Vera - 01.12.1985, Síða 42

Vera - 01.12.1985, Síða 42
Hér á eftir fara umsagnir um nokkrar þeirra bóka, sem út koma þessi jólin. Augljóslega gerir Vera ekki öllum bókum skil en sú regla gildir að reyna að sinna bókum eftir konur og um konur og með þá reglu I huga munum við halda áfram að fjalla um jólabækurnar eftir áramótin. Tímasetning útgáfu bókanna og rúmið I Veru hefur ráðið mestu um hvaða bækur lentu í þessu tölublaði og óneitanlega höfum við nagað okkur í neglurnar þegar fregnir tóku að berast af bókum, sem okkur hefði fundist við beinlínis verða að skýra frá I Veru sem fyrst en Vera þá komin á síðasta vinnslustig. Svo þær bækur bíða enn um sinn. Á meðal þeirra er t.d. skáldsaga Fay Weldon (sem við birtum kafla úr), skáldsaga eftir Doris Lessing (loksins loksins datt einhverjum í hug að fara að kynna hana fyrir ís- lenskum lesenduml), bækur Vígdísar Grímsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur. . . og ef- laust eru þær orðnar fleiri daginn eftir að þetta er skrifað! Af ævisögum er t.d. að nefna viðtalsbók við Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, sem Inga Huld Hákonardóttir hefur skráð og ævisögu Gerðar Helgadóttur eftir Ellnu Pálmadóttur til að kynna og fjalla um I þessari Veru. Og að endingu má nefna bókina ,,Konur, hvað nú?“ sem '85 nefndin gaf út í tilefni loka Kvennaáratugarins, þá bóklétum viðbíðavegnaþess hversu viðamikil hún er. Stað- reyndin er sú, að þessi jól er nokkuð bjart yfir bókunum, við ættum að hafa úr nægu að velja sjálfum okkur til lesturs — svo ekki sé nú talað um jólagjafirnar handa vinum okkar! REYNDU ÞAÐ BARA! Viðtaisbók. Höf.: Kristín Bjarnadóttir Bríet 1985 Bríet nefnist nýtt bókaforlag, stofnað til að gefa út bækur eftir konur. Fyrstu bækurforlagsins koma út nú fyrir jólin; meðal þeirra er bókin Reyndu það bara sem er viðtalsbók. Kristín Bjarnadóttir ræðir þar við 7 konur sem allar vinna hefð- bundin karlastörf. Viðtöl við fólk gefa mynd af lífi þess og hugmyndum og við- talsbækur gefa lesendum kost á að kynnast lítillega mörgu fólki. Þegar viðmælendur höf- undar eru valdir út frá starfi sínu eins og í Reyndu það bara öðlast lesendur tækifæri til að skoða það efni frá ýmsum sjón- arhornum. Lesendur Reyndu það bara fá að skyggnast örlít- ið inn í líf og starf kvenna í karlastörfum. í bókinni er rætt við konur sem eru brautryðj- endur; bókin ætti auðveldlega að geta dregið fram kosti og galla þessa brautryðjenda- starfs og þannig verið mikil- væg fyrir kvennabaráttu. Með slíkri bók mætti benda öðrum konum á leiöir og hvort þær séu þess verðar að þræða þær. Bókaforlag sem kennir sig við brautryðjanda íslenskrar kvenfrelsisbaráttu, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, velur sem sína fyrstu bók viðtalsbók við brautryðjendur á okkar tím- um, konur í karlastörfum. Slíka bók má líta á sem virðingarvott í garö Bríetar. Bókin sjálf kem- ur svo til með að svara því hvort líta megi á þessar konur sem fulltrúa kvenfrelsisbaráttu (eins og Bríet var) af þeirri ástæðu einni að þær brjóta hefð í vali lífsstarfs. Kristín Bjarnadóttir, höfund- ur bókarinnar, veltir fyrir sér til- ganginum með bókinni í kafl- anum „Eitthvaö öðruvísi“. Kristín setur fram þrjár hugs- anlegar ástæður fyrir því að bókin varð til en á þann hátt að tilgangurinn er mjög á reiki. Ástæðurnar sem Kristín setur fram benda þó til þess að við- tölin ættu að draga fram a.m.k. eitt af þrennu: — persónuleika kvenna sem velja karlastörf — hvort þátttaka kvenna í karlastörfum leiði til jafn- réttis — mannlýsingar Ég tel að betur hefði farið á því að marka skýran tilgang með viðtölunum. Kristín heföi t.d. getað lagt áherslu á að leita svara við því hvers vegna konurnar völdu