Vera - 01.12.1985, Síða 19
Samtalið endalausa
dóttir stakk þá upp á heitinu Úur. Konunni
meö stórum staf hjá Laxnes. En þessi út-
varpsþáttur, hann var fyrsta opinbera um-
ræðan á íslandi um þetta málefni ein-
göngu, þ.e. kynhlutverkin. Þarnatók þátt,
auk mín, Margrét Margeirsdóttir félags-
ráögjafi, StefánÓlafur Jónsson námsstjóri
starfsfræöslu og Guðmundur Ágústsson
hagfræöingur. Siguröur A. Magnússon rit-
höfundurstjórnaöi umræöunum. Þaö væri
gaman að heyra þennan þátt aftur — ætli
hlutirnir hafi ekki lítið breyst!
Næsta sumar, þ. 19. júní stýröum við
Guðfinna Ragnarsdóttir útvarpsþætti sem
fjallaði einnig um kynhlutverk, gildismat
og viðhorf, — ekki síst viðhorf og ómeövit-
aða innrætingu. Við slógum fram fullyrð-
ingum á borð við: „Grænlendingar eru
lágvaxnir og sterkur þjóðflokkur, sem
stundarfiskveiðar. . .“eitthvaðíþeimdúr,
þú veist: „Hinn dæmigerði Vestmannaey-
ingur stundar fiskveiöar og elskar konuna
sína. . eitthvað sem fólk segir og tekur
ekki eftir hve vitlaust það er, hvað þá að
það skynji hvaða viðhorf þaö felur í sér.
Sem sagt orð og orðalag.
— Hversu samstæður var þessi hópur,
sem nú hafði fengið sér nafnið Úur?
Við komum sem sagt saman fyrir tilstilli
Kvenréttindafélagsins og ræddum málin.
Við vorum úr öllum flokkum og margar ut-
an flokka eða „ópólitískar" eins og sagt
er, og þar af leiöandi greindi okkur oft á um
skilgreiningar og áherslupunkta. En við
áttum sameiginlega hugsjón og vorum því
sammála um það sem raunverulega skipti
máli.
— Og hvernig var starfinu háttað?
í rauninni unnum við saman sem ein-
staklingar og sambönd smáhópa fremur
en við værum einn stór hópur. Hver og
einn einstaklingur, hver og einn hópur,
vann að sínu áhugasviði og fundina notuð-
um við til að ræða það sem við vorum að
gera, fá gagnrýni, stuðning og hugmyndir.
Sem dæmi: Þarna voru nokkrir barna-
kennarar og þar af leiðandi var m.a. gerð
athugun á þeirri þjóðfélagsmynd, sem birt-
ist í byrjendakennslubókum í lestri og
reikningi. Ragna Ólafsdóttir kennari skrif-
aði grein um þetta fyrir hönd hópsins í
Samvinnuna 1972 og í Morgunblaðið
sama ár. Annar hópur gerði athugun á
barnabókum undir leiðsögn Silju Aðal-
steinsdóttur, bókmenntafræðings. Hún
skrifaði greinargerð og greinargerðin og
bókalisti með mati okkar á bókunum, —
þeim voru gefnar stjörnur eins og nú er
gert við kvikmyndir — voru sendir fjölmiðl-
um og dreift í bókabúðir. Enn annar hópur
gerði athugun á launamisrétti í bönkum.
EddaSvavarsdóttir bankamaðurog Sigur-
björg Aðalsteinsdóttir, þá bankamaður en
nú félagsfræðingur, birtu grein um þessa
könnun í bankablaðinu 1968. Þú getur rétt
ímyndað þér hverjar niðurstöðurnar voru!
Nú svo vorum við með sérstakan les-
hring, sem flestar tóku þátt í, við lásum
bækur eins og „Kvengeldingurinn" eftir
Germaine Greer og „Hitt kynið“ eftir
Simone de Beauvoir o.fl. Það er annars
mjög góð grein í 19. júní 1972 sem Gull-
veig Sæmundsdóttir Úa, kennari og nú rit-
stjóri, skrifaði um störf Úanna.
— Hvað varst þú sjálf að aðhafast
þarna?
