Vera - 01.10.1987, Síða 36

Vera - 01.10.1987, Síða 36
aö þaö var ekki núverandi meirihluti sem lét gera skipu- lagið og þ.a.l. hefur hann engan áhuga á því. Sömu sögu má kannski segja um skipulag og framkvæmdir í Selásnum. Á sama tíma er unnið af mun meira kappi viö Skúlagötu og í Grafarvogi. Til aö ýta viö málefnum Grjótaþorps flutti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ásamt meö öörum fulltrúum stjórnar- andstööunnar í borgarráði, tillögu um aö gerð yröi áætl- un um framkvæmdir í Grjótaþorpi sem miðaðist viö aö hefjast handa um endurnýjun lagna strax í sumar og aö frágangi gatna, gangstíga, o.fl. yröi lokiö á næsta ári. Jafnframt flutti Sólrún tillögu um aö borgin festi kaup á húseigninni Mjóstræti 2 með það fyrir augum aö selja hana aftur meö kvöö um endurbætur í samræmiö viö skipulag þorpsins. Var þetta gert til aö koma í veg fyrir aö ,,spekúlantar“ keyptu húsiö til niðurrifs og byggöu þess í staö mannvirki sem væri í andstööu við ásjón Þorpsins. Var fyrri tillögunni vísað til geröar næstu fjár- hagsáætlunar en sú síðari var samþykkt og nú á borgin húseignina Mjóstræti 2. Eftir þessi kaup er hægt aö veröaörlítiö bjartsýnni á aö ásjóna Grjótaþropsins fái aö halda sér, úr því sem komið er. tfgreiðslutími verslana Ef aö líkum lætur verður afgreiöslutími verslana í Reykjavík því sem næst frjáls frá og meö september. Meö öörum orðum, verslanir mega hafa opiö frá morgni til miðnættis alla daga vikunnar allan ársins hring ef undan eru skildir örfáir dagar s.s. jóladagur, páskadag- ur og föstudagurinn langi. Um þetta ,,frelsi“ virðast nær allir borgarfulltrúar sammála aö frátöldum borgarfull- trúa Kvennalistans og Magnús L. Sveinssyni frá Sjálf- stæðisflokki en hann er jafnframt formaöur VR. Meira aö segja flokkur hinna vinnandi stétta, Alþýðubanda- lagiö, er tvístígandi gagnvart breytingunni. Það eru auövitaö rök meö breytingunni aö þjónusta viö neytendur eykst aö því leytinu til aö þeir geta verslaö lengur. Ástæöunnar fyrir því aö borgarfulltrúi Kvenna- listans greiöir atkvæöi gegn þessu eru hins vegar marg- ar. I því sambandi má m.a. nefna aö ef núverandi heimild til verslunar væri nýtt, en hún er nú 70 klst. á viku ætti tíminn aö dugaflestum. Lengri verslunartími hefur fyrst og fremst í för meö sér aukna vinnuþrælkun á verslunarfólki, sem aö stærstum hluta til eru konur, hann mun að öllum líkindum leiða til hærra vöruverðs, enda eykst kaupmáttur Reykvíkinga ekkert viö lenging- una, hann eykur líkurnar á því aö kaupmennirnir á horn- inu gefist upp í samkeppninni viö stórmarkaðina og af- leiöingin af þvi yrði verri þjónusta viö neytendur a.m.k. þá sem ekki hafa bíl til aö skjótast i stórmarkaðinn. Rök- in um betri þjónustu eru því harla vafasöm þegar á heildina er litið. Barnavernd um helgar Samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna ber borginni aö sjá til þess að hægt sé aö ná til starfsmanna barnaverndarnefndar hvenær sólarhringsins sem er. Þessa skyldu hafa borgaryfirvöld vanrækt mörg undan- farin ár. Árlega hefur Félagsmálastofnun fariö fram á fjárveitingu til aö standa straum af bakvaktaþjónustu í barnaverndarmálum enda skynja starfsmenn stofnun- arinnar