Vera - 01.10.1987, Blaðsíða 43
1.
Þegar ég var beðin um að skrifa smápistil í Veru um stelpur í
skólastofunni fannst mér það auðsótt mál. En er ég settist við
skriftir vandaðist málið. Átti ég að fjalla um stelpurnar eins og nið-
urstöður þeirra fjölda rannsókna sýndu að þær væru í skólastof-
um víðs vegar um hinn vestræna heim eöa átti ég að skrifa um
þær eins og þær koma mér fyrir sjónir í skólastofunni??? Ég
ákvað að taka síðari kostinn en lesendur verða þá að hafa í huga
að það mat er einungis mitt og að það mat byggist á því hvernig
stelpuhóparnir mínir hafa verið.
Áður en lengra er haldið þykir mér rétt að geta þess að ég vil
gjarnan telja mig í hópi þeirra kennara sem reyna að fjalla um
jafnréttismál og hefur umfjöllun um þau alltaf skipað sinn sess í
skólastarfinu og þá fyrst og fremst í umræðum um bækur, sjón-
varpsefni og ýmis þau dægurmál sem spjallað er um í „heima-
krók“.
Einnig er vert að hafa í huga að hver nemendahópur er mjög
misjafnlega samansettur og geta einstaklingar innan hans haft
mikil áhrif á allt starfið í skólastofunni.
Það er Ijóst að stelpurnar hafa mjög ákveðnar skoðanir á jafn-
réttismálum a.m.k. sá aldurshópur sem ég þekki einna best
11—13 ára. En hvernig eru stelpurnar svo í skólastofunni þegar
nánar er að gáð? Jú, þær eru ábyrgar, félagslega þroskaðar, já-
kvæðar, fullar sjálfstrausts, samviskusamar, samvinnuþýðar,
skemmtilegar, þolinmóðar, Ijúfar, indælarog margt, margtfleira.
En — þær eru líka andhverfur alls þessa og sambland af öllu
þessu. Það sem skiptir mestu er að þær eru fyrst og fremst ein-
staklingar og jafn margbrotnar og einstakar og mannfólkið yfirleitt
er.
En svona einfalt er þetta að sjálfsögðu ekki. Þær hafa frá fæð-
ingu fengið ,,þjálfun“ í að leika aðalhlutverk sitt í lífinu, kynhlut-
verkið. Mér hefur virst að greinilegra áhrifa þess verði þó ekki vart
fyrr en á unglingsárunum, við 13—14 ára aldur. Alltof margar
þeirra stelpna sem fyrir unglingsárin voru ákveðnar, fullar sjálfs-
trausts, þorðu að láta skoðanir sínar í Ijós þrátt fyrir. . ., gátu tekið
málefnalegri gagnrýni, létu ekki strákana segja sér fyrir verkum,
sýndu að þær höfðu stjórnunar- og skipulagshæfileika, voru góð-
ar ( stærðfræði og raungreinum o.s.frv., alltof margar þeirra
breytast að einhverju eða öllu leyti á þann veg sem við flestar
þekkjum því miðurof vel. Þettahefureinniggerstþó að kennarinn
hafi meðvitað reynt að hafa áhrif á þessa þróun með því að þjálfa
nemendur í vinnubrögðum sem reyna á alla þessa þætti, skipu-
lega rætt um það hvernig samfélagið mótar kynhlutverkin og
hvaða hugsanlegar aðrar leiðir þeir geti farið.
Hvað er þá til ráða? Ég fyrir mitt leyti hlýt að ala þá von í brjósti
aö eitthvað af þvi sem þeim var kennt á barnaskólastigi skili sér,
þótt síðar verði.
Lilja M. Jónsdóttir,
kennari við Æfingaskóla
Kennaraháskóla íslands.
2.
Kannanir sem gerðar hafa verið á samskiptum kennara og
nemenda í skólastofu leiða í Ijós að strákarnir fá mun meiri athygli
en stelpurnar og kennarinn ver mun meiri tíma í samskipti við
strákana en stelpurnar.
Það hefur einnig verið fullyrt að strákar hafi fremur frumkvæði
og komi með nýjar hugmyndir í náminu meðan stelpur fara eftir
fyrirmælum kennarans.
