Vera - 01.10.1987, Qupperneq 17
varpsþáttum eins og Dallas. Svo dæmi sé
tekið, þá mátti kona nokkur alls ekki kyssa
fatlaðan karlmann í einum slíkum þætti
vegna þess að það gæti alið á einhverjum
dularfullum hvötum hjá honum.
En geta mænuskaddaðir þá ekki notið
kynlífs? Jú, segir Elísabet, en þeir verða bara
að finna til þess nýjar leiðir. Þeir verða t.d.
að leita að nýjum kynörvandi stöðum á
líkamanum. ,,Þó þeir geti kannski ekki feng-
ið fullnægingu eins og óskaddaðir þá geta
þeir orðið fyrir öðrum og sambærilegum
viðbrögðum. Auðvitað geta þeir svo notið
kynlífs andlega og líkamlega ef þeir eru með
annarri manneskju sem þeir treysta fyrir
líkama sínum og tilfinningum. Slíkt traust er
alltaf undirstaða góðs kynlífs hvort sem í
hlut eiga fatlaðir eða ófatlaðir."
Það vakti athygli mína að Elísabet sagði að
fleiri fatlaðir karlar en konur færu í sambúð
eða giftust og þetta gilti ekki bara hér á landi
heldur víðast hvar. Ég spurði hana hvort hún
ætti einhverja skýringu á þessu? „Ég hef velt
þessu mikið fyrir mér og komist að þeirri ein-
földu niðurstöðu að konur geta frekar en
karlar hugsað sér að fara í það hlutverk að
aðstoða hinn fatlaða við ýmsa hluti s.s.
hreinlæti. Þetta er sjálfsagt framlenging á
móðurhlutverkinu. Karlmenn geta síður
hugsað sér að taka að sér þessa umönnun."
Til þess að fatlaðir nytu kynlífs sem best
þyrftu þeir oft á hjálpartækjum að halda. Á
Norðurlöndunum er litið á þau sem eðlileg
en hér á landi sem klám, sem kæmi Trygg-
ingastofnunekkertvið. „Kynlíf er hinsvegar
hluti af okkur og lífinu sjálfu sem við eigum
hvorki að halda niðri eða blása upp. Æski-
legaster að hægtséað tala um kynlíf á opin-
skáan og eðlilegan hátt. Það þarf að koma
umræðunni um það inn í fjölmiðla því það
sem háir fólki ekki síst er að það veit ekki
hvað hlutirnir heita. Það kann ekki að tala
um kynlíf."
- isg.
Hver kannast ekki við karla með gráa fiðringinn? Þessa sem
eru alls staðar á höttunum eftir selskap ungra stúlkna og hafa
einstaklega gaman af að láta sjá sig með þeim á opinberum
vettvangi? Eða hina sem allt í einu verða haldnir óstjórnlegri
þörf fyrir að yngja upp hjá sér? Þetta eru karlarnir sem
almannarómur segir að hafi svo sterka lífs- og kynhvöt að
þeim dugi ekkert annað en ungar og kröftugar stúlkur. Þeir
geta auðvitað ekki verið að dragnast með gamlar kerlingar
sem reyndar eru oftast yngri en þeir sjálfir. Þetta eru karlarnir
sem almenningur kinkar viðurkennandi kolli eða blikkar auga
til þegar þeir láta sjá sig með unga stúlku sér við hönd.
En eru þeir eins kraftmiklir og af er látið? Eru miðaldra
konurnar þeirra eins úr sét gengnar og menn vilja vera láta?
Eða er þessu kannski einmitt öfugt farið? Eru miðaldra karlar
á flótta undan kröfum sem þeir geta ekki staðið undir?
Standast þeir konum sínum ekki snúning? Hvað segja kynlífs-
fræðin?
Kynlífið er fylgifiskur mannsins frá vöggu til grafar en á
þroskaferli sínum gengur maðurinn í gegnum mismunandi
þróunarstig. Kynlíf barns er fremur óvirkt og gengur kannski
fyrst og fremst út á það að uppgötva að barnið er ákveðins
kyns. Það er ekki fyrr en við kynþroskaskeiðið sem unglingur-
inn er í stakk búinn til að fara að læra sitthvað um virkt kynlíf.
Þá getur unglingurinn farið að prófa sig áfram með erótískar
tilfinningar og læra inn á líkama sinn. Beinar samfarir eru
hins vegar líklegar til að veita unglingnum litla ánægju hvað
þá fullnægingu — til þess þarf hann aukinn þroska.
Mjög mörgum sem um þessi mál fjalla ber saman um að
konur verði kynferðislega fullþroska 30—35 ára en einmitt á
þeim aldri upplifa margar konur sína fyrstu fullnægju í kynlífi.
Þar er hins vegar vert að undirstrika að í þessu efni er ekkert
algilt. Það gildir í þessu, eins og flestu öðru manneskjunum
viðkomandi, að svo er margt sinnið sem skinnið. En 35 ára
kona hefur yfirleitt sterkari sjálfsímynd en tvítug stúlka. Hún
hefur öðlast þroska af lífinu, kann að gera kröfur til sín og
annarra og veit hvað hún vill. Kona sem komin er yfir 35 ára
aldur er því líkleg til að hafa sterkari kynhvöt og njóta kynlífs
betur en yngri kona. En því aðeins nýtur hún þess, að makinn
sé tilbúinn að leggja eitthvað á sig í ástarleiknum.
Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar fjallað er um
gráa fiðringinn. Það sem karlmennirnir eru nefnilega í raun
og veru að gera, er að þeir losa sig úr sambandi við full-
þroska konu og ná sér í aðra sem ekki hefur náð fullum
þroska. Sú spuming hlýtur að vakna hvernig á þessu standi?
í þessu samfélagi eilífrar æsku getur verið erfitt að eldast (á
auðvitað jafnt við um konur og karla) og sjá unga menn skjót-
ast fram úr sér á öllum sviðum þjóðfélagsins. Til að flikka upp
á sjálfsímyndina og framlengja æskuna bregða sumir karlar
því á það ráð að reyna fyrir sér hjá ungum stúlkum. Kyndeyfð
gerir líka oft vart við sig hjá körlum með aldrinum og sumum
finnst auðvitað nærtækast að kenna eiginkonunni um það. í
raun réttri eru karlarnir þó að skýla eigin getuleysi fyrir sjálf-
um sér og umheiminum.
Ungar stúlkur vita oft á tíðum ekki hvernig gott kynlff getur
verið og þær gera því ekki sömu kröfur og fullþroska konur.
Ef kynlífið með eldri karlmanni er ekki upp á það besta eru
þær tilbúnar til að taka á sig sökina — ekki getur sökin verið
hans sem hefur svo mikla reynslu?
Afleiðing grá fiðringsins er því oft á tíðum sú að allir sitja
uppi með sárt enni. Karlinn vegna þess að hann gat auðvitað
ekki hlaupið frá aldrinum fremur en pönnukakan frá úlfinum,
unga konan vegna þess að hún kennir sjálfri sér um ófull-
nægjandi ástarlíf og eiginkonan vegna þess að hún upplifir að
sér hafi verið hafnað — kastað burt — og sjálfsímyndin bíður
hnekki. Karlinn hefur aðeins eitt fram yfir þær — hann hefur
almenningsálitið með sér. En það er reyndar ekki svo lítið.
Og allt á þetta líklega rætur sínar að rekja til þess að aldur
og þroski er ekki metinn að verðleikum í nútíma samfélagi.
- isg
17