Vera - 01.10.1987, Síða 46

Vera - 01.10.1987, Síða 46
í nokkurs konar stofufangelsi. Hún var látin eta vel og fór í læknisskoðun reglulega og á „fengitímanum“ var henni gert að láta eiginmanninn ríða sér í viðurvist eigin- konunnar. Kæmi ekki barn undir á vissum tíma, var hún flutt á annað heimili og reynt aftur með öðrum karli. Þær meyjar, sem urðu ófrískar ólu börn sín en afhentu þær síð- an eiginkonu mannsins til eignar, þær voru sem sagt staðgengilsmæður. Mey, sem aldrei náði því að ala heilbrigt barn var dæmd ó-kona og send í útrýmingabúðir eða annað verra. Ástæðan fyrir því að eiginkona var talin þess hæf að ala upp barn, var einfaldlega sú að hún var gift og aðeins eiginkonur í fyrsta hjónabandi voru gildar. Lesbur, fráskildar konur eða konur giftar fráskildum mönnum (líkt og Offred hafði verið) og annað ó-konulegt kvenfólk, var dæmt til annarra hluta. Kanadíski rithöfundurinn Margaret Atwood. ,^'ch Lífræn húðrækt %,Al/ Græna línan er heilsuvörubúð með fagurfræðilegu ívafi. Fegurð að utan. Sími 622820 í bókinni lýsir Offred þessu hlutskipti sínu. Hún rifjar einnig upp fyrri daga, ást sína og Luke, mannsins síns og hugsar um dóttur sína, sem hún veit ekki hvort lifir enn og undir hvaða kringum- stæðum. Hún segir frá mömmu sinni, einstæðri móð- ur sem hafði tekið virkan þátt í frelsisbaráttu kvenna á 7. áratugnum (m.a. tekið þátt í baráttunni gegn klámi og klámblaðabrennum) og þreytt dóttur sína á endalausum upprifjunum á atburðum kvennahreyfingaráranna. Hún lýsir atburðum hversdagsins i Gilead, barnsfæðingu, sam- förum sínum og eiginmanns- ins, Freds, framkomu kvennanna í garð annarra kvenna og togar söguna fram oft með erfiöismunum því hún vildi svo mikið óska þess að þetta væri ímyndun, ekki raunveruleiki. í lok sögu hennar segir frá því að svarti bíllinn kemur að sækja hana og við vitum ekki hvort það er andspyrnuhreyfingin sem er að koma henni til bjargar eða lögrela lýðveldisins. Sfðasti kafli bókarinnar segir svo frá ráðstefnu haldinni árið 2195 af sagnfræðingum sem hafa sögu Gilead sem sérsvið og við getum lesið erindi eins fræðingsins sem er að fjalla um segulbandsspólur, er fundust og flytja sögu Offred. Lesandinn varpar öndinni léttar í vitneskjunni um að Gilead leið undir lok. Þessi bók er dásamlega skrifuð eins og virðist beint frá hjarta konu, sem ég fann óstjórnlega mikið til með — eiginlega kvaldist með allan lesturinn. Smátt og smátt rennur upp vitneskjan um það við hvaða aðstæður hún lifir og hvers vegna. Sársauk- inn, uppgjöfin gegn örlögum sem engin leið virðist að flýja og vonarneistinn sem kvikn- ar, kviknar líka hjá lesanda- num og það er næstum ómögulegt að leggja bókina frá sér án þess að fá að vita hvað verður um Offred. Þessari bók hefur verið líkt við Fagra veröld Huxleys og 1984 eftir Orwell, enda af sama toga: framtíðarsýn höfundar sem er að horfa í kring um sig, þar sem gerir hana svo raunverulega er að í rauninni byggir hugmynda- fræði Gilead á hugmyndum, sem eru fyrir hendi allt í kring um okkur. Sjálf hefur Margaret Atwood bent á þetta, hún segist hafa skoðað rækilega fregnir af trúar- ofstækishópum vestan hafs og bendir til Afghanistan og íran. „Það er ekkert i bókinni, sem ekki er til einhvers stað- ar“ segir hún, það eina sem hún gerir er að fara með öfgana aðeins nær ystu nöf. En bókin verður aldrei pólitísk prédikun eða yfirlýsing, sjálf- sagt vegna þess hversu mannlegar persónurnar eru og sagan listilega vel sögð. Þetta er einfaldlega mögnuð bók, sem vekur til umhugsun- ar. Hún er einbeitt gagnrýni, t.d. á hugmyndir feminista, enda hafa sumar hverjar risið upp til varnar og neitað því með öllu að róttækur feminismi geti farið út á álíka brautir. Trúarofstækishópar hafa svarað fyrir sig á sama hátt. Margaret Atwood er kana- dísk og hefur áður sent frá sér skáldsögur, Ijóð og smá- sögur og er með virtustu kvenrithöfundum í sinu heimalandi. Ég hafði áður lesið bók hennar „Bodily Harm“ sem varð til þess að síðan kaupi ég allt sem ég rekst á eftir þennan höfund. Með bókinni „The Hand- maid’s Tale“ virðist hún ætla að ná alþjóðlegri frægð og verið er að búa til kvikmynd eftir bókinni — hvort sem það eru nú meðmæli eða ekki! En ég mæli a.m.k. með þessari bók hér með — verst að hún skuli ekki vera til á (slensku. Ms 46

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.