best hvaö í húfi er. Hafa þeir m.a. í viðtali viö Veru bent á þá nöturlegu staðreynd að borgarbúum stendur til boöa bakvaktaþjónusta ef skólpið bilar en ekki ef um er aö ræöa barn í neyð. Oft á tíðum hefur félagsmálaráö samþykkt aö mæla meö fjárveitingu viö borgarráö og borgarstjórn, en þegartil kastanna kemur þá stinga sjálfstæðismenn öllu saman undir stól og vanrækslan heldur áfram. Vegna þessa flutti Kvenna- framboöið ævinlega tillögu um slíka bakvaktaþjónustu þegar fjárhagsáætlun borgarinnar var til afgreiðslu en fékk litlar undirtektir hjá meirihlutanum. Þann 10. júní s.l. birtist opiö bréf í Morgunblaðinu til formanns félagsmálaráös frá Grétari Marinóssyni sál- fræöingi þar sem hann lýsir óskemmtilegri reynslu af árangurslausum tilraunum sínum til að ná í starfsmenn Félagsmálastofnunar í bráöu barnaverndarmáli. Þar sem bréf þetta gaf ágætt tilefni til að endurvekja gott mál, þá fluttu Kristín Ólafsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tillögu um þaö í félagsmálaráði, aö farið yröi fram á aukafjárveitingu frá borgarráði til að koma á bak- vaktaþjónustu um helgar í tilraunaskyni fram til ára- móta. Þegar þetta er skrifaö er tillagan enn í salti inni í félagsmálaráði og er meö engu móti hægt að segja hvaöa afgreiðslu málið fær þar eöa þá í borgrráöi — ef þaö kemst svo langt. Umferðarnefnd í öldudal Þaö er ekki laust við aö ýmsum hafi fundist umferöar- nefnd Reykjavíkurborgar dálítiö aögeröalítil þaö sem af erþessu kjörtímabili. Hafaafköstnefndarinnarveriö lítil og nefndin þurft langan tíma til aö afgreiða einföldustu mál. Má í því sambandi nefna að þaö tók nefndina hált ár aö samþykkja umbætur á gatnamótum Sogavegar og Réttarholtsvegar sem auka öryggi barna á leiö til skóla. Haföi tillögu frá stjórnarandstöðunni í borgarráöi um þetta efni verið beint til nefndarinnar í janúar s.l. og í júlí var málið loksins afgreitt heldur útþynnt. Þaö er þó fyrst þegar kemur aö hraðatakmarkandi aðgerðum s.s. öldum sem aögerðaleysi nefndarinnar vekur athygli. Á borgarstjórnarfundi þann 18. júní, lagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fram fyrirspurn í nafni stjórnarandstöðunnar um þaö hversu margar umferð- aröldur heföu veriö geröar á árunum 1985—87. Jafn- framt spurði hún hvaöa atriði heföu náö fram að ganga af þeim sem gerö var tillaga um í skýrslu frá 1984 um umferðaraðstæður við skóla í Reykjavík. í ágúst s.l. var lagt fram svar viö þessari fyrirspurn og þá kom í Ijós að á á árunum 1985 voru gerö 21 alda, á árinu 1986 34 öldur og á árinu 1987 9 öldur. Allar þessar öldur voru samþykktar fyrir júní 1986 þ.e.a.s. fyrir daga núverandi umferðarnefndar eöa kannski væri nær aö segja fyrir formennsku daga Haraldar Blöndals í nefndinni. Þær öldur sem núverandi nefnd hefur samþykkt, mætti án efa telja á fingrum annarrar handar. Engin þeirra virðist svo enn hafa komið til framkvæmda. Magdalenu Schram og Katrínar Fjeldsteö er nú sárt saknað af þeim sem meta öryggi barna í umferðinni meira en hraðar samgöngur einkabíla. Þaö skyldi þó aldrei vera aö afstaöa til umferðarmála hafi eitthvaö með reynsluheiminn aö gera? 36

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.