Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 7

Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 7
Ljósmynd: Me/issa, sem klám er ríkjandi en fræösla víkjandi og ennþá eru konur fremur í hlutverki þolandans en gerandans í kynlífinu. Sú afstaöa er nefnilega lífsseig að það séu að- eins „vergjarnar" konur sem séu virkar í kynlífi. Þrátt fyrir þetta dettur þó varla nokkrum manni í hug að neita því að konur hafi kynhvöt rétt eins og karlar. Sú goðsðgn lifir engu að síður góðu lífi að hvöt karlanna sé mun sterkari og verði hún íyrir einhverri örvun krefjist hún tafarlausrar útrásar. Nauðgun er t.d. ekki ósjaldan réttlætt með viðlíka rökum. Það lifir líka enn í gömlum glæðum þeirrar bábilju að kynhvötin sé árásargjörn en ekki blíð og elsku- full. Klámiðnaðurinn á ekki síst þátt í því að viðhalda þessari bábilju. Um leið við- heldur hann þeirri skoðun að kynhvötin sé fremur karlkyns en kvenkyns. Þó konur hafi eignast hlutdeild í kynnautninni þá eru hlutdeildinni þó takmörk sett. Takmörkin eru nánast dregin við diet-kynslóðina. Hinar einu sönnu kynverur eru taldarvera ungu fallegu stúlkurnar meðstóru brjóstin oggrönnu leggina. Þeim mun fjær sem konur eru þessari ímynd í útliti eða aldri, þeim mun minni kynverur eru þær taldar vera. Það má kannski heimfæra svipaða hluti upp á karla líka, því ansi mörgum finnst fráleitt og fara hjá sér við tilhugsunina eina um gamla karla og konur sem kynverur, hafandi kynhvöt og leitandi eftir fullnægju hennar. Kynlíf, í víðri merkingu þess orðs, virðir hins vegar engin útlits- eða aldursmörk. Það fylgir manneskjunni frá vöggu til grafar en er að sjálfsögðu breytilegt eftir aldursskeiðum. Kynlíf er nefnilega í rauninni allar þær tilfinningar, hvatir og gerðir sem tengjast því að vera manneskja af karl- eða kvenkyni. Oftast nær eru þessar til- hnningar tengdar annarri manneskju og fela í sér nærveru, umhyggju, gleði, ást, snertingu, örvun, þrá og fullnægju. Kynlíf getur auðvitað átt sér stað án þess að þetta sé með í för en þá einskoraðst það venjulega við kynfæri og samfarir saman- ber klámið. Slíkt kynlíf færir fæstum þá fullnægju sem þeir leita að. Samlíf með annarri manneskju er aftur á móti engin forsenda kynlífs. í einlífi getur verið fólgið fullnægjandi kynlíf. Slíkt verður hver og einn að skilgreina fyrir sjálfan sig. Um allt það sem hér hefur verið sagt og margt fleira fjallar VERA í greinum og viðtölum hér á eftir, í þeirri fullvissu að erótík og kynlíf sé konum mikilvægt. - isg. SÍÐASTA VÍGl KARLVELDISINS 7

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.