Vera - 01.10.1987, Side 40

Vera - 01.10.1987, Side 40
Fjórði hver Rússi lét lífið i siðari heimsstyrjöidinni, þar sem eldurinn logar hefði annars staðið fjórða birkitréð. pólitískar hreyfingar væru óþarfar í Sovét því þar ríkti jafnrétti aö mestu. Gena sagöi mér aö höfuðvandamál Vesturlandabúa væri aö sínu mati þessi þrá eftir fánýt- um hlutum sem þeir hefðuekkert aögera viö. Margt hef ég heyrt vitlausara. í Minsk var okkur boöiö aö skoöa verksmiðjur, sjúkra- hús, heilsugæslustöövar, dagheimili, sumarbúðir, æskulýðshöll, okkur var boðið á tónleika, i stríðsminja- safnið, á tískusýningu, í vináttuhús þeirra Minskbúa, og viö fórum i þorpið Khathyn. Okkur var líka boöiö uppá þaö allra besta í menningarstarfsemi landsins. Hvíta-Rússland var hræðilega leikiö í seinni heim- styrjöldinni. Þar var hart barist og fjóröi hver íbúi lands- ins drepinn. 83% bygginga í Minsk eyðilögðust í styrjöldinni. Konur endurbyggöu borgina á tíu árum. Stríðið viröist enn daglega á vörum fólks, enda ku enginn íbúi landsins hafa komist hjá því að missa ein- hvern af sínum nánustu. Þannig sagöi Gena mér aö amma hans heföi verið drepin í útrýmingabúðum og afabróöir hans var hengdur fjórtán ára vegna þess að hann var í tengslum við neðanjarðarhreyfinguna. Ég hitti margar konur sem höfðu barist í stríðinu og ein sagði mér að hún heföi skotið 37 menn. Það eru meira en fjörutíu ár síðan stríðinu lauk en samt viknaði fólk þegar það minntist þessa tíma. Listaverk og minnis- varðar um stríðið voru víða um borgina og voru ekki bara óður um karlmenn, heldur konur líka og þær virtust gegna mikilvægu hlutverki. Skyldi þeirra vera getið í sögunni líka? Ég þorði ekki að spyrja. Virkt friðarafl Það kom mér á óvart hvað það þýddi að komast aust- ur fyrir járntjald. Það var að koma í ólíka menningu, nýj- an heim. Lyktin var ööruvísi, verðskynið dugði ekki þarna, neysluvenjur allt aðrar, uppeldisaöferðir, sagan, verðmætamatið og forgangsrööin. Mérvarð hugsaðtil þess ef við konurgætum nú boðið körlum inní okkar kvennaheim, lokið upp augum þeirra fyrir okkar reynslu og menningu, yrði heimurinn betri. Á sama hátt held ég að samfélag þjóða yrði friðsælla og betra ef þjóðir heimsins kynntust og virtu menningu hverrarannarrar. Einsogeinhversagði, þáeru ferðalög ef til vill virkasta friðaraflið. Ég fór til Moskvu aftur þann 22. júní, degi áður en þingið byrjaði. Þangað voru þá komnar fimm aðrar íslenskar kellur frá Kvennalistanum og Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna. Þær Laufey Jakobs- dóttir, Bergljót Einarsdóttir, Kristín Jóna Halldórsdóttir, Ólöf Steinarsdóttir og Svava María Eggertsdóttir ásamt 2300 öðrum konum frá 154 löndum. Víða um borgina höfðu verið sett upp spjöld sem á stóð að Moskva byði velkomna þátttakendurá heimsþing kvenna. Þingið var vel kynnt í fjölmiðlum og m.a. lenti ég í sviðsljósinu. Fréttastofa sjónvarpsins tók viðtal við mig, sem mér var sagt að 200 milljónir áhorfenda hefðu séð. Ég talaði líka við útvarpsstöð einhverja, sem útvarpa átti yfir Vestur- lönd. Yfirleitt þótti fólki merkilegt að hitta íslending. Ekki vegna Kvennalistans eða persónulegra verðleika minna, heldur vegna leiðtogafundarins í Reykjavík. Eitt af því mikilvægasta við þessa ráðstefnu var að hitta konur alls staðar aö úr heiminum. Hafandi allt að því búið með blaðamönnum heimspressunnar á Víkinni í einn og hálfan mánuð eftir kosningar í vor, var ég far- inn að halda að ef til vill værum við íslenskar bara með merkilegri konum! Mér hefur líka stundum fundist við eiga harla bágt og langt sé í land að viðeigandi ástand náist hér. Konurnar frá Iraq Það var því hollt að hitta vinkonur mínar frá Ghana sem sögðu að 70% kvenna þar væru ólæsar. Fyrir kon- unum frá S-Afríku var lífið annað hvort frelsi eða dauði. Konurnar sex frá Chile sem ég talaði við höfðu allar verið a.m.k. einu sinni í fangelsi og allar börðust þær gegn ógnarstjórn Pinochelts. Ég hitti konu frá Argentínu sem hafði týnt syni sínum árið 1977 og var í samtökum mæðra týndra fanga. Hún sagði mér að 30.000 manns hefðu horfið á unanförnum árum. Rithöf- undur frá Marokkó hafði verið í tuttugu ár í fangelsi, þar af tíu með manni sínum og önnurtíu með börnunum sín- um. Gömul kona frá Afghanistan hafði misst alla syni sína þrjá í styrjöldinni. Minnisstæðastar eru mér þó konurnar frá Iraq. Ég sá þær standa afsíðis á bak við tré með hulin andlit. Ég hélt aðþærværu fráeinhverju ,,langtíburtistan“ landinuog væru að mótmæla stöðu konunnar í sínu heimalandi. Mér fannst þetta sniðugt hjá þeim, gekk til þeirra og ætlaði að mynda þær, en þær sussuðu á mig og báðu mig í guðanna bænum um að fara og taka ekki mynd. Mér var svo sagt, að þær hefðu komið ólöglega frá íraq og yrðu skotnar á flugvellinum þegar þær kæmu heim, ef það kæmist upp hvar þær hefðu verið. Siðan ég kom heim hef ég oft hugsað um hvar þær séu núna. Því miður hafði ég pata af því aö mun fleiri konur væru að hætta lífi sínu með því að vera þarna. Enn er ég ekki farin að tala um þingið sjálft. Opnunar- athöfnin fór fram í Kremlarhöllinni. Þar fluttu ávörp Frieda Brown sem var forseti þingsins, en hún er jafn- framt forseti Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra kvenna, Margaret Papandreo og fleiri heimsþekktar konur sem ég kann ekki að nefna. Aðalræðuna hélt Michel Gorbachjov. Þaö vafðist fyrir mér að hann væri aðalmaðurinn á kvennaþinginu, en aðrar sögðu mér að það sýndi styrk okkar að einn valdamesti maður í heimi skyldi vera með okkur. Dæmi hver fyrir sig. Það þótti mér merkilegt að bestu kaflarnir úr ræðum þessa fólks voru eins og lesnir beint uppúr Stefnuskrá Kvennalist- 40

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.