Vera - 01.12.1985, Side 40

Vera - 01.12.1985, Side 40
í Kjallaraleikhúsinu: Reykjavíkursögur Ástu Leikgerð og leikstjórn: Helga Bachmann Leikmynd og búningar: Steinunn Þórarinsdóttir Tónlist: Guðni Franzson Lýsing: Sveinn Benediktsson Leikhúsið í Hlaðvarpanum fer aldeilis vel af stað með Reykjavíkursögum Ástu. Ef sú sýning er einhver vísbend- ing um það, hvað gerast mun í kvenheimunum við Vestur- götuna, þá sýnist mér fram- tíðin blasa við okkur öllum. Reyndar mun ætlunin í þeirri framtíð að hafa leikhús upp á loftinu ofan kjallarans og er ekki vont til þess að vita, því óneitanlega hefur hann ýmsa vankanta sem leikhús þótt kostirnir séu þar líka. Þeir kostir njóta sín á þessari sýningu, gera hana að meiri ,,upplifun“ en ætti hún hús í stærra, loftbetra, hlýrra og hreinna leikhúsi! Með því að fikra sig niður ójafnar stein- tröppurnar ofan í kjallarann er líkt og að hverfa á vit þess umhverfis, sem sögurnar hennar Ástu lýsa. Leikhús- gestir eiga sér enga undan- komuleið í dúnmjúkum sæt- um samviskuleysisins! Þó get ég ekki verið sammála því, sem komið hefur fram, að einmitt þessi sýning henti einmitt þessu leikhúsi svo vel og einmitt þetta leikhús geri sýninguna svo góða sem raun ber vitni. Auðvitað er sýningin sett upp — jafnvel samin — með þennan ákveðna stað í huga, Helga hlýtur að notfæra sér hann rétt eins og hún hefði reynt að notfæra sér annan hefði Kjallaraleikhúsið ekki verið fyrir hendi, því það er alveg. Ijóst að Helga kann að sníða stakk eftir vexti og ókurteistað segja annað. Svo er það nú fulllangt gengið í rómantíkinni að klappa sérstaklega fyrir því að sjá kannski ekki aöal- persónu í heilli sögu! Það kom fyrir að mér þótti leik- stjóri hafa getað komið í veg fyrir ýmislegt í þeim dúr með breyttum staðsetningum leik- ara og hreyfingum. Á sama hátt tók leikmynd Steinunnar Þórarinsdóttur ekki alltaf tillit til áhorfenda. Steinunn nýtir sér þó kjallarann sjálfan til jafns við annað til að færa okkur nær stað og stund Ástu og í það heila tekið þótti mér hennar verk gott. Það sama á við um tónlist Guðna Franz- sonar, sem var látlaus en þó sterk. Lýsingin var þannig að hún fór fram hjá mér og þetta á að vera hrósyrði — hún féll að mynd og leik án þess að vera uppáþrengjandi! Helga Bachmann, höfudur leikgeröar og leikstjóri, er auðvitað sú, sem efst er á blaðinu og ekki get ég hugsað mér annað en að öll þau, sem sjá Reykjavíkur- sögurnar, hugsi til hennar með þakklæti. Þakklæti fyrir að framkvæma góða hug- mynd, fyrir að færa okkur Ástu Sigurðardóttur heim, kynna hana þeim, sem ekki þekktu hana áður, safna saman úrvalsleikurum til að sýna sögurnar Ijóslifandi. . . Hér verður ekki skrifað langt mál um sögur Ástu eða hana sjálfa, vonandi gerist þess ekki þörf. Að hinu vildi ég gjarnan víkja, hversu kald- hæðnislegt það í rauninni er, að taka þátt í lofinu um hana vitandi sem var, að hún var ekki spámaður í föðurlandinu á meðan hún lifði. Og enn kaldhæðnislegra hlýtur það að vera fyrir þau sem þekktu hana. Nærri liggur að maður finni til beiskju fyrir hennar hönd sem þó er óréttmætt hvað það snertir, að sú til- finning virðist hafa verið al- gjörlega framandi Ástu. Sög- ur hennar hljóta að verða okkur lexía í manngæsku fyrir utan nú það hvaö þær eru snilldarlega skrifaðar. í túlkun sinni á þeim bregst hvorki Helga Bachmann né leik- ararnir því fagra, bjartsýna, auðmjúka og elskandi í fari smásagnanna. Það kom fyrir að ég var ósammála túlkun á einstaka atriðum, nefni sem dæmi söguna ,,í hvaða vagni“ (fyrir þær ykkar sem ekki eiga kost á að lesa sögurnar, má benda á að sú saga birtist í Veru 2/82,) þar sem mér fannst of mikið áhersla á brjálæði en of lítið sýnt af umkomuleysi og sálarþyngslum. Guðlaug María Bjarnadóttir fór annars dásamlega vel með sín hlutverk, ekki síst í Kongalilj- um — þar þótti mér aftur Helgi Skúlason leika of sterkt. Emil Gunnarsson spreytti sig á Supermann og gerði hann alveg mátulega skoplegan og brjóstum- kennanlegan í senn. Þor- steinn M. Jónsson gerði sina parta ágætlega. Sú sem enn er ótalin, Guðrún Gísladóttir, þótti mér stórkostleg. Áreynslulaust bregður hún sér inn í hvaða persónu sem er og tekst að draga skýrar línur jafnvel þótt hún fái að- eins augnablik til þess stund- um. Mér er það hulin ráðgáta, hvers vegna enginn höfundur hefur fundið sig knúinn til að skrifa leikrit fyrir slíkt talent eða leikstjóri til þess að fá hana til að takast á við meiri háttar hlutverk — það gæti orðið tímamótaviðburður í ís- lenskri leikhússögu! Áfram mætti halda að ræða val á sögunum og nánar um túlk- unaratriði en ég læt það vera vegna þess hversu órökvís ég hlyti að veröa! Sögurnar, hvernig maður myndi vilja raða þeim, hverja taka og hverja ekki — allt ræðst þetta af tilfinningum og þess hugs sem hver og einn ber til sagnanna og ég er ekki viss um að nein ein skoðun sé rétthærri en önnur. Ég vona að sem flestar hafi séð sýn- inguna í Kjallaraleikhúsinu það er Ifklega það sem mér er efst í huga. Að síðustu vil ég geta leikskrár, sem er mjög eiguleg með fróölegu og raunar ómissandi efni. Ms 40

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.