Vera - 01.10.1987, Síða 41

Vera - 01.10.1987, Síða 41
Nokkrir þátttakendur á rádstefnunni. Ljósmynd: Guörún Jónsdóttir. ans. Þaö sannfærði mig enn einu sinni um hversu vel hefur tekist til viö samningu hennar. Áhrifaríkast þenn- an fyrsta morgun þingsins var þegar sovésk börn flæddu í salinn úr öllum áttum. Þau komu syngjandi friðarsöngva og færðu öllum konunum blóm. Gorbach- jov færðu þau lítinn kristalshnött, sögðu hann vera brot- hættan og hann ætti að passa hann vel. Eftir þetta starfaði þingið I átta deildum samtímis og auk þess störfuðu aragrúi vinnuhópa, það var boðið uppá myndasýningar og allskyns uppákomur. Blaðamannamiðstöð var sett upp og miðstöð þar sem konur gátu vitnað um kúgun og ofbeldi í sínum heimalöndum. Basarvarástaðnum meö munumfráöll- um þátttökulöndum o.fl. o.fl. Allir veggir voru þaktir veggspjöldum, myndum, upplýsingum og fundarboð- um. Ég hélt mig mest á hliðarfundum. Þeir voru smærri í sniöum en aðalfundirnir, þátttakendur virkari og um- ræðan frjórri. Það var t.d. ansi heimilislegt að sitja á gólfinu með Greenham Common konum. Þar var rætt um kynþáttamisrétti í friðarhreyfingum. Ável undirbún- um kvöldfundi sem norskar konur boðuðu til um kjarn- orku, heyrði ég fyrst I Helen Culticut. Hún stofnaði sam- tök lækna gegn kjarnorkuvá og hefur nú helgað sig frið- arstarfi. Hún heillaði mig með ræðusnilld sinni. Gaman hafði verið að fá hana til íslands, sú hefði aldeilis hrist uppí okkur. Ein af þeim konum sem Helen Culticut hefur hrifið með sér I friðarstarfið er Vivian Verdon Roe. Hún sýndi þarna kvikmynd sína Women for American — women for the world, sem hlaut Academi verðlaunin 1986. Bergþóra Einarsdóttir fékk eintak af henni sem vonandi verður sýnt I sjónvarpinu á næstunni. Fánaverkefniö Hér verður aldrei sagt frá öllu því sem þarna var um að vera, en ég verð þó að segja ykkur frá „Fánaverkefn- inu“. konan sem stóð á bak við heimsókn barnanna á opnunarhátíðina heitir Patricia Montandon. Hún kom frá samtökunum „Börn sem boðberar friöar'‘ og kynnti seinna fyrir okkur „Fánaverkefnið". Það er þegar kom- ið í gang. Hugmyndin er að í hverju landi sem þátt tekur í verkefninu verði búinn til fáni. Hann verði m.a. skreytt- ur nöfnum þeirra barna sem farist hafa eða beðið varan- legan skaða í stríði síðan áriö 1930. (Ég veit um a.m.k. sex börn hér). Síðan verði fánarnir skeyttir saman og ferðast með þá um þátttökulöndin. Reiknað er með að fáninn verði mílulangur. Við opnunarhátíðina var fremsti hlutinn tilbúinn og börn báru fánann um salinn. Þau voru svo falleg, einlæg og saklaus að þau grættu sjálfan Sovétleiðtogann. Hafandi orðið vitni að því, finnst mér að ef eitthvað kemst innúr skelinni á valda- mönnum heimsins, þá hljóti það að vera börnin. Þess vegna tók ég við fánaefni fyrir okkar hönd og vona að takast megi að virkja íslensk börn til friðarstarfs á þenn- an hátt. Mörgum leikur eflaust forvitni á að vita hversu mikla athygli Kvennalistinn vakti þarna. Ég hitti konurfráýms- um löndum sem höfðu heyrt um hann, m.a. frá Argen- tínu og Japan. Ég setti upp auglýsingar og bauð uppá kynningu og nokkrar konur nýttu sér það. Við vorum hins vegar ekkert aðalatriði. í heild má segja að megin umræðuefni þingsins hafi verið friðarstarf kvenna. Það voru konurnar frá stríðs- hrjáðum svæðum sem áttu senuna og það réttilega. Þetta voru konur með allar heimsins pólitísku skoðanir, konurnar sem hafa gengið I gegnum stríðsfréttatíma sjónvarpsins undanfarin ár. Til þess að skynja hvað ég er að skrifa um þarf að hitta þessar konur. Áhrifunum verður ekki komið til skila skriflega. Það voru einstök forréttindi að fá að sitja þetta þing og við sendum ekki margar konur til útlanda. Þess vegna held ég að við ættum að halda alþjóðlega kvennaráðstefnu á íslandi. Við ættum að nýta athyglina sem íslenskar konur hafa fengið eftir kosningar. Athygli sem birst hefur í formi bréfa, skeyta, heimsókna, viðtala við erlend blöð, boðum á fundi og ráðstefnur erlendis. Þannig fengju flestar konur tækifæri til þess að hitta konur utan úr heimi og þannig kæmum við best til skila því starfi sem við vinnum hér. Guðrún Jónsdóttir ; Léttur og spennandí leíkur! 41

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.