Vera - 01.12.1985, Blaðsíða 46
því aö pabbi hennar og
mamma eru ekki bara pabbi og
mamma heldur sérstakir ein-
staklingar og aö þaö er ekki
svo létt aö vera Dísa, þótt hún
sé fallega sólbrún meö Ijóst
hár og um leið fer hún líka aö
átta sig á sjálfri sér og þar meö
verður auðveldara að ná sam-
bandi við annað fólk.
Allt þetta gerist án þess aö
nokkur stórátök eigi sér staö
eða dramatískir atburöir, en
hætturnar sem liggja í leyni
fyrir unglingunum eru sýnileg-
ar og nálægar og skapa vissa
spennu.
Meö því að byggja bókina
upp á þann hátt, að annars
vegar er sagt frá því sem ger-
ist, hins vegar skrifar Edda um
það í dagbókina sína, veröur
frásögnin fjörleg og ör, jafn-
framt fylgjumst við meö því
hvernig Edda upplifir hlutina
og hvernig hún þroskast og
öölast skilning á umhverfi sínu.
Það sem ég haföi mest gam-
an af er hvernig Edda lærir í
gegnum þunglyndi sitt og ein-
manakennd aö tjá sig (Ijóði. í
lokin er Edda ekki bara stelpa
í genginu sem er aö renna inn
í vináttusamband viö Steina;
hún hefur, eins og nýja vin-
kona hennar, Stína, sem lærir
á fiðlu af kappi og alvöru, fund-
ið sér íþrótt, Ijóðlistina, sem
hún vill vinna aö.
Stíllinn er eölilegur og
óþvingaður. Um málfar ung-
linganna er ég ekki alveg fær
aö dæma, en mér finnst eins
og ég heyri óminn af málfari
þeirra unglinga, sem gengu
um stofur hjá mér fyrir örfáum
árum.
Nú er ég bara að reyna aö
finna einhvern ungling sem ég
þarf að gefa jólagjöf.
GÓ
ÞETTA R
NÚ EINUM OF. . .
Höf.: Guðlaug Richter
Mál og Menning 1985
Þetta er nú einum of. . . ég
tek undir orö Stjána litla 10 ára
söguhetjunnar í bók Guðlaug-
ar. Eða er þaö ekki fullmikið að
eiga 5 yngri systkini, þar af 4
fjörugar systur sem maður þarf
oft aö passa fyrir mömmu?
Þegar maöur er ungur og fullur
af lífsfjöri, langar í slag meö
strákunum eöa í fótbolta eða
kannski aö eltast viö drauga þá
er nú ekki beint skemmtilegt
þegar alvara lífsins kallar meö
öllum sínum skyldum.
Sjálf á ég bara eina yngri
systur og þegar viö vorum litlar
ogégþurftiaðpassa. . .jáfuss
og svei hvaö þaö var leiöinlegt!
Sagan hefst þegar Stjáni er
á leið heim úr sveitinni eftir
skemmtilegt sumar. Hann á
heima í kjallaraholu í Vestur-
bænum ásamt 5 litlum systkin-
um og pabba og mömmu.
Pabbi er sjómaður og sjaldan
heima og mammma hefur svo
mikiö aö gera að hún sér aldrei
fram úr því öllu. Hún er stööugt
aö vinna. Stjáni kemst að því
aö þaö er líka vinna aö vera
heima meö allan barnaskar-
ann. Þaö er ekkert síöur vinna
n aö vera á sjónum eins og
pabbi. Þegar erli dagsins lýkur
situr hún viö aö sauma, staga
og stoppa og er alltaf hálfleið
og þreytt. Þaö er líka allt svo
miklu leiðinlegra þegar pabbi
er ekki heima.
En Iffiö á líka sínar björtu
hliöar. Þaö leynist ýmislegt
skemmtilegt í móunum og mel-
unum í Vesturbænum.
Gamla Tívolíið er á sínum
staö og enn er ekki allt orðið
fullt af húsum og hættulegum
götum.
Krakkarnir kunna að leika
sér og taka lífinu létt. Heima í
litlu kjallaraholunni má setja
upp leikrit í stofunni og ganga
í gluggakostunum og ekki er
einmanaleikanum fyrir aö fara
einsog hjá einbirnum.
Við fylgjumst með Stjána
heilan vetur og vinkum hon-
um bless í sögulok á stööinni
hjá BSÍ í Hafnarstæti næsta
vor. Hann er aftur á leið í sveit-
ina sína langþráðu, laus við
barnapössun og skóla. Pabbi
er oröinn landkrabbi og fjöl-
skyldan er aö flytja í stærri
íbúð. Lífið stendur ekki í stað,
það er alltaf aö gerast eitthvaö
nýtt og spennandi. Þegar
Stjáni kemur aftur í bæinn
næsta haust bíöur nýr skóli,
nýir félagar og nýtt hverfi upp-
götvunar. Svona er lífiö, kvíöi
og tilhlökkun, sorg og gleöi
skiptast á. Þetta könnumst viö
öll viö, krakkar ekkert síöur en
fullorðnir.
Bókin er svo skemmtilega
og lipurlega skrifuö aö hana er
bara hægt aö lesa í einni lotu.
Fín bók fyrir krakka á öllum
aldri. „Gefum henni 4 stjörn-
Bókasafnið býður upp a
þessa þjónustu
• Útlán bóka og
lestraraðstöðu fyrir
börn og ful/orðna
• Aðstoð við bókaval og
heimildasöfnun
ÚTLÁNADEILDIRNAR ERU Á EFTIRTÖLDUM
STÖÐUM:
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29 a
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16
Bústaðasafn, Bústaðakirkju
Sólheimasafn, Sólhcimum 27
LESTRASALUR FYRIR FULLORÐNA
er í Þingholtsstræti 27
LESTRARSALUR FYRIR BÖRN
eru í Bústaðasafni og Sólheimasafni
SÖGUSTUNDIR eru frá 1. október til 30. apríl, í aðalsafni
á þriðjudögum kl. 10.30—11.30, í Bústaðasafni á föstu-
dögum kl. 10—12 og í Sólheimasafni á miðvikudögum
kl. 10—12
• Heimsendingu bóka
til fatlaðra
SÉRÚTLÁN: Bækur lánaðar skipum og stofnunum.
Afgreiðsla í Þingholtsstræti 29 a
# Sögustundir fyrir
börn
BÓKIN HEIM — Sólheimum 27, sími 83780.
Heimsendingarþjónusta á prentuðum bókum við fatlaða og
aldraða. Símatími: Mánudaga og fimmtudaga kl. 10—12.
46