Vera - 01.10.1987, Side 44
3.
Stelpurnar í 5. bekk eru 11. Þær eru eins misjafnar og þær eru
margar. Þó eru vissir þættir sem sameina þær. Þær eru allar sam-
viskusamar. Þær leggja sig allar fram, þó árangurinn veröi mis-
jafn. Þær vilja skilja, þær vilja geta og vilja fæstar gefast upp.
Vinnubrögðin eru yfirleitt góð. Þær segja sjaldan: „Ég nenni
þessu ekki þetta er leiðinlegt". Þær eru yfirleitt áhugasamar. Þær
bíða ef þær þurfa hjálp, kalla ekki, hafa höndina upprétta, eru
jafnvel orðnar hálf dofnar þegar hjálpin loks berst. Því kennaran-
um er gjarnt að veita drengjunum meiri athygli, því ef þeir þurfa
hjálp og fá hana ekki strax, ókyrrast þeir ansi oft. Þeir fara að
trufla út frá sér og fá því fljótt athygli kennarans, sem reynir sem
fyrst að koma á ró í bekknum og veitir um leið aðstoð.
Já stelpurnar mínar eru tillitssamar og reyna að gera kennaran-
um sínum svo og öllum öðrum allt til hæfis. Þær vantar sjaldan
verkfæri svo sem blýanta og reglustiku. Þær hafa fyrir löngu lært
að slík gögn eru ómissandi í skólanum og er það meira en hægt
er að segja um suma.
En lífiö er ekki bara skóli hjá stelpunum í 5. bekk. Allar eiga þær
sér einhverjar tómstundir. Þar er dansinn vinsælastur svo og
skyldar íþróttir (fimleikar og jass). Nokkrar stunda margs konar
tómstundaiðju og er fótbolti geysivinsæll hjá mörgum og æfa þær
stíft. Oft fara þau saman í fótbolta í frímínútum, strákarnir og stelp-
urnar. Óhætt er að segja að þær gefa þeim fyrrnefndu síður en
svo neitt eftir og fara leikirnir svo sannarlega fram á jafnréttis-
grundvelli. Ekki er laust við að sumir drengjanna líti upp til hinna
fræknu fótboltagarpa af kvenkyni.
Eins og flestum er kunnugt samrýmist það námsefni sem notað
er í grunnskólanum ekki alltaf þeim jafnréttishugmyndum sem við
viljum að æskan alist upp við. Það sama á við um þær sögubækur
sem krakkarnir lesa og við lesum fyrir þau í nestistímum. Bæði
eru söguhetjurnar mun oftar strákar og einnig eru hin hefð-
bundnu kynjahlutverk mjög ríkjandi. Þessu hafa stelpurnar í 5.
bekk tekið eftir og mótmæla óspart. Ef eitthvað í sögu er talið of
erfitt fyrir stelpu eða ekki stelpu sæmandi, ná þær varla andanum
af hneykslun. Þegarég hafði lesiðþrjárbækur í röðþarsem sögu-
hetjan var strákur (án þess að ég gerði mér grein fyrir því) kröfðust
þær bóka um stelpu (það var erfitt að finna nokkra).
í þessum stelpuhóp eru nokkir dugnaðarforkar. Allt sem þær
taka sér fyrir hendur er þeim leikur og þær eru kröfuharðar á eigin
verk. Þær eru mjög ákafar að taka að sér fjölbreytt verkefni s.s.
skrifa sögur, semja leikrit og leika. Þær eru ekki feimnar við að
koma sér á framfæri opinberlega s.s. í sjónvarpi og útvarpi. Þær
eru jafnframt alltaf reiðubúnar að bjóða fram aðstoð sína í hinum
ýmsu aukastörfum sem falla til í skólastofunni eða I skólanum I
heild.
Þær eru góðar vinkonur „dæmigerðar vinkonur“ sem eiga
sameiginleg leyndarmál. Þær eru alltaf saman utan skóla, sitja
saman í skólanum og geta helst ekkert gert nema hinar fái líka að
vera með. Ef vinna á i hópvinnu þá verða þær aö fá að vinna
saman. Ef ein er beöin um að ná í blöð á skrifstofu skólans þurfa
þær helst að fara allar. Ef ein teiknar mynd af hnettinum utan á
vinnubókina sína, er mjög líklegt að hinar geri það líka. En þær
gera sér grein fyrir því að þær geta ekki alltaf verið á sama tíma,
á sama staða að gera það sama. Þær hafa sín framtíðaráform
sem byggö eru á sjálfstæðri hugsun tengd áhugasviði. Þar ætlar
hver sína braut, braut óháða hefðbundnum kynhlutverkum. Þar
ber að nefna stjórnmálafræði, viðskipafræði, tölvufræði og gull-
smíði.
Ég velti því oft fyrir mér hvaö muni verða úr stelþunum mínum
í 5. bekk. Fá þær að þroska sína hæfileika og stefna að því sem
hugurinn girnist. Munu þær reka sig á, þegar úr hinu verndaða
umhverfi skólakerfisins kemur. Eða verður samfélagið orðið að-
gengilegra fyrir stelpur. Vonandi — þeirra vegna.
