Vera - 01.10.1987, Page 18

Vera - 01.10.1987, Page 18
\ „Við þurfum að læra að horfa á uppá nýtt" Jóna Ingibjörg Jónsdóttir er 26 ára hjúkrunarfræðingur B.S. Hún útskrifaðist frá Háskóla íslands 1985, vann í eitt ár en hélt síðan til Bandaríkjanna í framhaldsnám. Jóna hélt nám- skeið hér heima í sumar fyrir konur um kynlíf kvenna og komust færri að en vildu. VERA ákvað að forvitnast svolítið um skoðanir og viðhorf konunnar sem svo skyndilega varð á Hverskonar nám er þetta sem þú sundar núna, JónaP Þetta er tveggja ára nám í kynlífsfræðslu sem veitir meistaragráðu í kennslufræði. Að því loknu gæti ég t.d. samið námsskrá fyrir ýmsa hópa, kynlífsfræðslu fyrir grunnskóla eða námskeið fyrir heilbrigðisstéttir. Annars eru möguleikarnir margir t.d. við sjálfstæð kennslustörf eða ráðgjöf. Fleiri ættu hiklaust að mennta sig á þessu sviði og þá sérstak- lega í ráðgjöf og meðferð. En ég mun aðal- lega mennta mig á sviði kynlífsfræðslu og ráðgjafar. Þetta er enn alveg óplægður akur hér heima. Hversvegna valdir þú þetta námP Ég hef alla tíð haft áhuga á þessum þætti mannlífsins. Kynlíf í okkar samfélagi er ,,taboo", það er sveipað þagnarhelgi sem gerir það forvitnilegt og leyndardómsfullt. Það sem olli því endanlega að ég ákvað að fara í þetta nám var skortur á kynlífsfræðslu í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Þegar ég var þar á síðasta ári gerði ég rannsókn ásamt sjö samnemendum mínum um við- horf og þekkingu hjúkrunarfræðinema til kynlífsfræða. Þá sá ég að greinilega var þörf á menntuðu fólki til að sinna fræðslu og ráð- gjöf hér á landi. Jóna, þegar þú talar um kynlíf notar þú orð/ð í annarri merkingu en ég á að venjast. Hver er þín skilgreiningP allra vörum í sumar. Rætt viðjónu Ingibjörgu um kynl ífsfræðslu okkur Á íslandi, eins og í mörgum öðrum lönd- um, er kynlíf afar þröngt skilgreint. Orðið kynlíf er ídaglegu tali notaðyfirsamfarir. Ég nota þvi orðið í viðari merkingu en það hef- ur í huga margra. Á sama hátt og við getum ekki skilgreint félagslíf sem fundarhöld, ein- göngu, ættum við ekki að skilja kynlíf sem samfarir, eingöngu. Kynlífer ævilangur fer- ill, við erum kynverur frá fæðingu til dauða- Kynlíf er skilgreint á heildrænan hátt. Það nær yfir líkamlega, sálræna, andlega og félagslega þætti einstaklingsins. Okkar vestræna menning eða það þjóð- félag sem við lifum í er kynferðislega bælt þjóðfélag. Það eru ákveðnar samskiptaregl- ur sem við lútum. Staðlaðar líkamsímyndir eru tilbeðnar í auglýsingum og tískuiðnaði. Nekt er ekki lengur tekin sem nekt heldur ávallt notuð (ákveðnum tilgangi, sem sölu- vara eða til að selja vöru. Sjálfsfróun er ekki talin eðlileg og sjálfsögð sjálfsþekking. Sam- kynshneigð er bönnuð eða litin hornauga. Þetta þjóðfélag hefur líka tilhneigingu til að útskúfa öðrum en hinum ungu og fallegu s.s. unglingum og öldruðu fólki. Ekki nóg með það að þjóðfélagið stuðli að kynferðislegri bælingu einstaklingsins heldur búum við líka við skort á kynfræðslu og upplýsingum. Það er algengt viðhorf að kynfræðsla í skólum verði bara til þess að krakkarnir fari að ,,fikta" þarna gætir aftur þess misskilnings að kynfræðsla sé kennsla í samfaratækni. Það er að sjálfsögðu alger misskilningur. Heldur tel ég að góð fræðsla ætti að auka virðingu og skilning kynjanna á tilfinningum og viðhorfum í kynlífi og stuðla þannig að betri og þroskaðri ein- staklingum. Ef það þykir ekki eðlilegt að tala um kynlíf, líkt og aðra hluti ( mannlegum samskiptum, þá er viðbúið að allt frjósi fast þegar vandamál koma upp. Oft er erfitt að 18

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.