Vera - 01.10.1987, Síða 12

Vera - 01.10.1987, Síða 12
Júnínótt Ijóð fyrir flautu Fuglar sungu í augum okkar fingur okkar flögruðu frá draumi til draums varir mínar á öxl þinni andvarinn svo innilega glaður varir þínar og tunga fljúgandi blóm ég var land þeirra þessa nótt ég var vötn fjöll mold en mest ofsaglaður lækur sem rann milli fóta þinna og sogaði þig niður í hylinn og sem krystall glitraði sæði þitt í hylnum Svo heit voru hjörtu okkar svo heit slógu þau saman Svo heit voru hjörtu okkar svo heit að frostið getur aldrei framar hert þau og alltaf síðan syngjum við í blóði hvors annars alltaf síðan syngjum við í blóði hvors annars Nína Björk Árnadóttir Úr Ijóðabókinni „Svartur hestur í myrkrinu" útg. 1982. 1\\ a5^ —— annað en vinahót en fann svo allt í einu (eins og þegar maður byrjar á túr) að ég var bráðnuð fyrir þér, — var ég bara venjuleg kona í vonlausri leit að ást. Sem hún svo sat þarna við hlið mér þetta janúarkvöld og spurði hvort hún mætti koma með mér heim — gat ég ekki annað en stunið upp að ég héldi að ég væri orðin ástfangin (eins og maður segir frá blæðingum afsakandi, áður en maður stendur upp með rauðan blett í buxunum) — þá brostirðu, þessu yfirvegaða brosi, horfðir róleg í augu mér og ég fann líkama okkar hitna í miðjum glaumi danshússins. Svo ótrúlegt getur lífið orðið að upp frá þeim degi höfum við verið saman, og enn hef ég á tilfinningunni að ég sé nýbyrjuð á túr og finnst gott að láta ástina streyma líkt og blóðið og leysa úr viðjum líkama okkar þegar við sameinumst í útrásinni. Elísabet Þorgeirsdóttir Úr Ijóðabókinni ,,Augað í fjallinu, útg. 1977. 12

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.