Vera - 01.10.1987, Side 9

Vera - 01.10.1987, Side 9
í hugmyndum Freuds eiga uppruna sinn hinar ýmsu bábiljur sem fólk trúir enn þann dag í dag um konur. Þetta sést glöggt í bókinni kynlíf eftir Fritz Kahn, sem mikið var og er jafnvel enn í dag lesin á íslenskum heimilum. Fritz Kahn notar hugmyndafraeði Freuds um þroska kynjanna til að útskýra kynlíf og kynhegðun. Á bls. 7 vitnar hann beint í Freud og segir: ,,Margt kvenfólk er haldið kynferðislegri vanmetakennd gagnvart karlmönnum, af því, að þær hafa fengið þá hugmynd, að þær hafi ekki fullkomin kynfæri. Þessi vanmetakennd á sér djúpar rætur, og verður oft rakin allt til bernskuáranna, þegar telpan í fyrsta sinni gerði sér grein fyrir mismun kynjanna. . . „Sigmud Freud hefur kallað slíkar truflanir í djúpum vitundarinnar duldir (komplex); og þessa kynferðislegu vanmetakennd, sem ersvo algeng meðal kvenfólks, nefnir hann geldingarduld (kastrations- komplex). Þessi duid býr um sig í dulvitund fjölmargra kvenna og eitrar sálar- líf þeirra. Þær harma þau örlög sín, að þær skuli vera fæddar konur. Þaer eru afbrýðisamar gagnvart hinu kyninu og vanmeta hið sanna gildi kvenþjóðarinnar. Þær reyna eftiröllum mætti að líkjaeftir karl- mönnum, að keppa við þá og reyna jafnvel að taka þeim fram á eigin eðlissviði þeirra. í stað þess að reyna að öðlast heilbrigðan þroskaog kvenleganyndisþokka, berallt lifsviðhorf þeirra merki sál- sjúkrar sundrunar og lífslyga, sem kæfa hinar sönnu og eðlilegu eigindir kvenlegs sálarlífs. Við þetta bætast svo alls konar truflanir á kynferðislífi þeirra og jafnvel bein kynvilla." (Fritz Kahn, 1946: 7-8) En hvernig á maður þá að vera spyr ég? Fritz hefur svar á reiðum höndum. „Konan, hin þolræni eftirsótti aðili, er gædd fjölda áberandi og „töfrandi" kyneigindum: björtum hörundslit; löngu; liðuðu hári; hvelfdum brjóstum, sem mikið ber á framan á líkamanum; Ijósrauð- um vörum; fjörlegum augum; söngrænni rödd, sem heyrist langt til ogsem konan getur stjórnað til samræmis við málgefiðskaplyndi og hláturmildi; hvítum tönnum, sem sjást vel, þegar hún brosir; og að síðustu: líkamsilmi, sem vekur kynhrif hjá karlmanninum. Þetta eru þeir eiginleikar, sem konan er gædd frá náttúrunnar hendi, til þess að auðvelda henni að vekja hrifningu karlmannsins. Til þess enn- fremur að eiginleikar þessir skuli ekki látnir ónotaðir, hefur náttúran einnig gætt hana hégómagirnd, skrautgirni og lé-ttúð; glens og dað- ur og samkeppni við aðrar kynsystur er henni mjög eiginleg. Ber ekki að skoða þetta sem bresti kveneðlisins, heldur sem náttúrleg sérkenni kynsins." (Fritz Kahn, 1946:46) En hvað með allar stutthærðu, flatbrjósta, alvörugefnu konurnar sem eru lítið gefnar fyrir skraut? Ekki flokkast þær allar undir ófull- nægðar eiginkonur. Og hvað með karlana sem eru hégómagjarnir og skrautgjarnir, síðhærðir og hláturmildir? Og hvað með sam- keppnina á milli karlanna sem oft er svo grimm. Er náttúran þá alltaf að gera mistök eða hefur þér yfirsést eitthvað Fritz minn? En Fritz hlustar ekki og heldur áfram að lýsa konunni: „Vaxtarlínur hennar eru mjúkar og hreyfingar hennar hafa mýkt og þokka. Málrómurinn er ekki sterkur, heldur söngrænn. Andlit hennar þarf ekki að lýsa skapfestu, heldur miklu fremur ríku tilfinn- 9

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.