestir karlar allavega." — Af hverju heldurðu að það sé? „Kona sem er óánægö sér hvaö er aö, eöa á þess a.m.k. kost. Það er erfiðara fyrir karl sem er óánægöur meö sitt líf. Valið er ekki eins skýrt því að þetta er hans þjóðfélag og því finnst honum kannski aö ekki sé hægt aö breyta því. Sér ekki leiðir til aö breyta því. Enda er hans hlutskipti snöggtum betra en hlutskipti flestra kvenna. Sú þjóöfélagsgerö sem við búum við krefst þess aö þú sért harður og getir bitið frá þér. Ef þú ætlar aö geta andaö, ekki troðast undir þá þarftu aö vera harður. Þú þarft aö taka þátt í samkeppninni." — Gildirþetta bara um karla? „Þetta er jafn óeðlilegt fyrir karla og konur. Við megum þakka fyrir aö þaö skuli bara gilda um karlmenn. Þetta er einkenni fyrir þá þjóðfélags- gerö sem við búum við, sam- keppnis- og peningaþjóðfélag- ið. En þetta er karlaþjóðfélag, og konur geta fundið ýmsar leiöir til aö komast hjá þessu." — Komast hjá þessu seg- irðu. Ernokkuðætlasttilþessaf þeim? „Nei, sem betur fer. Því ef konur fara aö taka þátt í þess- um leik líka þá er úti um okkur öll. Ég vildi bara aö þaö væri ekki ætlast til þess af körlum heldur. Það er feikilega erfitt fyrir karlmenn aö gera uppreisn gegn þessum kröfum samfé- lagsins. Samstaöan er lítil og þeir geta ekki talaö saman um þessi mál. Þegar ég hugsa um L þaö fólk sem ég get talað við þá eru það helst konan mín og vinkonurhennar. Þaöeru mjög fáir karlar sem geta talaö um svona mál.“ — Af hverju? Er það vegna þess aðþetta er tilfinningamál? „Já, ég held það. Kannski er það eitthvað I fari karlmanna sem gerir aö tilfinningamál eru rædd á kynferðislegum grund- velli. Þau eru ekki hægt aö ræöa nema viö náin samskipti. Og ég held aö þar sé stór mun- ur á körlum og konum, aö náin samskipti fyrir karla þurfa a.m.k. upp aö vissum aldri fyrst og fremst aö vera kynferð- isleg. Náin samskipti eru okkur svo fágæt og framandi, líkam- inn fer strax aö blanda sér inní málin. En af einhverjum ástæðum geta konur rætt sam- an tilfinningamál án þess að nokkuð kynferðislegt komi þar við sögu. Karlar þurfa að byrja á aö afgreiða spurninguna um homosexualitet, þaö hvort þeir séu samkynshneigðir. Þaö er erfiöi punkturinn hjá körlum og hindrar þá í að tala við aðra karla um tilfinningamál. Þetta er mín persónulega reynsla." — Pétur, er þín ábyrgð á barnauppeldi og heimilishaldi jafn mikil og konunnar þinnar? „Á pappírum já, en þaö er verkaskipting milli okkar hjóna að því leyti til, aö þaö eru hlutir sem ég hef alist upp viö aö gera og aðrir sem hún hefur alist upp við aö gera. Það er því miður praktískt aö ég geri þetta og hún geri hitt. Ég hef samt tekið eftir því aö ef ég passa mig ekki þegar viö erum bæði heima þá vil ég slá slöku viö og hún gerir hlutina. Ég þarf aö passa mig og hún þarf aö pota í mig og ég þarf að pota í sjálfan mig af og til. Konan mín er alltaf fyrri til aö gera þaö sem nauðsynlegt er og ég þarf að hafa mig allan viö til aö sjá hvaö þarf að gera. Þess vegna er ég heppinn aö hún er tals- vert mikið erlendis, allt upp í þrjá mánuöi í senn og þá hef ég verið meö börnin heima og þá hef ég lært þessa verkmenn- ingu. En þegar hún kemur heim þá tekur hún viö ákveðn- um störfum t.d. þvottinum. Við höfum ólíkan rythma, ég er dútlari, hún er tarnamann- eskja. Þar kemur upp viss tog- streita. Það er allt miklu druslu- legra hjá mér og stundum kem- ur fyrir að það vanti eitthvað, til dæmis nærbuxur á einhvern. í mínum bókum er þaö bara gott aö viðkomandi viti stundum að ef hann gerir ekkert í málinu sjálfur þá fær hann ekki hrein föt. Þaö gæti konan mín aftur á móti ekki hugsað sér, ef það vantaði allt í einu hrein nærföt á börnin, yrði hún viti sínu fjær. Og það held ég að konur eigi eftir aö læra, að þær megi ekki taka alla ábyrgð frá fjölskyld- unni." — Er þitt hlutverk í dag mjög ólíkt því hlutverki sem þú sást pabba þinn í? „Pabbi tók alltaf meiri þátt I húsverkum en venjan var til í þá daga. Þau búa núna ein í Englandi gömlu hjónin og hann sér um húsverkin aö miklu leyti, ekki vegna þess aö þaö sé samkomulag heldur bara gerir hann þau. En þau eru bæöi mjög meðvituð um að það líf sem þau hafa lifað saman er hans líf en ekki hennar. Hún sér að hennar hlutverk hefur alltaf veriö að vera konan hans og er mjög bitur þessvegna. Ég sá það ekki fyrr en löngu seinna þegar ég bjó fyrst með konu þá skildi ég ekkert í því að hún vildi ekki gera þaö sem ég vildi gera. Sá framtíöardraum- ur sem ég gerði mér um okkar sambúð varð til án samráðs við hana. Ég var dóminerandi án þess að gera mér grein fyrir því, ég sé það núna. En sem betur fer var ég ekki alveg nógu sterkur og hún ekki nógu veik. Hún sleit þessu sam- bandi, guði sé lof. Því hefði ég haldið mínu striki, ja hvað þá? kaá

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.