Vera - 01.12.1985, Side 49

Vera - 01.12.1985, Side 49
annast Einar Einarsson gítar- leikari, Pétur Grétarsson trommari, Sigurður Rúnar Jónsson ,,altmuligmand“, Tómas R. Einarsson kontra- bassaleikari og Valgeir Skag- tjörð píanóleikari. Samleikur þeirra og aðlögunarhæfni við spænskættaða takta eru til fyrirmyndar. Ekki get ég samt að mér gert að hrósa sérstak- lega Einari fyrir gítarleikinn, sem er með því besta sem ég hef heyrt á íslenskri plötu, og Pétri Grétarssyni fyrir fjöl- breyttan áslátt, og svo þeim Einari og Sigurður Rúnari fyrir útsetningu. Á morgun er pólitíska plata. Textar gegn her, fyrir friði og jafnrétti, um ástina, og endar skörulegt efnisvalið á falleg- asta lagi þessarar plötu og þótt víða væri leitað: Þökk sé þessu lífi, eftir chilönsku bar- áttukonuna Violetu Parra, í þýðingu Þórarins Eldjárns. Ég sagði pólitísk. . . þetta er póliltík hins æðrulausa og sjálf- stæða hugar, sem þorir og nennir að berjast fyrir lífi sínu og mannkyns þrátt fyrir von- laust ástand á stundum gagn- vart ,,kerfum“ heimsins. Þetta er baráttuplata fyrir lífinu, en líka lofsöngur um það, og allar ærlegar manneskjur geta tekið undir, láti þær af flokkspólitísk- um átrúnaði: og söngvar mín- ir eru ykkar söngvar og söngvar allra eru sömu söngvar (Úr þökk sé þessu lífi). í lokin smáathugasemd í sambandi við textablað, sem er mjög smekklegt, eins og albúmið: gjarnan hefðu mátt fylgja sögukorn með hverju lagi, um tilurð þess og höfund. Andrea Jónsdóttir Kvennaráðgjöfin Kvennaráðgjöfin hóf starf- semi sína í febrúar 1984. Hóp- ur kvenna tók sig saman og kom upp opinni ráðgjafarþjón- ustu fyrir konur, eitt kvöld í viku. Grundvöllurinn fyrir starf- seminni var það mat okkar að konur stæðu almennt verr að vígi en karlar félagslega og fjárhagslega og réttur þeirra væri oft fótum troðinn. Kvennaráðgjöfin var tilraun til að bæta úr því. Ráðgjöfinni er þannig hagað að 4—6 konur eru í ráðgjöfinni hvert opnunarkvöld. í ráðgja- farhópnum eru konur á ýmsum aldri, sem hafa lært eða eru að læra félagsráðgjöf eða lög- fræði. Konur leita til ráðgjafar- innar bréflega, með því að hringja eða koma. Þeim kon- um sem koma er boðið upp á að ræða sín mál við ráðgjafar- hópinn eða einkaviðtöl við eina eða fleiri úr ráðgjöfinni. Ekki þarf að gefa upp nafn og fyllsta trúnaðar gætt varðandi þær upplýsingar sem óhjákvæmi- lega koma oft fram í slíkum við- tölum. Ráðgjöfin er ókeypis, enda unnin í sjálfboðavinnu. Nú hafa um 300 konur leitað Kvennaráðgjafarinnar eða um 5 konur hvert opnunarkvöld. Langflestar konurnar, eða 240 hafa komið, en bréfaþjónustan verið mjög lítið nýtt. Við vitum að viö höfum ekki leyst allan vanda þessara kvenna, en erum þess fullviss- ar að flestar þeirra hafa fengið einhverja úrlausn með því að leita til Kvennaráðgjafarinnar. Þær konur sem leitað hafa til ráðgjafarinnar koma úr öllum stéttum, stunda mismunandi störf og hafa ólíka menntun. Stærstu hóparnir eru þó ófag- lærðar verkakonur og heima- vinnandi húsmæður. Meginhlutinn hefur leitað eftir upplýsingum eða ráðgjöf vegna hjónaskilnaðar eða ann- arra félagslegra eða persónu- legra vandamála. Flestar kon- urnar búa á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, en þó er töluvert um að konur ekki aðeins hringi heldur komi utan af landi. Það lýsir þörfinni fyrir þessa þjón- ustu að dæmi eru um það að konur leggi á sig 2ja stunda akstur til að koma í ráðgjöfina. Þessi mikla aðsókn I Kvennaráðgjöfinasýniraðekki er vanþörf á svona þjónustu, en vekur jafnframt spurningar um hvort ekki sé nauðsynlegt að efla enn frekar slíka þjón- ustu, bæði þannig að fleiri geti notið hennar og eins þannig að hægt sé að veita konunum sem leita eftir aðstoð betri þjónustu. Kvennaráðgjöfin er opin frá kl. 20—22 á þriðjudögum og er til húsa í Kvennahúsinu við Hallærisplanið. Síminn er 21500. Utanáskrift: Kvennaráðgjöfin Kvennahúsinu Vallarstræti 4 Pósthólf 836, 101 R. miaa •jikUiiP±\n í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur hefur afmælisnefnd í samvinnu við Sjónvarpið ákveðið að efna til samkeppni um lag tileinkað Reykjavík. _______________Verðlaunin_________________ Heildarverðlaun fyrir lag og texta nema kr. 175 þúsundum. Fyrstu verðlaun eru kr. 100 þúsund. Önnur verðlaun eru kr. 50 þúsund. Þriðju verðlaun eru kr. 25 þúsund. Lagahöfundur hljóti % verðlauna og textahöfundur xh eins og úthlutunarreglur STEFs segja til um. __________________Lögin___________________ Til þess er ætlast að lögin séu í dægurlagastíl frekar en einsöngs eða kórlagastíl og séu í algengri lengd slíkra laga. ________________Textarnir_________________ Texti skal fylgja hverju lagi og fjaUi efni hans um Reykjavík, sögu borgarinnar fyrr eða nú, mannlífið eða atvinnuhætti, eða hvaðeina annað er tengist 200 ára afmælinu eða höfuðborginni sjálfri. ______________Fyrirkomulag________________ Lögum (ásamt textum) skal skila í píanóútsetningu, eða skrifaðri laglínu með bókstafahljómum eða fluttum á tónsnældu. Skilafrestur er til 31. janúar 1986. Lögin og textar skulu vera í lokuðu umslagi merktu dulnefni. 1 því sama umslagi fylgi umslag merkt hinu sama dulnefni þar sem í er nafn höfundar eða höfunda ásamt nafnnúmeri, símanúmeri og heimilisfangi. _______________Dómnefnd___________________ Úr þeim lögum sem berast velur dómnefnd fimm lög sem keppa til úrslita í sjónvarpinu í mars 1986 eftir nánari reglum sem dómnefnd setur. Dómnefnd skipa: Svavar Gests, hljómlistarmaður, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður, Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður, Gunnlaugur Helgason, dagskrárgerðarmaður, Kristín Á. Ólafsdóttir, leikkona. __________________Útgáfa__________________ Afmælisnefndin áskilur sér rétt til að gefa út eða ráðstafa til útgáfu á hljómplötu/tónsnældu fimm efstu lögunum án frekari viðbótargreiðslu en um getur í töxtum STEFs varðandi hlj ómplötuútgáfu. ________________Utanáskrift_______________ Lög og textar sendist afmælisnefnd Reykjavíkur, Austurstræti 16, 101 Reykjavik fyrir 31. janúar 1986. i hmmmh 9|| AFMÆLlSNEFNOREnUAVÍKUR 49

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.