Vera - 01.12.1985, Page 34

Vera - 01.12.1985, Page 34
Alþingi okkar fslendinga var sett aftur þann 10. október s.l. Mun þetta vera bundraðasta og áttunda löggefandi Al- þingi sett í Reykjavík og þriðja Alþingi e.K. eða eftir Kvennalista, samkvæmt nýju tímatali okkar Kvennalistakvenna. Setning þessifórfram samkvœmt hefð- inni, það er, allirþingmenn ogþingkonur hittast íandyri Alþingis, allir samferða út í kirkju, allir aftur út íþing með forseta vorn í fararbroddi, forseti segir Alþingi sett. Fyrstu tveir þingfundir vetrarins fór í að kjósa forseta Alþingis, skrifara og í að kjósa ífastanefndir. Flestar þessar kosn- ingar eru formsatriði þar sem yfirleitt eru kosnir þeir sömu í embœttin og voru í þeim á undangengnu þingi. Með þessu þingi komu nýjar reglur um þingsköþ, þar sem tími hvers mœlanda er takmarkaður. Sá sem flytur mál fær 15 mmútur til málflutningsins en sá sem svarar 10 mínútur. Voru þessar reglur settar til að störf Alþingis gætu gengið greiðar fyrir sig. STÓLASKIPTI Upphaf þessa þings var lítið eitt öðruvísi en geng- ur. Kom þetta til vegna stólaskiptanna svokölluðu. Ríkisstjórnin hafði rétt fyrir þingsetningu tilkynnt breytingar á ráðherraskipan og fór þriðji þingfundur vetrarins í það að þingmenn þingflokkanna tjáðu sig um þessar breytingar. Kristín Halldórsdóttir, háttvirtur 7. landskjörinn þingmaður, eins og forseti kynnir hana, og Guðrún Agnarsdóttir, háttvirtur 3. landskjörinn þingmaður, tóku til máls af þessu tilefni. Sagði Kristín m.a. að bæði tímasetning og fram- kvæmd þessa máls væru einstaklega klaufaleg en sjá mætti að tilfæringar þessar hefðu tvíþættan til- gang. í fyrsta lagi þá verður formaður Sjálfstæðis- flokksins ekki eini nýgræðingurinn í ríkisstjórninni og í öðru lagi setja þessar tilfæringar nýjabrum á rík- isstjórnina sem gæti leitt til að fólk gæfi henni meira svigrúm en venjulega gerist með ríkisstjórn sem hálfnuð er með kjörtímabil sitt. Haft er fyrir satt að almenningur gefi nýrri ríkisstjórn meiri tíma og tæki- færi í upphafi kjörtímabils, til að sanna getu sína eða vanhæfni, en gerist þegar líða tekur á kjörtímabil hennar. Ennfremur kom fram í máli Kristínar að upp- stokkun þessi sýndi að þingmenn Sjálfstæðisflokks settu persónulega metnaðargirnd og þröngaflokks- hagsmuni ofar þjóðarheill. Guðrún Agnarsdóttir sagði m.a. að íslenskum hestamönnum hafi aldrei þótt snjallræði að skipta um hesta í miðri á. Sagði hún að koma formanns Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórnina væri tíma- skekkja og að draumur um sterka leiðtogatilheyrðu liðinni tíð. ,,Nú gera manneskjur vaxandi kröfur um þátttöku og virkni til að móta samfélag sitt sjálfar", sagði Guðrún. Hún innti eftir réttlætingu þess að innanbúðarvandi eins flokks tefji þingstörf með þessum hætti og benti á að sætaskiptin dragi athygl- ina frá úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar. Ennfremur benti Guðrún á að nýir ráðherrar væru ólíklegir til að verja hina nýju málaflokka og þar af leiðandi auð- velda fjármálaráðherra niðurskurðinn. STEFNURÆÐAN Strax daginn eftir að stólaskiptin voru rædd á þingi flutti forsætisráðherra stefnuræðu sína. í stuttu máli þá var hún uppfull af tölum sem sýna áttu og sanna að ríkisstjórnin hafi staðið sig svo ósköp Ijóm- andi vel. í svarræðu sinni, sagði Sigríður Dúna, að sam- kvæmt fyrri reynslu þá benti allt til að í stefnuræðu forsætisráðherra væri margt sem aldrei yrði fram- kvæmt og margt yrði framkvæmt sem ekki væri í stefnuræðunni. Sagði hún aö í fyrra hafi til dæmis ekkert verið minnst á sölu hlutabréfa, kjötmál né áframhaldandi skerðingu kaupmáttar í stefnuræðu. Benti hún á að það væri greinilegt að hörð gildi taln- anna væru metin ofar manngildi hjá ríkisstjórninni.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.