sér karlastörf og síðan heföi hún getað dreg- ið almennar ályktanir af þeim. Þannig hefðu konur getaö fengið meiri og betri hugmynd- ir um starfsvalið og jafnvel heimfært þaö upp á sjálfar sig viö val framtíðarstarfs. Konurnar sem Kristín ræðir við eru í 7 ólíkum starfsgrein- um, ein er öskukarl, önnur stýrimaður og síðan koma smiður, prófessor, vélstjóri, söölasmiður og fangavörður. Fimm þeirra eru á aldrinum 21—29 ára, tvær eru á sextugsaldri. Allar, nema ein, hafa lengri skólagöngu aö baki en skyldunám og flestar eru í starfi sem krefst sérhæfös- náms. Fangavörðurinn, Guð- rún Óskarsdóttir, hefur ein- ungis lokiö skyldunámi og hún bendir á aö ófaglært fólk eigi fárra kosta völ í starfsvali. Hún og öskukarlinn, Steinunn Egilsdóttir, hafa sérstöðu þar sem þær vinna störf er ekki krefjast sérmenntunar; hinar konurnarhafavaliðsér lífsstarf og farið í nám til undirbúnings þess. Höfundur lýsir ungu konun- um lítillega, útliti og fari þeirra, en ekki hinum tveim. Aftur á móti er meira sagt frá uppvexti þeirra en hinna yngri. Oll hefj- ast viðtölin, nema við Stein- unni, á frásögn kvennanna sjálfra og mörg enda einnig á orðum þeirra. Höfundur lætur konurnar að mestu sjálfráðar í frásögn sinni og vinnur ekki mikið úr efninu. Það eru helst stutt innskot um viðmót kvenn- anna og óbeinar spurningar sem koma frá höfundi. Stund- um segir Kristín frá því að hún hafi fyrirfram gert sér hugmynd um hvernig þær konur væru er hún ætlaði að ræða við. Þess- ar hugmyndir byggði hún á því aö þær höfðu valið sér óhefð- bundin störf en í Ijós kom aö hugmyndir Kristínar reyndust rangar. Sem dæmi má taka frásögn hennar er hún hittir vélstjórann, Rannveigu Rist, í fyrsta sinn. Kristín segir: Rannveig er svo fín þegar við hittumst að það er ég sem verð hálffeimin. Hún er í helgarfríi, komin heilu og höldnu uppáyfirborðjarðar og til Reykjavíkur. Þetta er annað sumarið sem hún vinnur við Búrfellsvirkjun. Viö hittumst því í höfuð- borginni, enda er hún fæddur og uppalinn Reyk- víkingur. Hún er hávaxin og tíguleg, klædd vönduðum fötum í látlausum litum og snyrtingin óaöfinnanleg. Hafi ég vænst þess að hitta röggsama en hirðuleysis- lega brussu þá skjátlaðist mér hrapallega. Hún skildi alveg viðbrögð mín, sem ég reyndi þó að leyna með því að dást að jakkanum henn- ar. Hér væri tækifæri fyrir höf- undinn að staldra við og spyrja spurninga. Kristín hefði gjarn- an mátt velta þvi fyrir sér hvers vegna hún hefur þessar ranghugmyndir, hvort annað fólk hefur einnig slíkar hug- myndir um konur í karlastörf- um og hvaða áhrif þær gætu haft á konurnar. En því fer verr að hún lætur það ógert. Konurnar velja sér karlastörf af ýmsum ástæðum, t.d. vegna þess að þau eru betur launuð en kvennastörf, vegna áhuga á starfinu og til að losna við að vinna hefðbundin kvennastörf. Stýrimaðurinn, Sigrún Elín Svavarsdóttir segir t.d.: ,,Ég var með þeim á skak- inu allt sumarið og hét því að fara aldrei aftur í frystihúsið. Ekki það helvíti. Ég sá mér þarna leik á borði til að komast út úr því.“ Þær leggja allar áherslu á mikilvægi þess að vera sjálf- stæðar, vilja geta séð fyrir sér sjálfar og smiðurinn, Kristín Ragnarsdóttir, talar um mikil- vægi þess að trúa á sjálfa sig. Hún segir: „Smám saman rann það upp fyrir mér að það sem skiptir máli er aö trúa á eigin getu og láta álit þessara manna (þ.e. samstarfsmann- anna, innskot S.E.) lönd og leið. Fyrst í stað kostaði það átök aö klappa sjálfri sér á bak- ið þegar eitthvað lukkaðist vel, en bíða ekki eftir lofi frá öör- um.“ Það er misjafnt hvernig þeim gengur að hasla sér völl í starf- inu í byrjun en yfirleitt bera þær starfsfélögum sinum vel sög- 42

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.