Vera - 01.02.1990, Qupperneq 2
VERA
TÍIN/IARIT UIX/I KONUR OO KVENFRELSI
o kkur er flestum tamt að hugsa um tímann sem eitthvað sem allir fái jafnt af að því frátöldu að ævi okkar
er mislöng. Öll höfum við 24 tíma í sólarhringnum, sjö sólarhringa í hverri viku og 52 vikur í árinu. En er það
svo í raun og veru að við höfum öll jafnan aðgang að tíma okkar? Um það má vissulega efast. Það er bæði hægt
að taka tíma og gefa tíma.
Margir, og þetta á sérstaklega við umkonur, gefaöðrum mikið af tímasínum. Börnumsínum, foreldrum, vinkon-
um og mökum. Þær fara með mikinn tíma í að hlusta eftir og sinna þörfum annarra og þær þarfir lúta sjaldnast
stjórn klukkunnar. Þeim verður heldur ekki fullnægt í eitt skipti fyrir öll heldur eru þær síkvikar og þar af leiðir
að störf þeirra sem þeim sinna einkennast af stöðugri endurtekningu. Tíminn verður hringrás og fortíð, nútíð og
framtíð fléttast saman.
Aðrir, t.d. karlar sem eru mjög uppteknir við að skapa sér starfsframa, taka tíma frá þeim sem næstir þeim standa,
fyrst mæðrum og síðan eiginkonum. Þeir eru í kapphlaupi við tímann og reyna að koma ákveðnum verkum frá
og taka til við önnur. Þeim er tamt að líta á tímann sem óbrotna línu þar sem það sem var er að baki og það sem
verður framundan.
Það er kannke einkenni á vestrænni borgarmenningu að tíminn stendur utan við manneskjuna og hún getur tap-
að tíma, unnið tíma, sóað tíma, eytt tíma, fundið tíma, sparað tíma og svo getur tíminn hlaupið frá henni. Til þess
að koma í veg fyrir slíkan óskunda hefur „tímastjórn" orðið kjörorð nútímans en oftar en ekki leiðir hún til þess
að tíminn verður harðstjóri í stað þess að lúta stjórn.
Hvernig væri nú að gera tímann að félaga sínum og láta hann vinna með sér? Líta á árin, hvernig sem þau líða,
sem uppsprettu reynslu og þroska sem styrkir sjálfsímynd okkar, en ekki sem glataðan tíma. — isg.
BJÖRG C. ÞORLÁKSSON
Björg Caritas Þorláksson (1874-1934) var fædd í Vesturhópshólum í Húna-
þingi. Við Iát hennar var m.a. komist svo að orði um hana í Morgunblaðinu
að hún hefði verið kona „...sem var virt og elskuð af mörgum í sinni samtíö,
en óbornar kynslóðir munu dást að.“ Er Björg vissulega mikillar aðdáunar
verð en því miður hefur nafni hennar ekki verið haldið á lofti sem skyldi.
Björg dvaldi í foreldrahúsum til sextán ára aldurs en þá fór hún í Kvennaskólann í Ytri-Ey á Skagaströnd.
Stundaði hún þar nám á árunum 1890-1893 en varö síðan kennari við skólann 1894-1897. Það ár hélt hún
til Kaupmannahafnar með Jóni Þorlákssyni bróður sínum (síðar borgarstjóra og forsætisráðherra) en þang-
að fór hann til að læra verkfræði. Björg hafði ekki átt þess kost að taka stúdentspróf en í Kaupmannahöfn
lét hún þann draum sinn rætast og tók prófið utanskóla árið 1901 samhliða námi viö Kennaraháskólann.
Hóf hún þá nám við Kaupmannahafnarháskóla, Ias málfræði og heimspeki og varð cand.phil. þaðan árið
1902.
