Vera - 01.12.1985, Qupperneq 20

Vera - 01.12.1985, Qupperneq 20
—SamtafiS endalausa------------------ mín breyttist í kosningaskrifstofu. Viö höföum aldrei búist viö þessum ósköpum. Þegar um 800 manns höfðu skrifað undir á örfáum dögum, stöðvuðum við undir- skriftirnar. Það var haldinn mjög fjölmenn- ur og heitur fundur á Hótel Sögu, þar töl- uðu m.a. þingmennirnir Eysteinn Jóns- son, Hannibal Valdimarsson, Magnús Kjartansson og Gísli Guðmundsson og fleiri nafntogaðir karlar og konur þá og nú. Katrín Fjeldsted læknir var aðalræðumað- ur af okkar hálfu og sem dæmi um hve þetta var mikið hitamál á þessum tíma get ég sagt þér smá sögu: Nokkrum dögum eftir Sögu-fundinn var ég í góðum fagnaði að fá mér að borða í Naustinu. Þá kemur þar kona nokkur aðvífandi og skvettir yfir mig fullu glasi af víni og lét fylgja nokkur velvalin orö um afstöðu mína í Kvenna- skólamálinu. Hún hélt raunar að ég væri Katrín Fjeldsted, við vorum báðar með mjög myndarleg gleraugu í þá daga! En Kvennaskólamálinu lyktaði með því að frumvarpið var fellt, þó skólinn fengi síðar að útskrifa stúdenta, enda þá skipu- lagið breytt og piltar búnir að fá aðgang í skólann líka. — Rauðsokkarnir komu fram í dagsljós- ið um þetta leyti, eða 1970. Hver voru við- brögð Úanna? Það var ekki fyrr en í desember 1970 sem KRFÍ sendi frá sér opinberlega frétta- tilkynningu um Úurnar, um okkar tilvist. Það var í rauninni í tilefni af Rauðsokka- hreyfingunni og umræðum okkar um það hvort við vildum fylkja liði með þeim eða ekki. í þessari fréttatilkynningu stóð m.a.: „Áfundi KRFÍ18. nóv. 1970, sem ung- ar félagskonur sáu um, kom fram að þær hyggjast starfa áfram innan KRFÍ sem tiltölulega sjálfstæður hópur, þrátt fyrir að skapast hafi annar vettvangur til starfa að mannréttindum. . .“ og ,,í starfi sínu hefur hópurinn lagt megin- áherslu á, að hver og einn einstakling- ur hópsins vinni að mannréttindamál- um, þar sem hans vettvangur er í sam- félaginu. Samband er við Rauðsokka- hreyfinguna þannig, að tryggt sé, að ekki sé verið að vinna að sömu verkefn- um á tveim stöðum". Svo kemur innan sviga: „Eftirleiöis mun hópurinn koma fram undir starfsheitinu Ú-ur.“ Auðvitað voru margar okkar veikar fyrir að ganga til liðs viö Rauösokkurnar. Þar var sterkur hljómur, sem okkur fannst vanta í KRFÍ. Við héldum fundi með þeim og ræddum málin og þær komu á fund hjá KRFÍ. En það var greinilegur ágreiningur á ýmsan hátt. Þær voru, fyrir sumar af úun- um, helst til róttækar í málflutningi og áróðursaðferðum, held ég. En ég var, t.d. á milli tveggja elda, — varð þó svo fræg að koma fram fyrir þeirra hönd í sjónvarpinu með Maríu Kristjánsdóttur leikstjóra og þannig var það líka með fleiri Úur, þær tóku þátt í starfi Rauðsokkanna. En það voru vissir hlutir, sem Úur sættu sig ekki við, sem of langt mál yrði að skýra og skil- greina hér, sem varð til þess, þegar fram- liðu stundir, að við kusum flestar að vera áfram Úur. Það sem ég held að stundum hafi verið munurinn á okkur og mörgum Rauðsokk- um var, að þær voru að uppgötva „sann- leik“ þá, sem við vorum búnar að vita lengi. Við höfðum lifað með staðreyndum, sem var þeim „frelsun" að uppgötva. Nokkrar þeirra voru í M.R. þegar við ætl- uöum að gera Siggu að inspector scholae en sýndu engu slíku áhuga þá! En auðvit- að er málið ekki svona einfalt, því margar Rauðsokkur höfðu verið góðar og gegnar kvenréttindakonur árum saman rétt eins og við. — Hvað varð svo um Úurnar? Úurnar störfuðu áfram, sumar hættu, nýjar komu inn. Spurðu mig ekki hvenær viö hættum. Hvar upphafið er, hvar endir- inn er, veit ég ekki, kannski störfum við enn? Þú sérð Úurnar gömlu víða úti í þjóð- lífinu, í starfi hjá hinum ýmsu flokkum, hjá Kvennalista, í digrum embættum, í stéttar- félögum, nefndum og ráðum, með börn og buru niður við Tjörn. . . o.s.frv. o.s.frv. En — eitt sinn Úa, ávallt Úa — að vera er það mikilvægastaoghugsjónindeyraldrei. . .! Ms Afcsturgötu 3 Konur Gefið ykkur gjöf hlutabréf í Hlaðvarpanum Skrifstofan opin 16—18 Sími: 19055 20

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.