Vera - 01.12.1985, Page 29

Vera - 01.12.1985, Page 29
1 A /á *— rún Ólafsdóttir. Guðrún Jónsdóttir hóf máls á umsögn embættismannanna og lagði fram svohljóðandi tillögu: „Borgarstjórn samþykkir að fela borgarráði að sjá til þess að ný umsögn verði unnin um tillögu Kvennafram- boðsins frá 19. 9. um endurmat á launum kvenna sem hjá borginni vinna. Borgarstjórn áréttar að í þeirri umsögn verði tryggt að tillaga fái efnislega og málefnalega umfjöllun.“ Þessi tillaga var felld — fékk ekki önnur atkvæði en þeirra Guðrúnanna Jónsdóttur og Ólafsdóttur. Með því hafði borgarstjórn, líkt og borgarráð gerði áður, samþykkt umsögn embættismannanna þriggja og tekið undir þau viðhorf, sem fram koma I orðum þeirra. Þá létu fulltrúar okkar bóka þetta: „Við mótmælum þeirri afgreiðslu borgarráðs, sem gerð var á fundi ráðsins þ. 5. 11. 1985, þar sem sam- þykkt var umsögn þriggja embættismanna um tillögu okkar frá 19.9. Tillagan fól í sér að leitað var samþykkt- ar borgarstjórnar á að taka verði á raunhæfan hátt á því kynbundna launamisrétti sem konur, er hjá borginni vinna, búa nú við. Við teljum að efnislegt innihald þeirr- ar umsagnar sem borgarráð staðfesti standist ekki. Umsögnin byggist á forsendum sem þeir er hana sömdu hafa gefiö sér en tekur ekki mið af tillögunni sjálfri. í umsögninni er gengið út frá starfsmati í dúr við það sem framkvæmt var 1969—1970. Tillagan gerir hins vegar ráð fyrir endurmati á launum kvenna, sem vinna hjá borginni og að nýtt verðgildi á þau störf verði lagt til grundvallar við það endurmat. Aðokkar mati er umsögnin því ómarktækt plagg, sem ber þess vott að höfundar þess eru annað hvort slegnir blindu karlveldisins eða fastir í hefðbundnum hugsun- arhætti skrifræðisins nema hvoru tveggja sé. Endanlega ábyrgð á samþykkt umsagnarinnar er hins vegar borgarráðs og borgarstjórnar. Afstað þeirra, sem í borgarráði sitja og hafa þar atkvæðisrétt er skýr. Þar er enginn vilji til að bæta kjör kvenna, láglauna- hópnum hjá borginni. Gildir þar einu hvort um er aö ræöa konur eöa karla, meirihluta eða minnihluta. Með samþykkt þessara umsagnar er í raun verið að lýsa því yfir að kvennastörf séu minna virði en störf karla og aö svo skuli vera um ófyrirséða framtíö. Meirihluti borgarstjórnar skipar sér nú í þessa sömu fylkingu með því að hafnaendurskoðun á umsögn, sem byggir á ofangreindum sjónarmiðum." Guðrún Jóns- dóttir fylgdi þessari bókun úr hlaði og fjallaði um um- sögn embættismannanna, viöhorf fulltrúa bæði meiri- hluta og minnihluta í borgarstjórn og borgarráöi, um kjör kvenna og stöðu og röðun kvennastarfa i launa- flokka. Margt úr máli Guðrúnar kemur fram i ramma- grein um þetta mál I borgarmálaþætti Veru að þessu sinni. Ms

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.