Vera - 01.10.1987, Side 10

Vera - 01.10.1987, Side 10
Ljósmynd: Suzanne Opton. . . þeirvirðasthafa völd og áhrif til þess að geta daemt þær konur afbrigði legar sem falla ekki inní kvenímyndina'' ingalífi með heiðríkju vorsinseða dulúð rökkursins. Þegar karlmaður talar, gefum vér einungis gaum að innihaldi ræðu hans, en fáumst lítið um það, hvernig hann segir það. Þessu er öfugt farið, þegar kona á í hlut. Okkur þykir miklu skemmtilegra að hlusta á fallega konu blaðra yndislega um hégómlega hluti, heldur en hlusta á karl- mannlegan kvenmann þylja spekiræður um þýðingarmikil mál. Okkar innra eðli krefst þess, að konan láti ekki stjórnast af karlmann- legum geðhrifum; að hugðarefni hennar beinist ekki að því að setja met í íþróttum og aflraunum eða að vera prófessor eða bílstjóri, heldur að því að verða ástmey, sem hægt sé að dást að, og móðir margra barna.'' (Fritz Kahn, 1946:47) KÚGUN KVENNA OG KYNLÍF „Heyrðu mig nú Fritz" ég var orðin reið. Ég hafði oft tekið eftir því að karlar hlusta ekki á það sem konur segja enda eitt af mark- miðum kvenfrelsisbaráttu að gera raddir kvenna heyranlegar en fyrr má nú vera. Mynd þessi sem Fritz dregur upp er af kúgaðri konu, konu sem er bara til til þess að fjölga mannkyninu, sem er bara til til þess að þókn- ast karlinum. Kúgun kvenna kemur ekki einungis fram í daglegu starfi þeirra heldur einnig i öllu samneyti hennar við karlinn þar á meðal í kynlífinu. Á sama hátt og konan er í þjónustuhlutverki á daginn hefur hún líka verið það á nóttunni. í gegnum tíðina hefur hún átt að vera til taks ef karlinn skyldi langa en ef hann langaði ekki þá átti hún að bíða með blíðu sína brosandi og ánægð. Hún mátti reyna að koma honum til við sig með því að vera sæt og hugguleg og ýta undir kyneinkenni sín með því að klæða sig þannig að kyn- ferði hennaryrði auðsjáanlegt. En hún mátti ekki nálgast hann beint né reyna við hann því konan hefur ekki fengið að þróa kynhvötina að því marki að vera kynvera sem nýtur kynlífs. í uppvexti lærði hún að bælaallt niður sem heitir kynhvöt ogsvoþegar hún hitti sinneina rétta átti húnaðhafasem minnsta reynslu af kynlífi helstenga. í upp- vexti hennar var lítið sem ekkert minnst á hlutverk hennar sem kyn- veru. Hún lærði að hún átti að vera sæt og fín, eitthvað til þess að dást að, hlutur til að gleðja auga karlmanna. Markmiðið var að þegar hún hitti karl þá væri það hann sem hefði reynsluna, hann átti að vera sérfræðingurinn sem kenndi henni. Hann átti að stjórna þar sem og annarsstaðar. Mörgum konum líður illa í þessu hlutlæga hlutverki því það er svo ópersónulegt og niðurlægjandi en þannig hefur það verið í gegnum tíðina að konan hefur þurft að upplifa kyn- ferði sitt í gegnum karlinn. Þetta hlutverk kvenna endurspeglast m.a. í vændisiðnaðinum og fegurðarsamkeppnum og hefur ekki breyst með auknum menntunarkröfum til kvenna. Karlinn aftur á móti hefur fengið að þroskast sem einstaklingur með kynhvöt. Hann hefur ekki þurft að bæla niður kynhvötina og skammast sín heldur mátt vera stoltur af henni og getað gortað af bólförum og reynslu sinni á þessu sviði. Sú bábilja hefur lengi verið við lýði að kynkvöt karla safnist upp og þeir hafi þörf fyrir og verði að fá kynferðislega útrás reglulega. í kringum þessa mítu hefur allur vændisiðnaðurinn dafnað um aldaraðir. „Þannig hafa samfarir verið um aldaraðir þjónusta sem karlmað- urinn þakkar konunni fyrir með því að gefa henni gjafir og tryggja að hún hafi í sig og á, en það að þjóna þýðir að það er einhver herra til að þjóna það er ekkert gagnkvæmt við það'' (Simone de Beauvoir, 1972). TIPPI OG ÖNNURORÐ Erótískt orðalag endurspeglar þessi ólíku kynhlutverk kynjanna. Það er talað um að karlmaður hafi „komist yfir'' konu hann hafi „tekið hana", það sé búið að „serða" hana þegar samfarir hafa átt sér stað. Orðalagið ber oft keim af veiðimennsku eða hernaði. Það er talað um „fallna konu" að hún hafi „látið eftir" honum og það er talað um „ástarbrögð", „blíðubrögð" eða „hvílu- brögð" Fritz lýsir kynhvöt karlmannsins á eftirfarandi hátt: „Með kænsku veiðimannsins reynir hann að komast yfir bráð sína og lætur sér þá ekki allt fyrir brjósti brenna. Því nær sem hann kemst markinu og því meir sem hórmónaframleiðsla kynkirtlanna eykst, því ákafari verður hann og jafnframt hispurslausari í hegðun sinni. Að síðustu verður hann beinlínis ásækinn, og ef svo ber undir, jafnvel ruddalegur. Þar sem karlmaðurinn hefur margar kynfrumur aflögu, er hann ekki sérlega vandfýsinn í vali sínu. Það skiptir ekki mjög miklu máli, 10

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.