Margrét Rafnsdóttir
kennari
Snælandsskóla
SKILABOÐ LÍFSINS
Ljóðabók eftir
Steinunni Eyjólfsdóttur.
Bókrún
Reykjavík 1987.
Bókin utan vegar heitir ný
Ijóöabók eftir Steinunni
Eyjólfsdóttur. Það fyrsta sem
maður veitir eftirtekt við þessa
bók er hve falleg hún er. Papp-
írinn, brotið, uppsetningin og
leturgerðin og síðast en ekki
síst myndskreytingin valda því.
Bókin er í litlu broti og hefur að
geyma 19 Ijóð. Hvert Ijóð er út
af fyrir sig á hægri síðu en
vinstri síður bókarinnar eru
ýmist tómar eða prýddar fín-
legum teikningum eftir Guð-
rúnu Svövu Svavarsdóttur. Allt
útlit bókarinnar er með sóma
ogánægjulegt aðfletta bókinni
þess vegna. Og innan á titil-
síðu eru upplýsingar um aldur
og fyrri bækur höfudarins,
Steinunnar Eyjólfsdóttur. Ekki
er vanþörf á því þar sem Stein-
unnar er ekki getið í þeirri
handbók sem flestir munu leita
til eftir upplýsingum um höf-
unda, íslensku skáldatali,
enda þótt fyrsta bók hennar,
smásagnasafnið Hin gömlu
kynni, hafi komið út fjórum ár-
um fyrr en fyrra bindi skálda-
talsins.
Steinunn tileinkar þessa bók
þeim sem hafa orðið fyrir ást-
vinamissi eða eins og hún
segir: „Til allra foreldra sem
missa börnin sín af slysförum.
Og líka til allra hinna.“ Og til-
einkunin vekur hjá manni grun
um að bókin fjalli um sorg og
dauða. Sá grunur staðfestist
því efni hennar er átakanlegt,
a.m.k. grét ég yfir Bókinni ut-
an vegar. En bókin er ekkert
síður um lífið og gleðina og í því
liggur styrkur hennar. Tileink-
un Steinunnar sýnir að hún vill
miðla af reynslu sinni og þann-
ig hjálpa syrgjendum til að
vinna sig frá söknuði og sorg.
Því markmiði næði hún tæpast
án þess að benda þeim á bjart-
ar hliðar lífsins. Steinunn
bendir m.a. á að minningin um
látna lifir. Eftir að hafa lýst síð-
ustu jólunum sem hún átti með
syni sínum segir hún:
En gjöfin þín
minningin
er jafnfögur hvert skammdegi.
(Ijóð XVII)
í öllum Ijóðunum talar kona
og er hún oftast ein enda þótt
allir vilji veita henni styrk, eins
og hún talar um I XII og XVIII
Ijóði, en síöar nefnda Ijóðið er
eins konar þakkarávarp. Og
auk þess að vera ein er hún oft
utan alfaraleiðar eða á ferli að
nóttu til. Þeir staðir sem konan
er á eru t.d. stofan hennar um
nætur, heiðin eða fjaran að
ógleymdri draumaveröld
hennar.
Fyrsta Ijóð bókarinnar er
ávarp þar sem tekið er fram til
hverra bókin er. í öðru Ijóðinu
hefst frásögn Steinunnar af
slysi og dauða. Þar er kona
stödd í fjöru og brennir hún föt-
um horfinnar persónu. Myndin
sem lesandi fær er falleg og
friðsæl og hér minnir Steinunn
á huggunina sem bænin getur
veitt.
Og á þessum sama stað, í
fjörunni, er konan þegar lækn-
ingin hefst en frá því segir í Ijóði
XII. Hún heldur á brotinni skel
og ró færist yfir hana:
Héðan fórstu í ferðina löngu.
Ég sit á steini
í miðju sólskininu
og vorinu
og finn friðinn mikla koma til
mín.
(Ljóð XII)
í fjörunni lauk ævi þess sem
konan syrgir og allar friðsæl-
ustu og fallegustu myndir
Ijóðsins eru einmitt þaðan.
Fjaran er lífriki á mörkum lands
og sjávar og á þessu jaðar-
svæði nær konan að sætta sig
við mörk lífs og dauða og það
að dauðinn sé óumflýjanlegur.
Draumarnir eru ekki síður
raunverulegir en raunveruleik-
inn sjálfur. í þeim lifir Dagur,
sonurinn sem Steinunn syrgir;
þegar nótt er í raunheiminum
þá er dagur í draumheiminum.
Líta má á þessa tvo heima sem
tvær hliðar á lífinu þar sem
báðar eru jafn mikilvægar.
Ljóð VI lýkur með spurningu:
Eru okkur gefnir draumar
af því að við getum ekki eign-
ast eilífðina strax?
44