Það fer ekki hjá því að niðurstöður þessara kannana verði
kennurum umhugsunarefni og tilefni til að skoða samskiptin í
Þrír kennarar
segja frá:
skólastofunni í nýju Ijósi? Kennarar hljóta að spyrja sjálfa sig —
mismuna ég nemendum minum eftir kyni? — ef svo er, hvers
vegna og hvað get ég gert til að breyta því? Ég ætla ekki að svara
þessum spurningum hér. Þeim er enda ekki auðsvarað. Flest
bendir einnig til þess aö ekki sé auðvelt að breyta samskiptum í
skólastofunni. Skólinn er hluti af samfélaginu og samskipti nem-
enda og kennara endurspegla ríkjandi viðhorf til kynja úti í þjóð-
félaginu.
Kennarar líta fyrst og fremst á nemendur sína sem persónur og
sjálfstæða einstaklinga sem hver um sig er einstakur og engum
öðrum líkur. Því veitist okkur erfitt að alhæfa um nemendahópinn,
erfitt að fara með fullyrðingar um að stelpuhópurinn sé svona en
strákahópurinn einhvern veginn öðru vísi. Samt sem áður hljót-
um við kennarar að verða að líta sérstaklega á stelpuhópinn, at-
huga hvað einkennir vinnubrögð stelpnanna og skoða hvers eðlis
samskipti okkar við stelpurnar eru.
Eru stelpurnar stilltar, hlutlausar og atkvæðalitlar eða eru þær
e.t.v. duglegar, samviskusamar og öruggar í námi?
Undanfarin ár hef ég kennt raungreinar í 7.—9. bekk grunn-
skóla. Námið byggist að miklum hluta á verklegum tilraunum sem
nemendur vinna að í hópvinnu 4—5 saman og þá reynir mikið á
góða samvinnu innan hópsins. Að hluta til er námið byggt á ein-
staklingsverkefnum en einnig þá sitja nemendur saman í hópum
og geta aðstoðað hver annan. Ég hef þá reglu að leyfa nemend-
um að velja sjálfir með hverjum þeir vinna í hóp og grípa aðeins
inn í ef upp koma verulega samvinnuvandamál.
Nánast undantekingalaust raða nemendur sér þannig að stelp-
ur vinna saman og strákar saman. Það tilheyrir undantekningum
ef strákar og stelpur velja sér aö vinna saman í hóp.
Stelpurnar eru gjarnan gagnrýnar á verkefni sem þær eiga að
leysa og leita eftir skýringum og nákvæmum fyrirmælum, en að
þeim fengnum vinna þær verkefnið af samviskusemi og ná-
kvæmni.
í hópvinnu skipuleggja þær verkefnaskiptingu fyrirfram og
ætlast til þess að hver og ein leggi sitt af mörkum. Ein helsta
athugasemd stelpna gegn því að hafa stráka með í hópvinnu er
einmitt að ,,þeir kunna ekki að vinna saman, þeir vilja alltaf gera
eitthvað annað".
Stelpurnar beita einnig samvinnu þó verkefni séu lögð upp sem
einstaklingsverkefni. Oft vinna þær tvær og tvær saman og þá
með bestu vinkonunni auðvitað. Þá þarf kennarinn að vera vak-
andi fyrir því að vinkonuspjallið taki ekki tíma frá náminu, það er
ekki víst að þærtrufli kennslu þó þær tefji hvor aðra. Það er reynd-
ar sjaldgæft að stelpur hegði sér þannig að það valdi verulegri
truflun í bekknum.
Stöku sinnum verður samstaðan í vinkonuhópnum slík að þær
loka á samskipti við aðra nemendur og jafnvel kennarann líka.
Hópurinn er þá sjálfur sér nægur um flest samskipti og vill sem
minnst blanda geði við þá sem standa utan hópsins. í slíkum til-
vikum reynir á lagni og kunnáttu kennarans til að tryggja að sam-
skipti verði ekki of einhæf og bundin við of fáa í bekknum.
Oftast vilja stelpurnar halda góðu sambandi við sinn kennara
og leggja töluvert á sig til að fá þá umbun sem fæst með viður-
kenningu kennarans á vel unnu verki.
Birna Sigurjónsdóttir
yfirkennari
Snælandsskóla
43