Vera - 01.12.1985, Page 28

Vera - 01.12.1985, Page 28
Launamál kvenna Launamál kvenna Launamál kvenna Borgarstjórn Reykjavíkur hafnar tillögum um endurmat á störfum kvenna! Nítján borgar- fulltrúar samþykkja aö núgildandi mat sé gott og gilt! Þá höfum við það! Síðan Kvennaframboðið tók sæti í borgarstjórn hefur það ítrekað flutt tillögur sem varða launamál kvenna. Skemmst er frá því að segja að þessar tillögur hafa hlotið lítinn hljóm- grunn, hafi þær ekki beinlínis verið felldar, hafa þær verið svæfðar svefninum langa í borgarkerfinu. Sem dæmi má nefna tillögu frá því í nóvember 1982 um að konur sem hafa gegnt heimilisstörfum eingöngu, verði látnar sitja fyrir um störf hjá borginni og að reynsla þeirra verði metin til jafns á við aðra starfsreynslu til launa. í febrúar 1983 fluttum við ásamt fulltrúa Alþýðuflokksins tvær tiliögur, þar sem því var beint til launamála- nefndar borgarinnar að hún legði áherslu á að koma til móts við kröfur láglaunakvenna í samningum sem þá stóðu fyrir dyrum. Einnig höfum við flutt tillögu um að launamála- nefnd verði falið að gera úttekt á meðallaunum karla og kvenna í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Nýjasta dæmið af þessum tilraunum okkar til að fá borgaryfirvöld til að rétta hag kvenna fer hér á eftir: Fulltrúar Kvennaframboðsins í Reykjavík lögðu þ. 19. september fram svohljóðandi tillögu í borgarstjórn: „Borgarstjórn samþykkir að nú þegar verði hafin vinna við endurmat á launum kvenna hjá borginni, hvort heldur er um að ræða störf kvenna í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar eða öðrum stéttarfélögum. Borgar- stjórn samþykkir enn fremur að nýtt starfsmat þessara starfa liggi fyrir við gerð næstu kjarasamninga. Borgar- stjórn leggur á það áherslu að við slíkt endurmat verði nýtt verðgildi starfa lagt til grundvallar og að umönnun- ar- frumframleiðslu- og þjónustuþættir kvennastarf- anna verði metnir til jafns við ábyrgðar- frumkvæðis- og þekkingarþætti hefðbundinna karlastarfa." Á borgarstjórnar fundinum urðu miklar umræður um þessa tillögu og um kjör kvenna yfirleitt. Það voru fyrst og fremst konurnar, sem töluðu, karlarnir voru ósköp fáliðaðir í salnum á meðan og höfðu fátt til málanna að leggja. Svo fór að samþykkt var að vísa tillögunni til borgarráðs. Á borgarráðsfundi þ. 24. september var síðan samþykkt að vísa tillögu Kvennaframboðsins til umsagnar embættismanna í starfskjaranefnd. Umsögn embættismanna Líður svo og bíður fram til 30. október, en þann dag létu embættismennirnir svofellda umsögn frá sér fara: ,,Á fun'di borgarráðs 24. fyrra mánaðar var tillögu borgarfulltrúa Kvennaframboðs frá 19. þ.m. um endur- mat á launum kvenna vísað til umsagnar undirritaðara. Röðun starfsmanna í launaflokka jafnt hjá Reykjavík- urborg sem og á hinum almenna vinnumarkaði byggist á hefðbundnum viðhorfum um mikilvægi starfa og er það m.a. tekið tillit til ábyrgðar, frumkvæðis og þekking- ar eins og fram kemur í tillögunni. Á síðari árum hefur konum í slíkum störfum hjá Reykjavíkurborg fjölgað. f tillögunni er lagt til að tekið verði upp nýtt „verð- gildi“ starta, þar sem umönnunar- frumframleiöslu- og þjónustuþættir verði metnir til jafns við framangreind atriði, en endurmatið takmarkist við störf kvenna. Varð- andi umrædda tillögu viljum við taka fram: 1. Tillaga var lögð fram í borgarstjórn 19. september s.l. þar er gert ráð fyrir að nýtt starfsmat liggi fyrir við gerð næstu kjarasamninga. Þau tímamörk verður að teljast algjörlega óraunhæf. Þegar af þeirri ástæöu er mælt gegn tillögunni. 2. Auk þess sem að framan greinir skal tekið fram að starfsmat verður ekki gert án þess að það nái til allra starfsheita í samningum viðkomandi stéttarfélaga og mikill fjöldi starfa sé metinn samtímis. Ekki er hægt aö takmarka slíkt mat við störf kvenna eingöngu. 3. Ákvörðun um gerð starfsmats verður ekki tekin nema samningsaðilar séu báðir um það sammála og um hvernig að því skuli staðið. 4. Reynslan af starfsmati, sem fram fór árin 1969—1970 bendir ekki til þess að æskilegt sé að hefja nú framkvæmd slíks mats. 30. 10. 1985 Gunnar Eydal, Jón G. Kristjánsson, Björn Friðfinnsson. Þessi umsögn var samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum í borgarráði, þegar hún var lögð þar fram þ. 5. nóv. Þ.e.a. með atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Davíðs Oddssonar, Magnúsar Sveinssonar, Huldu Valtýsdóttur og Ingibjargar Rafnar. Fulltrúar Alþýðu- bandalagsins, Sigurjón Pétursson og fulltrúi Fram- sóknarflokks, Kristján Benediktsson sátu hjá. Þar með lögðu þau öll blessun sína yfir umsögnina og svo mörg voru þau orð! Borgarstjórn tekur undir! Vegna þess að Alþýðubandalagið var að halda lands- fund daginn, sem næsti borgarstjórnarfundur var, var öllum „minni háttar" málum (sic!) frestað á þeim fundi og umræður um umsögnina urðu því að bíða fram til 14. nóvember. Á þeim borgarstjórnarfundi sátu sem fulltrú- ar Kvennaframboðsins þær Guðrún Jónsdóttir og Guð-

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.