Á þessum árum var ég kennari í Mela-
skólanum. Sumarið 1970 flutti ég tillögu á
fulltrúaþingi barnakennara þess efnis
meðal annars, að drengir og stúlkur fengju
sömu kennslu í verklegum greinum,
þ.e.a.s. í handavinnu og að um það yrðu
sett skýr ákvæði I fræðslulög, svo ekki
væri hægt að ákvarða annað með reglu-
gerð. Það urðu heilmiklar umræður út af
þessari tillögu og ég hélt að hún yrði aldrei
samþykkt. Einn fulltrúi (karlkyns) ræddi
mjög alvarlega um það að ef drengir og
stúlkur fengju sömu verkefni væri hreint út
sagt hætta á því að kynin yrðu eins! Það
vildi svo til að ég var barnshafandi, var al-
veg á steypinum, svo ég sá mér leik á
borði, stóð upp — stillti mér upp til hliðar
við ræðupúltið — sperrti bumbuna blíð-
lega framan í þingheim og sagði eitthvað
á þessa leið: „Við höfum ekkert aö óttast,
því ég tel mig vera talandi dæmi um að
kynin verða aldrei eins.“ Auðvitað veltist
fólk um af hlátri og klappaði — svei mér ef
þessi tillaga fór ekki í gegn á þessu!
En vegna þessa fyrirkomulags, sem var
á starfi Úanna, fer það eftir því við hverja
okkar þú talar, hvað mest ber á góma og
hvers við minnumst helst. Mér kemur
núna til hugar þessi tillaga mín þarna —
hún spratt upp úr athugun sem einn hóp-
urinn gerði á námskrá og handavinnu-
kennslu í skólum. Og í framhaldi af þessu
skrifaði ég grein í Tímann og Menntamál
árið 1970, bíddu við, ég ætla nú bara að
fletta þessu upp. Jú, þetta er nokkuð
merkiilegt. Hérnatlreg ég saman mismun-
andi orðalag námskrárinnar frá 1950, þar
sem fjallað er um markmið handavinnu-
kennslu:
DRENGIR
,„ . . þroska hug og hönd. . .“
,,. . .hagnýta sér ýmiskonar efni-
við. .
....virðingu fyrir vinnu. .
,,. . . glæða form- og litaskynjun
hans. .
STÚLKUR
,,. . .æfa hug og hönd. . .“
....meta fagra og vandaða vinnu til
fegrunar og skrauts á heimili. . .“
....virðingufyrirlíkamlegrivinnu. . .“
Eins og sjá má er orðalagið mjög mis-
munandi og eðlismunur þeirra augljós.
Þegar talað var um stúlkur í námsskránni
var ævinlega notuð fleirtala, nemendur.
En þegar talað var um stráka var eintalan
notuð. Að auki var í markmiðum handa-
vinnu stráka lögð sérstök áhersla á að
rækta einstaklings þroska þeirra. Á slíkt
var aldrei minnst þegar stúlkur áttu í hlut.
Dragi nú hver sem getur sínar ályktanir af
þessum staðreyndum!
— Að Kvennaskólamálinu unnu Úur
saman sem einn stór hópur?
Já. Kvennaskólamálið var auðvitað það
mál sem Úurnar stóðu fyrir og mesta at-
hygli vakti. Spurningin stóð um það, hvort
Alþingi vildi samþykkja að Kvennaskólinn
útskrifaði stúdenta. í þá daga fengu piltar
ekki aðgang að skólanum. Við vildum að
Kvennaskólinn fengi að útskrifa stúdenta
þá og því aðeins að hann yrði líka opnaður
piltum. Við söfnuðum undirskriftum og
sendum Alþingi með ítarlegri greinargerð.
Þar stóö m.a. . .:
„2. Farsælast er, að piltar og stúlkur séu
alin upp sem jafningjar, njóti raunverulega
jafnra réttinda og möguleika, séu sam-
ábyrg í lífinu og byggi lífsafkomu sína á
eigin námi og starfi“.
„4. íslenskum konum var með lögum árið
1911 veittur lagalegur réttur til að stunda
nám í öllum menntastofnunum landsins.
Hins vegar er piltum nú og með frumvarpi
þessu, meinaður aðgangur að vissri
menntastofnun. Samrýmist þetta tæplega
jafnréttis- og frelsishugsjónum nútím-
ans. . .“
„5. Samkvæmt íslenskum fræðslulögum
og reglugerð menntaskólanna eiga þeir að
vera samskólar. .
í sjálfu sér var Kvennaskólamálið ekki
stórmál, en það var okkur á þeim tíma
táknrænt mál, sem hægt var að taka á.
Þetta var ekki atlaga gegn skólanum sem
slíkum enda lá það fyrir, að Kvennaskólinn
var og er góð og merk skólastofnun, sem
á sér mikla sögu. Enda höfðu nokkrar okk-
ar verið nemendur skólans!
í fyrstu ætluðum við einungis að safna
undirskriftum 100 kvenna úr sem flestum
stéttum. En þegar fiskisagan flaug varð al-
gjör sprenging — eitthvað var aö gerast í
þjóðlífinu. Síminn stoppaði ekki, íbúðin
19