Vera - 01.10.1987, Side 31
Markmið ríkisstjórnarinnar
(tillaga í stjórnarmyndunarviðræðum 1987)
Fyrsta og stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórn-
ar er aö tryggja öllum þegnum þjóöfélagsins
tekjur sem duga til framfærslu. Ríkisstjórnin
mun vinna sérstaklega að því að styrkja stöðu
fjölskyldunnar, bæta kjör kvenna og barna og
auka áhrif kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins.
Annað meginverkefni ríkisstjórnarinnar
verður tiltekt í ríkisbúskapnum, hagræðing,
sparnaður og gagnger endurskoðun tekjuöfl-
unar ríkissjóðs. Áhersla verður lögð á stór-
efldar skattrannsóknir og eftirlit sem sérstak-
lega beinist að undandrætti undan söluskatti.
Allar aðgerðir verða að hafa það að meginmark-
miði að dreifa byrðunum réttlátlega og jafna og
bæta félagslega þjónustu.
Menntun, menning og rannsóknarstarfsemi
verði efld, enda er það sá grunnur sem þjóð-
félag framtíðarinnar byggist á.
Valddreifing í stjórnkerfinu verði aukin. Fjár-
hagslegt sjálfstæði sveitarfélaga verði tryggt.
Ohjákvæmiiegt er að gera átak til virkari og
hagkvæmari stjórnunar umhverfismála í einu
ráðuneyti.
I Efnahags- og ríkisfjármál
Eitt af meginverkefnum nýrrar ríkisstjórnar hlýtur aö
verðatiltekt í ríkisbúskapnum, hagræðing, sparnaður
og gagnger endurskoðun tekjuöflunar ríkissjóðs.
Allar aðgerðir á þessu sviði verða að hafa það að
meginmarkmiði að dreifa byrðunum réttlátlega og að
jafna og bæta félagslega þjónustu.
Hagræðing og sparnaður
1) Tekin verði upp breytt aðferð viö fjárlagagerð, þar
sem hætt verði við sjálfvirka framreiknun. Mark-
mið fjárveitinga veröi endurskoðuð reglulega.
2) Tekin verði upp markvissari stefna í bygginga-
framkvæmdum hins opinbera með áætlunum til
lengri tíma, þar sem gengið er út frá skemmsta
mögulega byggingartíma.
3) Stöðvaður verði undirbúningur undir frekari virkj-
anir.
4) Stóriðjunefnd verði lögð niður.
5) Endurskoðað verði fyrirkomulag launa fyrir þátt-
töku í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera.
6) Rekstrargjöld ráðuneyta og ríkisstofnana verði
tekin til rækilegrar endurskoðunar, sparnað í
ferða- og risnukostnaði og bílamál athuguð sér-
staklega.
Tekjuöflun
1) Áhersla verði lögð á stórefldar skattarannsóknir og
eftirlit sem sérstaklega beinist að undandrætti
undan söluskatti.
2) Skattlagning á fyrirtæki og fjármagnseigendur
verði endurskoðuð þegar í stað.
3) Skyldusparnaður verði lagður á fyrirtæki og arður
af hlutabréfum skattlagður.
4) Tekinn verði upp stighækkandi skattur á eignir
umfram hófleg mörk.
5) Tekjuskattsþrep verði a.m.k. tvö.
Lántökur
Áhersla verði lögð á innlendar lántökur og innlendan
sparnað og erlendum lántökum settar strangar skorð-
ur.
II Launa- og kjaramál
1) Sett verði lög sem banna að greiða laun fyrir dag-
vinnu sem eru undir framfærslukostnaði ein-
staklinga. Þvi verði Hagstofunni falið að reikna út
framfærsluvísitölu einstaklings, en þar til hún ligg-
ur fyrir verði miðað við hlutfall af framfærslu vísi-
tölufjölskyldunnar. Ellilífeyrir og örorkulífeyrir sé
aldrei lægri en svo, að viðkomandi hafi heildarlíf-
eyri sem jafnist á við lágmarksdagvinnutekjur.
2) Ákveðnu prósentuhlutfalli af heildarlaunakostnaði
ríkisins verði varið til að hækka laun þeirra sem
starfa hjá ríkinu í heföbundnum kvennastörfum.
Markmið er að þetta verkefni komist í framkvæmd
í ársbyrjun 1988. Sett verði á fót nefnd til aðsjá um
endurmat á störfum kvenna.
3) í samningum ríkisins við starfsmenn sína skal
vægi dagvinnulauna aukið með hækkun grunn-
taxta dagvinnu og lækkun eftirvinnustuðuls.
4) Komið skal á sveigjanlegum vinnutíma þar sem því
verður við komið hjá starfsmönnum ríkisins.
5) Heimilisstörf verði metin til jafns við önnur störf
sem starfsreynsla á vinnumarkaðnum. Lífeyris-
réttindi heimavinnandi fólks verði tryggð.
6) Fæðingarorlof verði lengt í 6 mánuði nú þegar og
miðist viö launatekjur og heimavinnandi fái fullar
viðmiðunargreiðslur.
7) Tryggt verði að tekjur, sem miðast við framfærslu-
kostnað verði ekki skattlagðar. Samsköttun verði
afnumin og þeim fjármunum varið í hækkun barna-
bóta.
III Atvinnumál
1) Hlutverk stjórnvalda á fyrst og fremst að vera fólgið
í upplýsingaöflun og ráðgjöf, markaðsleit og að-
stoð við fjármögnun, sem mismunar ekki verkefn-
um og styðst við raunhæfar áætlanir, en ekki ósk-
hyggju.
2) Efla skal menntun og rannsóknarstarfsemi, sem er
grundvöllur uppbyggingar og nýsköpunar í at-
vinnulífi þjóðarinnar.
Sjávarútvegur
1) Við endurskoðun kvótakerfis verði komið í veg fyrir
verslun með kvóta og tryggt að flutningur kvóta
milli byggðalaga verði einungis ef vinnslustöðvar
anna ekki því sem berst á land.
2) Lögð verði áhersla á fullvinnslu sjávarafurða hér á