Vera - 01.10.1987, Side 8
„Hin kynferðislega óánægða kona, er
ekki óánægð vegna þess, að hana vanti sam-
farir, heldur þrátt fyrir þær, af því að
þær fullnægja henni ekki. Þessi kventegund
er algeng og auðþekkjanleg hinum reynda
lækni. Þar sem þær fá ekki fullnægingu að
næturlagi, leyta þessar konur uppbótar í
starfsemi dagsljóssins, og vekja athygli
með einhverju sérstöku framtaki. Hrun
og vonbrigði kynlífsins eru oft upphafið
að listrænum, félagslegum eða sjálfstæðum
lífsferli margra kvenna.”
Fritz Kahn, 1946:219
KONUR,
KYNLÍF OG
Hér að ofan er Fritz Kahn að lýsa konum
sem að hans mati eru öðruvísi en hin sanna
kona. Þetta eru þær konur sem sækja í
störf fyrir utan heimilið og ástæðuna segir
hann vera að þær fá ekki fullnægingu
í kynlífi. Eitthvað hljóma þessi rök kunnug-
lega þó svo erfitt sé að átta sig á hvar
maður hefur heyrt þau áður. Lýsingin er hluti
af staðalmynd (stereotype) kvenfrelsis-
konunnar sem skv. henni er Ijót, uppþornuð
kerling sem ekki gengur út eða er ófullnægð
eiginkona.
Þessi mynd af kvenfrelsiskonunni á sér djúpar rætur og ekki hægt
að fjalla um hana og bábyljur um kynlíf án þess að minnast á þann
sérfræðing sem á einn stærstan þátt í að skapa þá kvenímynd sem
konur í dag eru að berjast á móti. Þetta er auðvitað Austurríkismað-
urinn og geðlæknirinn Sigmund Freud. Enn í dag er þroskakenning
hans talin vera hin fullkomna andstæða við „feminisma" því hún
leitast við að réttlæta stöðu kvenna með því að segja að þær séu að
eðlisfari ekki eins þroskaðar og karlar. í kenningum Freuds er þaö
kynhvötin (libido) sem ræður ríkjum og hugmyndir þær sem hann
byggir á eru miðaðar við karlmenn og drengi. Freud sá fljótt að
kenningarnar gætu ekki átt við konur og í stað þess að endurskoða
kenningar sínar með hinn hluta mannkynsins í huga gerði hann eins
og svo margir karlkynsfræðimenn hafa gert í gegnum tíðina, lét
kenninguna standa en sagði að konur væru gallaöar. Flann sagði að
vegna þess að konur væru líffræðilega öðruvísi en karlar væri þroski
þeirra annar og minni en karla. FHann tók það sem gefið að konur
hefðu vanmáttakennd vegna þess að þær hefðu ekki tippi og kallaði
hana tippa öfund (penis envy). Hann sagði að vegna þess að stelp-
urnar væru samkynja móðurinni þyrftu þærekki aðganga í gegnum
þá reynslu sem fylgir Ödipusar komplexinum né þann aðskilnað frá
móðurinni sem drengir þyrftu að ganga í gegnum og sem gerir þá
að sjálfstæðum einstaklingum að hans mati. Þess vegna áleit Freud
að konur væru með minni réttlætiskennd en karlar, að þær væru síð-
ur tilbúnar til þess að takast á við alvöru lífsins og að dómgreind,
þeirra stjórnaðist oftar en ekki af tilfinningum. (Sigmund Freud,
1925:257-258).
8