Vera - 01.10.1987, Page 20

Vera - 01.10.1987, Page 20
„Vertu viss, ég mun einskis láta ófreistað til að eyðileggja hana og brjóta niður í henni allar þessar fölsku siðgæðishug- myndir sem búið er að rugla hana með. í tveimur kennslustundum skal ég gera hana mér jafna. Eins mikið glæpakvendi og ég er sjálf, eins svallsama og drykkfellda, já í einu orði sagt; jafn gjörspillta og ég er". Úr Philosophy in the Bedroom eftir Marquis de Sade. Myndskreyting við bókina Justine eftir Marquis de Sade. Marquis de Sade sem hét réttu rtafni Donatien — Alphonse — / Francoisde Sade var uppi áárunum 1740—1814. Hann er tvímaela- laust fremstur allra klámkónga bæöi fyrr og síðar og aðalhöfundur þeirrar hugmyndafræði sem nútíma klámiðnaður byggist á. De Sade var rithöfundur og atkvæðamikill kynlífssvallari og ofbeldis- maður. Hann rændi konum (stundum keypti hann þær, einkum gleðikonur), hélt þeim föngum í húsi sínu, pyntaöi þær, naugaði og misþyrmdi, byrlaði nokkrum fórnarlamba sinna eitur og að lokum tókst honum aö.murka lífið.jjr einu þeirra. hað var fimmtán ára stúlka, ein af fimm á líkum aldri sem hann hélt innilokuðum á sveita- setri sínu Lacoste í Frakklandi. Hún dó af sárum sínum eftir margra mánaða þjáningar en de Sade meinaði stúlkunum um læknishjálp. Þá þegarvar hanndæmdur maðuren hafði komistundan réttvísinni til Ítalíu og lék þar lausum hala. Síðar sneri hann aftur til Frakklands og ennþá tókst honum að sleppa frá glæpum sínum enda var hann af göfugum ættum og átti áhrifamikla vini sem héldu yfir honum verndarhendi. Samt var honum stungið inn að lokum en þá var búið aödæma hann til dauöa. Fyrir misskilning varannar maður með líku

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.