Árið 1903 giftist hún Sigfúsi Blöndal, orðabókarritstjóra, og það sama ár byrjuðu þau að vinna að íslensk-
danskri orðabók sem jafnan hefur gengiö undir nafninu Orðabók Blöndals. Stóð sú vinna í rúm 20 ár en
bókin kom út á árunum 1922-1924. Þó Björg hafi unnið sleitulaust aö bókinni allan þennan tíma var hún
ekki skráð sem meðritstjóri við útgáfu bókarinnar. Stuttu eftir aö bókin kom út, eða árið 1925, slitu þau Sig-
fús samvistum enda segja heimildir að hún hafi viljað leggja stund á vísindi en Sigfús hafi viljað ,,...aö kona
sín væri heima á heimilinu."
Árið 1920 tók Björg upp þráðinn þar sem hún sleppti honum 1903 og hóf nám að nýju. Lagði hún stund
á stærðfræði og lífeðlisfræði fyrst í Kaupmannahöfn en síðar í Þýskalandi, Sviss og að lokum í Sorbonne
í París en þar ávann hún sér doktorsnafnbót árið 1926, fyrst íslenskra kvenna. Fjallaði doktorsritgerð henn-
ar um lífeðlisfræðilegan grundvöll eðlishvatanna.
Björg var óhemju fjölhæf kona sem var fátt óviökomandi sem stuðlað gat að betra mannlífi. Manneldis-
fræði var henni mikiö hjartans mál og gaf hún m.a. út bókina Mataræði og þjóðþrif (1930) auk þess sem hún
flutti fjölda fyrirlestra um þetta efni sem sumir hverjir komu út á prenti. Hún var mikil baráttukona fyrir
auknum réttindum og bættri stöðu kvenna og skrifaði greinar og hélt fyrirlestra um þau efni. Má í því sam-
bandi m.a. nefna greinar hennar um bága stöðu ógiftra mæöra þar sem hún gagnrýndi lögin harðlega fyrir
að leggja feðrum engar skyldur á herðar. Árið 1928 kom út bókin Hjónaástir eftir Marie C. Stopes (sem sagt
var frá í 3.tbl. VERU 1989) í þýðingu Bjargar en hún er fræðslurit um mikilvægi kynlífs fyrir konur ekki síður
en karla. í bókinni er jafnframt viðauki frá Björgu sjálfri þar sem hún kynnir helstu getnaðarvarnir sem
þá voru á markaðnum. Þá skrifaði Björg Ieikrit og ljóð auk þess sem hún þýddi skáldverk á íslensku m.a.
eftir Selmu Lagerlöf, Johan Skjoldborg og Johan Bojer.
Hér hefur aðeins fátt eitt veriö nefnt af afrekum Bjargar sem var hvort tveggja í senn, góð fræðikona og
djörf til framkvæmda. Síðustu æviárin þjáðist hún af krabbameini og varð það hennar banamein árið 1934.
1 minningargrein um hana skrifar vinkona hennar Thora Friðriksson m.a.: ,,Það var víkingsandi í þessari
litlu, fíngerðu konu, sem aldrei lét bugast, hvorki af veikindum né vonbrigðum...".
2
1/1990 — 9. árg.
VERA Laugavegi 17
101 Reykjavík
Útgefendur:
Samtök um Kvennalista og
Kvennaframboð í Reykjavík.
Sími: 22188
Mynd á forsíöu:
Anna Fjóla Gísladóttir
Ritnefnd:
Elísabet Þorgeirsdóttir
Ragnhildur Vigfúsdóttir
Anna Ólafsdóttir Björnsson
Sigrún Hjartardóttir
Sigríður Lillý Baldursdóttir
Útllt:
Kicki Borhammar
Laura Valentino
Starfskonur Veru:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Kicki Borhammar
Vala Valdimarsdóttir
Ábyrgö:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Auglýsingar:
Björk Gísladóttir
Setning og filmuvinna:
Frentþjónustan hf.
Prentun:
Prentberg
Bókband:
Bókagerðin
Plastpökkun:
Vinnuheimilið Bjarkarás.
4 i 6 3 6 9
. M!u
Ath. Greinar í Veru eru birtar á
ábyrgð höfunda sinna og eru
ekki endilega stefna útgefenda.
— isg.